Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 20
Framhaldssaga
Þar sem grasið er grænt
Hvers vegna gat Cathy ekki snúið aftur heim til Englands? Hvað beið hennar í
nýju, framandi og ótömdu landi? - Malcolm Williams -
— Svarið er í þessari nýju framhaldssogu sem er i senn hugljuf og spennandi og
segir frá ungri, enskri konu í nýju landi og kynnum hennar af nýju fólki þar sem
maður og náttúra leggjast alltaf á eitt, hvort heldur er til góðs eða ills.
20 Vikan 28. tbl.
„CATHERINE DAVENPORT!
Cathy litla ? Hér í New York ? ”
Ákafar hendur Roberts East-
lake teygöust fram til aö grípa um
hanskaklæddar hendur Catherine
og fagnandi rödd hans umlukti
hana.
Catherine leit upp í grá augu
hans. Hún haföi heyrt svo mikiö
um þennan mann að hún haföi
borið nákvæma mynd af honum í
huga sér alla leiö yfir Atlants-
hafið, frá höfninni í Liverpool.
Hendur hans gripu þéttar um
hendur hennar og hann togaði
hana lengra inn í anddyrið á glæsi-
lega húsinu sínu. Aftan viö sig
heyröi Catherine leiguvagnstjór-
ann smella svipunni og glamur
þegar vagninn ók burt.
„Nancy, elskan mín!” kallaði
Robert Eastlake. „Sjáðu hver er
komin! Dóttir gamals vinar míns
frá Manchester, Josiah Daven-
port!”
I því aö kona hans kom fram í
anddyrið hóstaði hann ákaft og
sleppti hendi Catherine. Svo stóð
Nancy Eastlake við hlið hennar.
„Catherine, elskan mín, mér
þykir ákaflega fyrir þessu. Ég
hafði ekki hugmynd um hver þú
varst. Ég hélt að þú værir frá
uppboðshaldaranum! Þú hlýtur
að vera dauðþreytt eftir þessa
löngu ferð. Robert vísar þér inn í
skrifstofuna og ég skal sækja ein-
hverjahressingu.”
Catherine var þakklát fyrir að
vera vísað til sætis í sófa í her-
bergi fullu af skjölum. „Og hvað
með systur þína?” spurði Robert
Eastlake. „Kom Clarissa með
þér?”
Catherine setti í heröarnar áður
en hún gat fengið sig til að svara
honum.
„Systir mín er látin, hr. East-
lake. Hún lést í haust.”
Hún var niðurlút. „Ég er með
bréf til þín.”
Hann brosti. „Ég þarf ekkert
kynningarbréf þín vegna,
Catherine.”
„Vertu svo vænn að lesa það.”
Hann kinkaði kolli og fór með
bréfið yfir að skrifborðinu sínu,
togaði upp lafafrakkann, settist
gegnt henni og hvíldi báða hand-
leggina á borðinu eins og hann
þyrfti stuðning.
Sem snöggvast heyrðist ekkert
hljóð utan þegar Robert Eastlake
fletti við skrjáfandi blaði.
„Mmm,” tautaði hann. „Ég sé
að fyrirtæki föður þíns blómgast
enn. Spunastofan gengur vel. . .
Josiahstækkar viðsig. .
Catherine leit í kringum sig í
herberginu. Hún vissi ekki hverju
hún haföi búist við á vel stæöu
amerísku heimili, en henni virtist
hús Eastlake-fjölskyldunnar enn
sem komið var fremur einkenni-
legt. Hin herbergin sem hún hafði
séð inn í voru aðeins búin hús-
gögnum með rykhlífum.
Og jafnvel hér inni var stórt,
ónákvæmt kort af Kaliforníu fest á
vegginn aftan viö höfuð Roberts.
Robert bankaði í bréfiö. „Faðir
þinn segir aö þú vonist til að vera
hér og hvíla þig lengi. Hann lagði
500 pund inn í Verslunarbankann
fyrir þig.”
Hann leit upp. „Ég kynntist
föður þínum ákaflega vel í
London, vina mín, fyrir mörgum
árum. Við hálfgildings lofuðum
hvor öðrum því að einn góðan
veðurdag myndum við senda
dætur okkar hvor til annars lands í
frí. ..”
Catherine hristi höfuðið. „Ég
kom ekki til Ameríku til að
hvílast, hvað svo sem faðir minn
segir.
Ég er hér vegna þess að ég — að
ég drap mann.”
ÞAÐ VARÐ þögn. Augnaráð
Roberts Eastlake var óhvikult.
„Og hafðir þú ástæðu til að
drepa þennan mann?”
Catherine herpti varirnar.
„Já, ákaflega — góða —
ástæðu.”
Robert reis á fætur, gekk að háa
glugganum og horfði út á götuna.
„Finnst þér það viturlegt að
koma til New York, Catherine?”
Hún valdi orð sín vandlega.
„Faðir minn taldi hyggilegast
að ég færi frá Englandi. Ég kærði
mig ekki um að fara. Ég hef alltaf
veriö hjá honum. En ég hafði næg-
an tíma til umhugsunar á leiðinni
yfir Atlantshafið.”
Hann sneri sér að henni. „Og
komstu að niðurstöðu? ”
„Framtíðarlausn mín hlýtur að
vera hér, í Ameríku. Þess vegna
er ég svo þakklát föður mínum
fyrir að hafa sent mig til þín. Ég
kæri mig ekki um að vera til óþæg-
inda en ef ég gæti bara fengiö að
vera hér í fáeinar vikur. . .
Sjáðu til, ég var hrædd um að þú
myndir neita að hitta mig. ..”
Hún þagnaöi. „Hvað er að?”
