Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 40

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 40
Fimm mínútur meó Willy Breinholst Hjörtun ungu Önnu Grétu hafði aldrei dreymt um aö svona fallegur póstur fynd- ist svona langt uppi í afdölum. Hann var blátt áfram ægifagur, nákvæmlega eins og sá sem hún vildi helst fara með á diskótek í bænum eða sitja og halda í hönd- ina á bak við einhverja heysátuna. Anna Gréta var í sumarfríi hjá frænda sínum og frænku sem áttu stórt býli langt uppi í sveit. Ef maður á að vera fullkomlega hreinskilinn þá þvældist hún um og lét sér dauðleiðast. I gjörvallri sókninni hafði hún ekki hitt einn einasta ungan mann sem henni datt í hug að tala við eða svo mikið sem líta á. En svo kom pósturinn með póstkröfu handa frænda hennar — og þá tendraðist hún upp eins og maður segir. Vá! Hann var algjört æði, alveg meiri háttar! En hann þorði varla að líta á hana andartak, hún var léttklædd í sólinni og það leit út fyrir að hann væri feiminn. Hún brá sér í eitthvað og það var strax skárra. Augu þeirra mættust and- artak og það gneistaöi á milli þeirra, fannst henni. Svo kom frændinn með peningana og þá var ekkert meir handa póstinum að bíða eftir. Hann snerist á hæli í áttina aö litla, gula póstbílnum sem var við heimkeyrsluna að bænum. Anna Gréta var með seg- ulbandið á fullu. Hún var nýbúin að setja spólu með Frankei Love- lace á... hún sá að pósturinn var að skima eftir einhverju, hann var greinilega feiminn. — Þetta er Frankei Lovelace, sagði Anna Gréta fljótmælt, — hann er uppáhaldið mitt. Ég er al- veg veikíhann... — Hann er ágætur, gat póstur- inn stunið upp. — Kannastu við hann. — Ég á allar plöturnar hans heima. Anna Gréta var hér um bil búin að segja að hún gæti vel hugsað sér að heyra þær en á síðasta augnabliki hætti hún við. Hún var vel upp alin stúlka og vildi ekki vera uppáþrengjandi. — Jæja, sagði pósturinn, ég verð víst að halda áfram. Svo fór hann. Anna Gréta spurði, eins og af hendingu, svona á að giska tveim mínútum eftir að pósturinn fór, hvaða náungi þessi póstur væri nú eiginlega. Var hann giftur eða trúlofaður? Hvað hét hann? Og frænkan svaraði að Páll, það er að segja pósturinn, væri hvorki giftur né trúlofaður. — Og það verður aldrei, bætti hún við. — Hann er allt of feiminn til þess. Það er næstum synd að þessi bráðhuggulegi, ungi maður skuli vera svona feiminn því það er áreiðanlega nóg af ungum stúlkum sem gætu vel hugsað sér hann... Hvort þær vildu! Anna Gréta vissi aö minnsta kosti um eina! Hana dreymdi hann alla nóttina og morguninn eftir leit hún að minnsta kosti 117 sinnum á úrið sitt til að athuga hvort klukkan væri ekki að verða hálftólf — því þá var pósturinn vanur að koma. En það var enginn póstur — svo hann kom ekki. En daginn eftir kom ábyrgðar- bréf til Halla frænda og Önnu Grétu tókst að segja nokkur orö við Pál hinn feimna. Hún spurði hann hvort hann hefði áhuga á að fá lánaða nýjustu plötuna með Frankei Lovelace? — Því það er meir en velkomið, sagöi hún. Jú, takk, hann hafði áhuga á því. Svo kvittaöi Halli frændi fyrir ábyrgöarbréfinu og Sérstaða CANDY þvottavélanna er hið mikla úrval. Nýjasta vélin heitir CANDY TURBOMATIC (þvottavél með þurrkara), en hér sýnum við litla og þægilega vél fyrir þá sem búa þröngt — AQUAMATIC 3. Og við, sem höfum selt yfir tuttugu þúsund Candy þvottavélar í rúm 17 ár, búum vel að varahlutum og er- um til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis. V& út og afgangurinn á 7 mánuðum, eða staðgreiðsluafsláttur. Vefslumii 40 Vlkan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.