Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 15

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 15
ngjar eins Birna talin göidrótt Birna: „En ég var svona „góð” galdramanneskja. Þessi stúlka, sem átti barnið þarna um nóttina, og nokkrar, sem höfðu verið hjá okkur, komu stundum til okkar í te og ég var eins konar verndar- galdramanneskja hjá þeim. Því fylgdi að gefa þeim ýmislegt um jólin. En það var dálítið sérstakt að ég fékk að gjöf fallega tösku sem elsta konan í Machakos hafði hnýtt handa mér. Það er sjaldgæft aö fá gjöf frá Afríkönum, þeir ætlast til að þeim sé gefið en ekki öfugt. Mér fannst þessi gjöf mjög mikils virði. Við fengum reyndar bæði gjafir frá Afríkönum, Isleifur fékk vatnsbelg úr geitaskinni ásamt tilheyrandi staf í Djibouti. Maður er annars beðinn um ótrú- legustu hluti Fólki finnst að hægt sé aö biðja þá sem vinna hjálpar- starf um allt. Við vorum beðin um að byggja hús handa einni stúlku í Sómalíu. Ég bað Isleif að líta á húsið sem hún bjó í og athuga hvaö hægt væri að gera fyrir það en það vildi hún ekki og pantaði steypu og menn til að byggja húsið. Það þótti sjálfsagt að byggjanýtthús.” Úr moldarkofa í bárujárnshús Isleifur: „Það átti ekki aö vera neitt mál fyrir mig að fá sement fyrst ég vann hjá fyrirtæki sem flutti inn sement.” Bima: „Þegar við aftur á móti vorum í Kenýa þá hjálpuðum við þjóninum okkar að byggja tvö bárujárnshús, ísleifur teiknaði þau. Þegar við komum í heim- sókn fundum við fyrir því að það var frekar litið upp til hans fyrir að eiga bárujámshús. Viö heim- sóttum alltaf það fólk sem vann hjá okkur og samgangur af því tagi var ekki litinn hornauga. Hinu er ekki aö neita að það eru mörgu vandamál í sambandi við samskipti kynþáttanna í Afríku — ekki bara að Sómalir líti stærra á sig en nágrannaþjóðimar. I Kenýa eru töluð fjórtán þjóðmál, aðalflokkarnir fimm. Fólk er mjög ólíkt í Kenýa og Sómalíu. Fólkið í Sómalíu og Djibouti er miklu laglegra, finnst manni, kaffibrúnt og allt öðruvísi hugsandi, miklu stoltara.” Kynþáttafordómar í Afríku Isleifur: „Kaffibrúnt, já. Það er notaö sem skammaryrði hjá þeim sem eru raunverulega svartir. ” Bima: „Það eru miklu meiri fordómar í garð blendinga á þessum slóðum en nokkurn tíma hjá okkur. Stúlku, sem lendir í að eiga blandað bam, er útskúfað úr fjölskyldunni og hennar bíður ekkert nema gatan, þar verður hún að betla fyrir sig og sitt barn. Menn eru afskaplega ættræknir, jafnvel á milli ættflokka. ” Isleifur: „Þetta stendur á gömlum merg. Til dæmis giftast lúó- og abalúá-ættbálkamir, sem báöir eru bantú-negrar, alls ekki innbyrðis. Til öryggis brýtur annar ættflokkurinn tvær tennur úr sér og hinn fjórar.” Birna: „Það er orðið talsvert algengt í Nairobi, til dæmis, að menn, sem eru við nám í Evrópu, komi með hvítar konur með sér heim. En það er ekkert sældarlíf fyrir þessar stúlkur. Þær koðna niður í ekki neitt. Þær mega ekki tala um nema fátt eitt. I flestum tilfellum eru þetta vel menntaðar stelpur en þær eru hálfgert úti í horni. Menntunin nægir ekki til að vinna gegn því aö þær fái þessa stöðu í þjóðfélaginu. Margar gefast upp og þá er það stríðið út af bömunum. Eina sænska þekktum viö sem fór heim í frí með börnin og kom ekki aftur. Það var eina leiðin til að fá að halda börnunum. Hún átti óskaplega erfitt.” Isleifur: „Maðurinn hennar var jaröfræðingur, menntaður í Sví- þjóð, og meðan þau bjuggu þar var allt í lukkunnar velstandi. Vandinn byrjaði þegar þau komu heim til Kenýa. Hennar vandamál var að hún var tekin sem kona, hans að vera giftur konu af öðrum kynþætti og eiga blendingsböm.” Vændi fylgir hvíta manninum Bima: „Það var greina- flokkur um þessi mál í blaði sem líktist Vikunni mikið og heitir VIVA. Ég hrökk reyndar við þegar ég sá það uppi í hillu í fyrsta skipti og hugsaði með mér hvort Birna Bjarnadóttir og ísleifur Jónsson. „Úr vesturhéruðum Kenýa. Höfundurinn heitir Flóra og hón er fræg fyrir leirmótun sína. Hún býr í Bungoma-héraði við landamæri Uganda og hefur marga nemendur í listinni. Sjálf er hún ólærð en fylgir hefð sem hún hefur hlotið í arf." Vikan væri á markaði þarna í Nairobi. Annað sem gerst hefur í löndum eins og Sómalíu, þar sem margir hvítingjar starfa, er að mjög mikið er um að stúlkur fari á götuna. Þetta þykir alveg sjálf- sagt. Lögreglan gengur um og hirðir þær upp annað slagiö og setur þær í fangelsi en þetta er þeirra aðferð til að sjá fyrir fjöl- skyldunni og geta mettað systk- inin sín því launin em lág ef vinna er þá fyrir hendi. Staða kvenna í Sómalíu er miklu verri en í Kenýa. Það er trúin sem veldur. Konur eru náttúrlega farnar að mótmæla því að maður eigi fleiri en eina konu sem tíðkast mjög. Það er algengt að ungir menn eigi tvær konur og þeir eldri fjórar. Og af því er afskaplega mikið vesen. Ef fyrri konan sam- þykkir ekki þá seinni fær hún bara að fara. Það er orðið ansi mikið um að þær standi einar uppi meö bömin. Það er ekkert til sem heitir hjálp við þær. En þær mega vinna ef þær fá vinnu og hafa vissa stöðu í þjóðfélaginu af því þær hafa veriðgiftar.” Fjölskyldubönd ísleifur: „Þannig var meö eina vinnukonu sem viö höfðum, Hodon. Pabbi hennar hafði átt margar konur og fullt af börnum en það voru eingöngu synirnir sem erfðu hann. Einn bróöir hennar var mjög vel stæður. En hann gaf henni ekki stein til að reisa við húskofann sem hún bjó í. Þau voru ekki sammæðra en hann hjálpaði þeim sem áttu sömu mömmu og hann.” Bima: „Þetta þekkist aftur á móti ekki í Kenýa, þar eru ættar- bönd svo sterk að allir hjálpa öllum.” Grýtt vegna hundsins Bima: „Þaö er meiri heift í Sómölum og þeir hata hunda til dæmis. Hundar eru óhrein dýr samkvæmt múhameðstrú og ég lenti í því einu sinni að vera grýtt 28. tbl. Víkan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.