Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 30
~a Ljósmyndaþáttur
Jk
Jóhann Kristjánsson, Kríuhólum 9, kallar mynd sína „Suðurlandsbrautin". Myndin
er afar vel unnin með mjúkum skuggum, sem vonandi komast til skila í prentuninni.
Myndflöturinn er of tómlegur til að myndin geti kallast spennandi - en vinnan er
fagmannleg.
Svanhildur Hlöðversdóttir, Laugateigi 42 í Reykjavík, glímir hér við mótljós og
myndin fær líf við glampana í bílrúðum og malbiki - hún er líka hnífskörp.
Geðugar i
Erna Bragadóttir, Akurgerði 26, Reykjavik, nefnir mynd sína „Vetrardvala". Mér
finnst galli á myndinni að greinarnar neðst til vinstri skuli sjást því að þær gera
myndflötinn órólegri. En myndin er vel unnin.
Baldur Kristjánsson, Lyngholti 8 i Keflavík, hlaut aðalverðlaunin í samkeppninni
VETUR. Hann sendi einnig inn þessa mynd sem er vel unnin. Til að auka gildi
hennar hefur Baldur lagt léttan brúnan lit í fuglana, en því getum við ekki skilað í
okkar prentun.
30 Vikan 28. tbl.