Vikan

Tölublað

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 29

Vikan - 17.05.1973, Blaðsíða 29
leikara i huga, sem stafar nú kannski af þvi, að ég þekki ekki leikara. Annars er „Gunna” alls ekki næst i röðinni, þvi ég skrifaði þarna i millitiðinni leikrit, sem kom til álita að sviðsetja, en sá leikhópur hafði nóg af verkefnum að fást við, og áður en málið komst lengra en á umræðustigið, var ég búin að missa áhugann. — Varstu þá ekki ánægð með það verk? — Jú, að þvi leyti til, að mér fannst mér hafa farið fram. Mér fannst það töluvert mikið betra en það, sem ég haföi skrifað áöur, og ég taldi mig fá staðfestingu á þvi frá öðrum. En ég var eiginlega þá komin á kaf i vangaveltur um stöðu konunnar i þjóðfélaginu, og ég komst bara ekki nógu vel að niðurstööu. Kannski get ég notað samtalsmola úr þessu leikriti slðar, en sjálft stykkið tek ég ekki aftur til meðferðar. — „Gunnu” var vel tekið. — Fólk tók henni mjög vel og viröist hafa skilið, hvað ég var að fara. Ég held, að mörg ung hjón eigi samnefnara með Villa og Gunnu, og þó maður heyri oft talað um heimtufrekju ungs fólks, þá veit ég engin dæmi um ungt, nýgift, heimtufrekt par. Það vill að visu reyna að veita sér ýmsa hluti, en ef fólk endilega vill vinna 10-14 tima á dag til þess að höndla lifsins gæði, er það þá ekki bara partuf af einstaklingsfrelsinu að mega gera það. Mér finnst það einmitt kostur á íslendingum, hvaö þeir eru yfirleitt fúsir að vinna, þó ég sé hreint ekki með- mælt þvl, að annar aöilinn i hjónabandinu sé yfirleitt ekki heima hjá sér nema yfir blá- nóttina. — Heldurðu virkilega, að það séu margir menn eins og hann Villi, sem segir: „Min kona á ekki aö vinna úti, ég vil geta séö fyrir heimilinu sjálfur”? — Jáyþeir eru margir. Þetta ér að breytast, en enn sem komið er bara I orði, ekki á borði. Sko, yfirleitt virðast karlmenn vera farnir aö viðurkenna það, að ef bæði hjónin vinni úti, þá sé sann- gjarnt, að þau hiálpist að við heimilisverkin, en ég er hrædd um, að frarnkvæmdiriiar séu ekki eins miklar.Þeimer nefnilega alls ekki sama, hvaðá verk þeir vinna. Þeim virðist t.d. ekki þykja bein minnkun að þvi að ryksuga, en farirðu I kunningja- heimsókn til hjóna, þá er það ævinlega konan sem hverfur á vissum tima fram I eldhús til þess að hella upp á könnuna. — Þetta byggist náttúrlega á gömlum venjum. — Auðvitað eru þetta vana- atriöi, og þó margir séu búnir að viðurkenna, að þetta sé snar- vitlaust fyrirkomulag, þá rúllar þetta nú svona áfram. Það er llka ákaflega erfitt fyrir konur að út- Asa Sólveig og börnin: Ari Eldon, 3 ára, Þór Eldon, 10 ára og Sif Eldon, 9 ára. Börnin trufla mig ekki með leik og hávaða tala sig um þessi mál opinbeí- lega, þvi sú hætta er alltaf fyrir hendi, að þetta sé tekið mjög bókstaflega og álitið, að hún sé að tala um sitt eigið hjónabafid, sem er auðvitað mikill misskilningur, við höfum dæmin allt i kringum okkur. — Finnst þér konan vera mis- skilin? — Sú skoðun virðist helzt rikjandi, að konan sé leg og eggjastokkar og þar með búið. Þetta er óskaplega þreytandi. Karlmaðurinn á að vera dug- legur, konan á að vera falleg, hann á að vera gáfaður, hún á að vera sexý. Þetta eru svona áðal- atriöin, konan má að vlsu vera sæmilega gefin, ef hún er bara ekki svo ósvlfin að vera gáfaðri en eiginmaðurinn, og hún má alls ekki vera gáfuð á kostnað sinna kvenlegu eiginleika. Það er allt i lagi, að hún geti hugsað og hafi svolltið sjálfstæðar skoðanir, en það er nr. 1, að hún sé falleg i andliti og fallega vaxin, þvi annars er aldrei eftir henni tekið. Og svo er annað, allar konur eiga að búa til mat. En það er bara ekki nóg, þeim á lika að þykja gaman að búa til mat. Þú viður- kennir ekki opinbérlega, að þér Framhald á bls. 34 20. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.