Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 23

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 23
síðustu sem við kynnumst í marga mánuði.” Börnin voru himinlifandi að horfa út um gluggana. En þegar flautan hvein vissi Catherine ekki af umhverfi sínu. Hún var of upptekin af hita- sóttarkenndum ákafanum í aug- um Roberts og hvernig hann reyndi að leyna hóstanum sem hann kæfði meö vasaklútnum sínum. LESTIN PUÐAÐI jafnt og þétt vestur á bóginn. Það tók Catherine lengri tíma en East- lake-fjölskylduna að slaka á og njóta breytinganna á landslaginu. Mest hugsaði hún um föður sinn. Aldrei frá því að Martin dó hafði hún fundið til minnstu iðrunar yfir því sem hún hafði gert; maöurinn átti dauða skilinn. Eina sem hún sá eftir var að gerðir hennar höfðu valdið því að hún þurfti að skilja við föður sinn. „Cathy!” Milton rak andlitið upp aö henni. „Hvar heldurðu að við séum núna, Cathy? Ohio eða Indiana? Charity segir Indiana. Ég segi Ohio.” „Þetta er ekki sanngjarnt,” andæfði Charity. „Cathy er ekki amerísk. Þú getur ekki búist við því að hún viti þetta.” „Af hverju gáið þiö ekki bæði að því þegar við stönsum næst og tök- um við og vatn?” lagði Catherine til. „Hvort heldur er rétt verður Illinois síðasta ríkið sem við sjá- um úr þessari lest. Vitið hvort ykkar verður fyrra til að taka eftir því.” Tvíburarnir hættu að kýta og Sarah brosti þakklát til Catherine. Nancy, sem horfði út um glugg- ann á móti, hélt um hönd Roberts þar sem hann blundaði. Jafnvel sofandi virtist hann veikburða og uppgefinn. Loks lét Catherine undan seinlátum takti lestarinnar og sofnaði sjálf. Á endastöö fengu þau fyrst smjörþefinn af erfiðleikunum sem voru fram undan — og af einberum smámunum: flutningi á hinu dýr- mæta píanói Emmeline. Hundruð manna voru að fara vestur og allir nauðuöu í skipstjóra gufubátsins um far til St. Joseph í Austur- Missouri. Skipstjórinn þeirra, strangur maður og lítiö gefinn fyrir fjas, með augu eins og tinnu, sem Catherine gat sér til að væru í samræmi við hjartalag hans, horfði á píanóið þar sem það stóö á bryggjunni og hristi höfuðið ein- beittur. „0, gerðu það,” grátbað Emme- line. „Píanóiö verður að komast meðokkur!” „Verður það, ha?” Skipstjórinn ýtti bláu húfunni sinni aftur á hnakka, eins og til að gefa til kynna alræðisvald sitt, og setti svo upp okurverö. Robert andmælti náfölur en reiöi hans var gagnslaus. Annaö- hvort borgaöi hann — eöa píanóið varð kyrrt á bryggjunni. Hann borgaöi en atvikiö kom honum í uppnám. Þeim létti öllum þegar þröngt setinn gufubáturinn lagði af stað. Þau sátu úti á þilfari og horfðu á umferöina á ánni og baömullar- viðinn í fjarska. Robert var vafinn í hlýtt teppi. „Ekki hafa áhyggjur af mér, konur.” Hann reyndi að bregða fyrir sig gömlu kímninni. „Þegar viö komum til St. Joseph verður allt betra. Sjáið bara til.” Catherine hélt efasemdum sín- um leyndum en komst að þeirri niðurstöðu að koníak gæti gert Robert gott. Hún stakk lausum hárlokkum aftur undir húfuna sína og fór undir þiljur. I reykmettuðum veitingasaln- um staldraði hún við og horföi á spil við eitt flosklædda borðið. Einn f járhættuspilarinn skar sig úr hópnum. Hann var klæddur í svört jakkaföt og með svartan hatt og hafði þunnt yfirvarar- skegg. Þegar Catherine nam stað- ar leit hann upp og í augu hennar og brosti allt í einu. Brosið gerbreytti mögru andliti hans, augu hans gneistuöu af kímni og Catherine gat ekki annað en brosað á móti. Hún hafði gaman af spilum. Faðir hennar hafði verið góður kennari og þau höfðu eytt mörgum kvöldum í Manchester við að spila upp á lítið fé í mestu vinsemd. En það var ekkert vinsamlegt við snyrtilega hlaðana af spilapen- ingum sem voru fyrir framan svartklædda manninn. Hann breiddi úr spilunum milli grannra, næmra fingra sem voru í mótsögn við hrjúfar, ófágaðar hendur hinna mannanna. Fjár- hættuspilari að atvinnu, dæmdi Catherine, og honum gekk vel. Þegar hann tók eftir áhuga hennar ávarpaði hann hana með lágri, letilegri röddu. „Viltuvera með, ungfrú?” „Nei, þakka þér fyrir. Ég var bara að