Vikan


Vikan - 12.07.1984, Page 29

Vikan - 12.07.1984, Page 29
Gertviðí Óhætt er að segja að síðasta ferð geimferjunnar bandarisku hafi vakið mikla athygli. Eftir nokkra erfiðleika í upphafi ferðar tókst geimförunum að ná i og gera við geimfarið „Solar Max" sem sveimað hafði bilað um himingeiminn í þrjú ár. Þessi aðgerð, sem í upphafi gekk stirðlega, var á endanum fram- kvæmd þannig að gervihnötturinn var tekinn um borð í vörulest geimferjunnar og unnið að viðgerð þar. Geimfararnir Nelson og van Hoften skiptu um þá hluti í Solar Max sem bilaðir voru og að því búnu var hnötturinn á ný settur á sporbaug umhverfis jörðu. Nokkru áður í ferðinni var sett á braut um jörðina geimfar þar sem fram fer fjöldi tilrauna. Er áætlað að geimfarið verði á braut um jörðu i tíu mánuði. Geimferjan Challenger lenti í eyðimörk í Kaliforníu að lokinni sjö daga ferð þar sem fyrirhug- aður lendingarstaður í Flórída var skýjum hulinn. Myndirnar af þessari síðustu ferð geimferjunnar Challenger eru fengnar frá Menningarstofnun Bandaríkjanna. eeimnum I Jörðin hallar undir flatt í baksýn þegar Solar Max er hífður um borð í vörulest geimferj- unnar Challenger. Til verksins er notaður hegri geimferjunnar. Hann var einnig notaður til þess að hífa viðgerðarmennina á réttan stað við vinnuna. Hér sést geimfarinn George Nelson, sem bú- inn er eins konar „geimskellinöðru", reyna að draga úr snúningi Solar Max. Þessi tilraun tókst ekki og varð að nota fjarstýrðan hegra ferjunnar til þess að ná í hnöttinn. 28. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.