Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 26
Norma Levinson
1S Smásaga
Afmælisveislan
Ég gleymi þeim degi aldrei. Ég var hamingjusamari en nokkru sinni fyrr þó að ég
vissi um leið að ég glataði einhverju.
þið hafið sjálfsagt séð okkur
Eddie í sölubásnum ef þið farið á
markaðinn á laugardags-
morgnum — við erum yst þar sem
ekki er byggt yfir götuna. Undir
himninum eru þeir ríku og fínu og
þar er allt dýra draslið. Ef þú ert
ein þeirra stúlkna sem eru bæði
sparsamar og sniðugar líka
hefurðu áreiðanlega keypt blússu
af okkur. Við erum alltaf þarna,
þó að það sé svo kalt að sultar-
droparnir frjósi á nefinu, þó að ég
hafi átt erfiða viku í verk-
smiðjunni og þó að Eddie sé
slæmur í bakinu. Það borgar sig
að setja sölubúðina alltaf upp á
sama tíma.
Rosie er þar og brosir til okkar
og býður okkur velkomna. Hún er
í næsta bás við okkur með móður
sinni, frú Codface, sem lætur hana
þræla, bera og færa til, selja og
æpa kynningar á ávöxtunum, en
einhvem veginn gefur hún sér allt-
,af tíma til að hita te eins og við
viljum hafa þaö og segja nokkur
orð viö okkur og þá kærir hún sig
kollótta um lætin í kerlingunni.
Ég hugsa um Rosie í myrkrinu
kl. 6 á laugardagsmorgnum,
þegar ég verð að skríða fram úr
rúminu og hún vekur mig betur en
nokkur vekjaraklukka. Mig
grunar að hún sé líka skotin í mér,
en þaö er erfitt að tala við hana
því að mamma hennar fylgist með
öllu. Kannski finnst henni verka-
maður eins og ég ekki nógu góður
fyrir dóttur hennar.
Eddie er húsbóndinn og ég
hjálpa honum en það grunar
engan að við séum ekki félagar
því að hann er aldrei með neina
frekju og ég hugsa heldur ekki um
hann sem húsbóndann heldur sem
vin minn nema þegar við skiptum
peningunum. En Eddie er enginn
keppinautur minn í kvennamálum
þó að hann eigi alla þessa peninga.
Eddie væri næstum jafnhár
vexti og ég ef hann væri ekki
svona veikur. Ég hef reynt að
reikna þetta út með því að mæla
hann í huganum, kryppuna og allt,
og teygja svo úr málbandinu og ég
komst að þeirri niðurstöðu að
hann hefði verið um tveir metrar,
en hann telst ekki nema einn og
tuttugu því að bakið er ónýtt.
Hann krepptist allur frá mjöðm-
unum og fram svo að bakið er
næstum lárétt. Læknarnir kunna
langt nafn á þessum sjúkdómi en
Eddie segir bara að hann sé
slæmur.
Rosie sagði mér að við
minntum hana á greinarmerki, ég
væri upphrópunarmerkið, stór og
beinn, hávær og kröftugur — og
Eddie spurningarmerkið, en
heldur óskýrt dregiö eins og barn
hefði gert það með smápunkti á
undan þar sem stafurinn hans er.
„Hvers vegna, Franklin?” hvísl-
aði hún einu sinni að mér þegar
við vorum að drekka teið okkar og
horfa á Eddie ganga yfir götuna.
Ég leit á hana og sá tárin renna
niður vangana.
Ef satt skal segja hindrar
Eddie mig dálítið í málum okkar
Rosie. Ég skammast mín fyrir að
daðra við hana, skammast mín
fyrir að vera hraustur og eiga
tækifæri þegar hann húkir í sölu-
básnum með báðar hendurnar við
síður, þessar stóru, sterku hendur
eins og arnarvængi sem settir
hafa verið á vanskapaðan dúfu-
skrokk.
„Ertu að reyna við Rosie?”
spurði hann stundum og brosti
gleðisnautt og ég hló og blístraði á
eftir stelpunum sem gengu fram
hjá og Eddie skreið á fætur og
kallaði upp vörur sínar og flautaöi
líka og kannski brosti einhver
stelpan meðaumkunarbrosi.
Hann veiktist þegar hann var
sautján ára. Við vorum í sama
bekk þá. Hann var alltaf með
miklu hærri einkunnir en ég og átti
fulla hillu af verðlaunabikurum
fyrir sund og spretthlaup. Svo fór
hann og var lengi á spítala og ég
hætti í skóla og fór að vinna fyrir
okkur því að þá var krepputíð.
Eddie ætlaði að verða lög-
fræðingur en læknarnir sögöu for-
eldrum hans loks að það væri
ekkert hægt að gera og þá setti
pabbi hans peninga á verð-
tryggðan reikning svo að Eddie
fengi alltaf vextina og verðlauna-
hafinn Edward varð að kryppl-
ingnum Eddie sem átti sölubásinn
og hafði mig í vinnu.
Mér var sama þó að ég gerði
allt. Eddie kom alltaf, sama hvað
illa honum leið.
Við töluðum einu sinni um
veikindi hans. Hann vissi allt um
sjúkdóminn og haföi lesið um það
að svo gæti farið af og til að sárs-
aukinn hyrfi um stund og sjúkling-
urinn gæti staðið uppréttur nokkr-
ar klukkustundir en hryggurinn
myndi kreppat aftur. En fyrst og
fremst vissi hann að þetta var
ólæknandi.
Ég fór á bókasafnið og leitaði
að þessu langa gríska nafni í stórri
lækningabók og ég sagði mömmu
hvað væri að honum og að ég
ætlaði að hjálpa Eddie í sölu-
básnum. „Þú ert vitlaus,”
skrækti hún. „Þú verður látinn
gera allt sem erfitt er og hann
situr bara þarna og kjaftar og
hirðir peningana sem þú vinnur
fyrir.”
Eftir það hætti ég að segja
mömmu nokkuð. Ég lét hana fá
allt kaupið mitt úr verksmiðjunni
og hirti peningana sem ég vann
mér inn á laugardögum og
hugsaði um aö reyna einhvern
tímann til við Rosie og kannski
gerast félagi Eddies og eignast
litla búð. Skýjaborgirnar
stækkuðu en innistæðan í
bankanum hækkaði líka.
Ég man alveg eftir því þegar
það gerðist. Þú manst eftir því
26 Vikan 28. tbl.