Vikan


Vikan - 20.01.1977, Page 43

Vikan - 20.01.1977, Page 43
starfið. Það er mikils virði að vera mannþekkjari, hugsar Vigen full- ur sjálfsánœgju, allt veltur á því. Það er aftur önnur saga, að hann hafði alls ekki getað fengið annan starfskraft á stöðina, þegar hann réði Petter. — Það er...æ, ekkert til að gera veður út af, svarar Petter fyrst fálátlega. Vigen verður þá forvitinn. — Veikindi? — Já, því miður. Hún er að deyja. - Hver? — Fóstra min, svarar Petter. — Ég missti foreldra mina, þegar ég var aðeins þriggja ára. Hún ó! mig upp, gekk mér í móður og föður stað. — Viltu ekki taka þér nokkurra daga fri og fara til hennar? spyr Vigen fullur samúðar og með- aukvunar. Ég verð að draga af laununum þinum, en... — Jú, það er líklega best, að ég geri það. Ég vil gjarna kveðja fóstru mína. — Hvar býr hún? spyr Vigen. — Rétt utan við Kristiansand. — Já, en þú talar með aust- firskum hreim. Petter hrekkur við. Það þarf ekki meira til. Hann verður að gæta sin betur í framtíðinni! — Hún er nýflutt þangað, segir hann til útskýringar. — Allt í lagi, vinurinn, en vertu ekki lengur burtu en þú mátt tii. — Þúsund þakkir. Ég fer þá strax i kvöld, segir Petter — Ég er þér mjög þakklátur... — Uss, veikindi eru veikindi, og dauði er dauði, er svarið, sem hann fær og þar með er málið útkljáð. Reiersen lögregluþjónn svarar í simann og andvarpar i uppgjöf, þegar hann heyrir hver hringir. Það líður varla sá dagur, að gamla frú Eriksþo hringi ekki til þeirra. — Jæja já, skot segir þú, frú Eriksbo. Og alveg rétt við húsið þitt? Við skulum rannsaka málið nánar. Vertu óhrædd. Mundu að hafa dyrnar læstar. Hann leggur á og segir við sýslumanninn, sem kemur að í því: — Hann ætti að fé fyrir ferð- ina, sá sem sá til þess, að síminn var lagður til frú Eriksbo. Hann horfir þreytulega á yfirmann sinn. — Nú hefur kerlingin heyrt skot við húsið sitt. Seinast var einhver að læðast í garðinum hennar. Þar áður staðhæfði hún, að innbrots- þjófur væri uppi á lofti hjá henni. Hún er snarvitlaus þessi mann- eskja. Sýslumaðurinn kinkar kolli til samþykkis. Að stundarkorni

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.