Vikan - 23.11.1972, Síða 12
Á hverjum sunnudegi lögöu
litlu hermennirnir tveir af staö Ut
úr herbúðunum, jafnskjótt sem
þeir voru lausir. Er þeir voru
komnir út úr herbúðunum, héldu
þeir til hægri i gegnum Cour-
bevoie. Þeir gengu löngum,
hröðum skrefum, likt og þeir
væru á hergöngu.
Þegar þeir voru komnir fram
hjá sfðustu húsunum, hægðu þeir
á sér og gengu hægt eftir hinum
nakta, rykuga þjóðvegi, sem
liggur til Bezons.
Þeir voru báðir smávaxnir og
magrir, og hermannafrakkarjiir
þeirra virtust alveg gleypa þá,
þvi að þeir voru allt of stórir og
siðir. Ermarnar löfðu niöur fyrir
fiÞgurgóma, og stóru, rauðu
hermannabuxurnar þeirra, sem
voru allt of viðar, flæktust fyrir
þéim, svo að þeir neyddust til að
ganga með vaggandi göngulagi.
Undir klunnalegu, háu hef-
mannahjálmunum virtust andlit
þeirra ekki bera vott um skap-
festu né viljaþrek. Þetta voru tvö
föl og mögur andlit Bretagne-búa.
Svipur þeirra var mjög ein-
feldnislegur, jafnvel svo, að hann
virtist fremur eiga heima á dýrs-
en mannsandlitum. Hin bláu augu
þeirra voru bliðleg og þrungin ró.
Þeir töluðu aldrei neitt saman á
þessum gönguferöum sinum,
heldur héldu beint áfram. Sama
hugsunin bjó i hug þeirra beggja.
Þessi hugsun var nokkurs konar
TVEIR
LITLIR
HERMENN
Smásaga eftir Guy de Maupassant
Jean horfði ekki á þau. Nú skildi hann,
vhers vegna félagi hans hafði tvívegis fengið
aukaleyfi síðustu vikuna.
Og hann fann til nístandi sorgar
í hjarta sínu, þeirrar blæðandi holundar, sem
hjartað særist við svik og undirferli...
friðþæging fyrir þennan
þegjandahátt þeirra. Hugsunin,
sem bjó i hug þeirra beggja, var
sú að inni I litla skóginum nærri
Les Champioux höföu þeir rekizt
á stað, sem minnti þá á þeirra
eigið hérað i hinu ástkæra
Bretagne, þar sem þeir fundu
fyllstu hamingu umlykja sig.
Þegar þeir komust inn i
skóginn, þar sem vegirnir frá
Colombes og Chatou skerast, tóku
þeir venjulega af sér þungu
hjálmana og þurrkuöu svitann af
enninu. Þeir námu alltaf staðar á
Bezons-brúnni til þess að viröa
Signu gömlu fyrir sér. Þar stóöu
þeir i nokkrar minútur, beygöu
sig yfir handriöið og störðu á
fljótið-
Stundum störðu þeir út yfir
stóra vatnið við Argenteuil og
virtu fyrir sér seglbátana og
seglin, sem glampaði á, Þeir
minntust þá ef tii vill sævarins við
Bretagne-skaga, hafnarinnar i
Vanne nálægt heimilum þeirra og
fiskibátana, sem héldu út á hafið.
1 Bezons, rétt fyrir handan
Signu. kevptu þeir nesti af
pylsukauömanninum, bakar-
anum og vinsalanum. Þeir
keyptu sér blóömorskepp, dalitiö
brauð og einn litra af vini og
héldu siðan áfram. Eftir að þeir
voru komnir út úr Bezons, hægðu
þeir aftur á sér og byrjuðu aö tala
saman.
Fyrir framan þá var hrjóstrug
slétta með nokkrum trjám i
þyrpingu á viö og dreif. Sléttan lá
allt að litla skóginum, sem þeim
virtist likjast skóginum við
Kermarivan i Bretagne. Fjær
sáust korn- og heyakrar. Jean
Kerderen var þá vanur að segja
viö Luc de Ganidec:
„Þetta er alveg eins og nærri
Plounivon heima ”
„Já, riákvæmlega.” Þeir
gengu áfram hliö viö hliö. Hugir
þeirra voru þrungnir óljósum
minningum um ástkæru átt-
hagana þeirra I Bretagne, endur-
vöktum hillingum, sem voru eins
barnalegar og myndir
skólabarna. Þeir héldu áfram að
kannast viö hina og þessa staði og
báru þá saman viö llka staði i átt-
högunum Þarna þekktu þeir
aftur akurteig og þarna
limgirðingu og myrafláka eöa
krossgötur og granltkrossa. Svo
stönzuðu þeir alltaf fyrir framan
stóran stein vegna þess, aö hann
liktist mjög stórum steini heima I
Locneuven.
Á hverjum sunnudegi, er þeir
komu að fyrstu trjánum, var Luc
de Ganidec vanur að skera sér
viðarteinung úr heslivið. Hann
byrjaði að losa börkinn varlega af
honum og hugsaði á meðan um
fjölskylduna og ættingja heima.
Jean Kerderen bar nestið.
Við og við nefndi Luc eitthvert
nafn úr átthögunum eða minntist
á einhverja dáð frá bernskuárum
þeirra, aðeins meö nokkrum
orðum, sem fæddu af sér
angurværar hugsanir. Og átt-
hagar þeirra, hinir kæru,
fjarlægu átthagar þeirra, náðu
þeim smám saman aftur á vald
sitt, örvuðu ímyndunarafl þeirra
og birtu þeim úr fjarlægðinni
lögun slna og hljóö, útsýni sitt og
lykt,-lykt af grænu landi, þar sem
hið salta sjávarloft ilmaði.
Þeir skynjuðu ekki lengur
hesthúsilm herbúðanna i vitum
slnum, heldur lim lyngs'í fullum
blóma, sem hin salta sjávargola
feykir á brott með sér. Og segl
bátanna viö árbakkana liktust
hvltu seglum skipanna úti fyrir
ströndinni I átthögum þeirra.
Þeir gengu nú hæg T uc le
Ganidec og Jean Kerdi .en. Þeir
voru ánægðir og daprir ,i senn.
Viðkvæm angurværö lagði þá I
einelti. Það var hin stöðuga
angurværð og sorg dýrs
merkurinnar, sem hefur veriö
lokaö inni i búri, en, man ennþá
frelsi sitt.
Þegar Luc hafði lokið við aö
fletta börkinn af teinunginum,
voru þeir komnir I skógarlundinný
þar sem þeir neyttu alltaf
morgunveröar slns á hverjum
sunnudegi. Þeir furfdu múr-
steinana tvo, sem þeir höfðu falið
inni i þvkkninu. og kveiktu eld i
viöarbútum. Þeir stungu byssu-
sting I blóömörinn og héldu
honum yfir eldinum, þar til er
12 VIKAN 47. TBL.