Hún stóð skelfd upp þegar allur
líkami hans virtist síga saman og
hann fékk annað hóstakast, í þetta
sinn svo ákaft að Catherine þurfti
að hjálpa honum að setjast á sóf-
ann.
Catherine var brugðið og hún
var að því komin að kalla á hjálp
þegar Nancy Eastlake flýtti sér
inn í herbergið.
„Robert, ástin mín!” Hún flýtti
sér að lúta yfir hann, studdi hann,
virtist róa hann með því einu að
vera þarna.
Catherine stóð hjálparvana og
horfði á, var svo miður sín vegna
vinar föður síns að hún heyrði eng-
an koma inn í herbergið og hrökk í
kút þegar hún fann mjúka snert-
ingu á öxl sinni.
„Catherine?” Hún sneri sér
snöggt viö og horföi þá í augun á
glæsilegri fegurðardís með hrafn-
svart hár. Hún gat ekki verið dótt-
ir neinnar annarrar en Nancy.
„Ekki láta þér bregða,” sagði
stúlkan með aðlaðandi amerísk-
um hreim. „Faöir minn er vanur
þessum köstum — þau standa ekki
lengi. Honum batnar strax.”
Emmeline Eastlake brosti hlýlega
og þegar Catherine leit á föður
hennar sá hún að hann var raunar
orðinn nægilega hress til að rétta
úr öxlunum og lyfta höfði. Hann
talaði með nokkrum erfiðis-
munum.
„Kæra Catherine mín, ég verð
að vera hreinskilinn við þig. Við
erum öll himinlifandi að sjá þig
hér. En þú hefðir ekki getað komið
á verri tíma. Við neyddumst til að
selja þetta hús og flestallt sem í
því er.
Fyrirtæki okkar er gjaldþrota,
Catherine.” Hann þagnaði og
kona hans greip þéttar um öxl
hans. Hann brosti þreytulega til
hennar og hélt áfram útskýringun-
um.
„Við Adam bróðir minn fjár-
festum fávíslega í misheppnaðri
tóbaksuppskeru síðasta árs —
þeirri verstu í manna minnum.
Aleiga okkar er horfin.” Þaö vott-
aöi fyrir beiskju og örvæntingu í
rödd hans.
„Þú mátt ekki stöðugt vera að
álasa þér, ástin mín,” sagöi Nancy
ákveðin.
„Nei, pabbi,” samsinnti
Emmeline. „Adam frændi kom
ekki síöur við sögu en þú.”
Vottur af brosi lyfti munnvikum
Roberts. Hann klappaði á hönd
konu sinnar og hélt áfram:
„Sannleikurinn er sá,
Catherine, að ég er fjárhagslega
gjaldþrota. Engu að síður er ég
enn auðugur og heppinn maður.”
Catherine var snortin af stolti
hans þegar hann horfði á konu
sína og dóttur.
Robert Eastlake sneri sér aftur
að henni.
„Eg kæri mig ekki um að
íþyngja þér með ógæfu minni,
Catherine. Þaö hryggir mig að
hugsa til þess að eftir að þú ert
komin alla þessa leið get ég ekki
boðið þér gistingu nema í fáeinar
nætur.”
„Þú mátt ómögulega hafa
áhyggjur mín vegna. Gistihúsið
mitt er þokkalegt. . . mér er ekki
mikill vandi á höndum sem
stendur.”
„Þaö sem kemur manninum
mínum úr jafnvægi,” útskýrði
Nancy, „er að við verðum ekki
einu sinni í New York eftir að
þessari viku lýkur.”
„Við erum að fara úr bænum,”
bætti Emmeline við.
Augu Catherine beindust að
kortinu og í þetta sinn var bros
Roberts innilegt.
„Já, vina mín — við erum aö
fara til Kaliforníu. Adam er þegar
kominn þangað og fjölskyldur
okkar ætla í sameiningu að byggja
þar upp framtíð.” Það var sann-
færingarkraftur í rödd hans.
Catherine var þungt um hjarta-
rætur er hún sagði: „En
Kalifornía er. . .”
„Kalifornía er hinum megin í
heiminum okkar. Ferðin er ekki
fyrir lítilmenni. Adam fór sjó-
leiðina, um Panama: Það er fljót-
legra en alls kyns hættur aö finna,
kóleru, gulu. . . En bróðir minn
hefur frumbýlingsandann.”
„Adam,” sagði Nancy einbeitt,
„hefur líka heilsu eins og naut.
Hefði þín heilsa verið betri hefðir
þú fús farið á undan til að finna
stað handa okkur öllum. ’ ’
Emmeline snerti handlegg
föður síns og brosti. „Þess í stað
ætlar faðir minn meö okkur,
Sarah frænku og Milton og Charity
frændsystkini mín alla leiö til
Kaliforníu.”
Catherine settist og Nancy
Eastlake hallaði sér í átt til
hennar. „Þekkirðu engan annan í
New York, vina mín?”
Catherine hristi höfuðið og horfði
hjálparvana á Robert. Hún gat
ekki skýrt fjölskyldu hans frá
raunverulegri ástæðu fyrir því að
hún kom svona óvænt. Og Robert
kom henni til bjargar.
„Ég veit það, vina mín. Nýtt líf
blasir við okkur, bendir okkur. . .
En þú getur auðvitað ekki farið
aftur til Englands strax. ”
Nancy og Emmeline voru for-
vitnar. Svo sagöi Robert diplómat-
ískur: „Það er allt í lagi með mig
núna, Nancy, ástin mín. Kannski
þiö Emmy sækið handa okkur
hressingu.”
Mæðgurnar fóru sem ein
28. tbl. Vikan 21