Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 12
Mér finnast allir hvíti
— eftir að hafa verið í Afríku_____
Viötal viö Isleif Jónsson og Birnu Bjarnadóttur
„Marian og Hodon, þjónustustúlkurnar okkar í „Húsið okkar í Naiwaska í Kenýa. Næsti nágranni okkar var Joy Adams sem skrifaði bókina Borin frjáls og
Sómalíu." fleiri bækur."
„Svona búa hirðingjar i trjánum sums staðar í Sómalíu. Það er ekkert
mál því þarna verður ekki kalt. Öðru máli gegnir um Kenýa, þar getur
orðið ansi napurt á nóttunni á hásláttunni.”
Texti: Anna Ljósm.: Einar Úlason, Isleifur Jónsson og fleiri
Afríka er flestum íslendingum öðrum álfum fjarlægari.
Hún er ekki eins mikið í fréttunum að jafnaði og aðrar álfur
þó af og til sjáist þaðan myndir af sveltandi börnum eða
stríðandi her- og skæruliðasveitum. Samt sem áður hafa
margir fslendingar starfað í Afríku um lengri eða skemmri
tíma, sumir á vegum ýmissa kirkjudeilda, aðrir á vegum
stofnana sem vinna að þróunarhjálp, og þá einkum
norrænna hjálparstofnana.
Færri hafa starfað á vegum Sameinuðu þjóðanna og
stofnana þeirra en þó er það líka til í dæminu.
Hér á eftir fer einmitt viðtal við íslensk hjón sem hafa
verið meira eða minna í Afríku undanfarin ár og halda
þangað enn á ný nú i sumar til þriggja ára dvalar í viðbót, að
þessu sinni í Djibouti, syðst við Rauðahafið. Hann hefur
verið starfsmaður ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna og
tekið þátt í verkefnum í þróunarhjálp, hún hefur lifað dag-
lega lífinu með yngstu börnum sínum tveim í Afríku og
hefur mikinn áhuga á að nýta krafta þeirra íslensku kvenna,
sem búsettar eru í Afríku, betur en nú er gert. Þau eiga sér
jákvæðar og neikvæðar minningar frá Afríku, hafa kynnst
mannlífi í tveim gerólíkum löndum, nútímanum og forn-
eskjunni sem þar býr og fengið innsýn í tvo heima af
mörgum í Afríku, heima sem Evrópubúar myndu kenna við
heim hvíta mannsins og heim svarta mannsins. Það eru
hugtök sem Afríkanar eru ekki ýkja hrifnir af.
IX Vikan 28. tbl.