Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.05.1973, Side 17

Vikan - 17.05.1973, Side 17
hafa allt f einu fengiö samsvörun i raunveruleikanum. Er næsta skrefiö, aö þaö takist aö láta höfuöiö lifa á nýjum likama? Veröur mögulegt aö láta græöa höfuö sitt á nýjan likama, þegar krabbameiniö er búiö aö gera út af viö þann gamla? Veröur hægt aö láta koma sér fyrir á skipti- likama, eöa blátt áfram blóövél, til þess aö bjarga höföinu, þó annaö fyrirfarist? Og horfa svo á, þegar sjúkur og illa farinn. likaminn er grafinn? Visíndamennirnir I háskólanum I Cleveland eru I engum vafa um aö sú sé niöur- staöa rannsókna þeirra. Þaö er ekki nema hálfur áratugur siöan hjartaflutningur var fram- kvæmdur meö árangri. Nú stefnir læknisfræöin aö ööru hámarki skurölæknislistarinnar. Eins og ekill i sæti sinu, situr höfuöiö á likamanum, stjórnar honum, nýtir næringarkerfi hans — sjálfstæöur bústaöur hugsunarinnar. Þar gerist allt þaö mikilvægasta af þvi sem viö köllum lif okkar. Allar minningar, hugsanir og ákvaröanir mannsins eiga sér staö I höföinu. Þar hafa meö- vitundin og vissan um tilveru okkar aösetur. Samt er þaö mjög fátitt aö þaö sé bilun I þessum mikilvæga likamshluta, sem veldur dauöa. Mjög fátt fólk deyr, vegna þess að höfuöiö hætti að starfa. önnur lif- færi valda miklu oftar veikindum, sem leiöa til dauöa. Nýrun veröa óstarfhæf, hjartað stöövast, æöakerfiö stiflast, meltingar- færin skemmast. Aföll, sem leiöa til dauöa geta hent likamann i hundraðatali og höfuðiö á sér enga von um björgun, þvi aö þaö er háö næringarkerfi likamans. Vel hraust höfuð, sem veröur aö deyja, vegna þess aö næringar- lind þess er óstarfhæf, hlýtur aö vera skurölæknum hvöt til enn frekari dáöa. Þvi á aöeins aö færa llkamshluta eins og handleggi, fótleggi, nýru og hjarta milli manna? Þvi ekki aö skipta á öllum likamanum, ef þörf krefur? Hópur visindamanna i Rússlandi, Japan og Ameriku vinna aö þvi aö rannsaka mögu- leika á höfuöágræöslu. Fyrsta og mikilvægasta skilyröið er aö á- græöslan gangi nógu hratt fyrir sig. Hjörtu og nýru geta aö skaö- lausu veriö án blóörásar um nokkurn tima, en heilafrumurnar eru örðnar stórskemmdar eftir fjögurra minútna blóöleysi. Sovézki skurölæknirinn Wladimir Demichov náöi merkum áfanga. Æöakerfiö I hálsinum er mjög erfitt viöur- eignar. Hann nam þvi höfuö tilraunadýranna ekki af um hálsinn, heldur þvert I gegnum Framhald á bls. 33 20. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.