horfa á.” Catherine gekk að barnum og grófur hlátur hljóm- aði á eftir henni. Hún leit við um leið og svart- klæddi maðurinn sagði eitthvað hvasst. Hún heyröi ekki hvað hann sagði en þaö þaggaöi niður í hinum mönnunum. Það sem eftir var feröarinnar á ánni hrakaöi Robert ört. Koma þeirra til St. Joseph var ekki holl veikum manni. Catherine saup hveljur þegar gufubáturinn fór um þéttskipaða innsiglinguna. Hún hafði vitaö að til St. Joseph lá umferðin frá Ohio, Mississippi og Missouri fljótum, en hún haföi ekki búist við svona hávaða og látum. Ef minni bátar voru undanskildir lágu þegar tutt- ugu aðrir gufubátar viö bryggju. Á bryggjunni var hlaðið upp baðmullarböllum, kössum og ferðatöskum. Röð af vögnum meö smáhestum fyrir beið eftir því að farþegafjöldinn kæmi í land. Robert gerði sitt besta til að taka forystu en Nancy og Emmeline þurftu að styðja hann. Sarah og tvíburarnir streittust við farangurinn og eftir að Catherine skildi töskurnar sínar eftir hjá\ Eastlake-fjölskyldunni sá hún um að koma píanóinu og öðrum eigum,. sem voru í kössum, heilum í land. Þegar þau voru öll komin upp á bryggjuna voru vagnarnir á bak og burt. Hún prúttaði hressilega og tókst aö ná í vagn og kerru. Stór svertingi ók kerrunni og hlóð á hana með aðstoð vagnekilsins. Þau óku í ausandi rigningu í út- hverfi bæjarins og að gistiheimili sem ekillinn mælti með. Húsfreyjan vildi fá greitt fyrir- fram. Catherine beiö þar til hitt fólkið var farið upp áður en hún fór að prútta við hana. „Þettaerrán!” Andmæli hennar þögnuöu þegar Milton kallaði á hana. „Cathy! Komdu fljótt! Robert frændi er orðinn veikur. Mjög veikur!” Catherine æddi upp stigann. Það hafði verið rétt hjá henni að óttast hiö versta. Robert Eastlake var hniginn niöur á gólfið í svefnher- berginu. Martrööin virtist endalaus. Nancy var of brugðið til aö hún kæmi aö nokkru liði. „Við verðum að kalla á lækni,” sagði Catherine við húsfreyjuna niðri. Meira fé var reitt af hendi og innan hálftíma kom læknir sem sagði að Robert væri of veikur til aö hægt væri að flytja hann. „Það gæti orðið hans bani ef hann kemst í uppnám. Ég skal hlúa að honum fyrir nóttina og kem svo aftur í fyrramálið.” ÞETTA VAR skelfileg nótt. Það rigndi miskunnarlaust og Nancy og Sarah skiptust á um að sitja hjá Robert. Tvíburarnir sváfu í litla herberginu viö hliðina á herbergi Catherine og Emmeline. „Cathy? Heldurðu að pabba batni?” I myrkrinu var rödd Emmeline óttaslegin og Catherine teygði sig eftir hendi hennar. „Eg veit ekki hvað ég myndi gera án pabba, Cathy. Ég veit ekki hvað neitt okkar myndi gera.. .” Catherine þrýsti fingur Emmeline á móti. Hún var sjálf aðhugsaþaðsama. . . Allan næsta dag hrakaði Robert. Máltíðirnar voru dapurlegar. ^Þegar Catherine fór að rúminu hans um kvöldið brá henni aö sjá hann. „Hanr. var að spyrja eftir þér,” hvíslaði Nancy. „Hann vill fá að tala viðþig —eina.” Hún fór hljóðlega út úr her- berginu og Catherine settist á rúmstokkinn. Robert hallaðist upp að kodd- unum og virtist ekki sjá hana fyrst í stað. Handleggir hans lágu mátt- lausir á rúmteppinu, lófarnir voru opnir en fingurnir kyrrir. „Catherine?” Hún laut yfir hann svo andlit hennar var skammt frá honum. „Ég er hérna, Robert.” „Náðu í úrið mitt, Catherine. . . þaðerþarna. . .” Á boröinu hjá postulínskönnunni og skálinni lá gullúriö með keðj- unni. Hún fór með það til hans. „Handa þér. Þú átt að eiga það núna, Catherine.” Hóstakast hans þaggaði niður mótmæli hennar. Hún kraup aftur meðan hann barðist við að stynja upp orðum. „Mér þykir það leitt, Catherine, að yfirgefa ykkur ÖU. . . Gættu þeirra, Catherine. Þau fylgja þér, þú ert sterk — dóttir Josiah Davenport ...” Enn fékk hann hóstakast og svo sagði hann þreytulega, svo lágt að hún varð aö leggja eyrað að vörum hans til að heyra til hans: „Farðu með þau þangað, Catherine, gerðu það, að litlu kirkjunni í San José, þar sem grasið er grænt. . .” Augnalok hans titruöu, hann gaf frá sér langt andvarp og var kyrr. Framhald í næsta blaói. 28. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.