Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 24

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 24
Heimiliö Heillaráð: Hvítkálslykt: Finnist mönnum hvimleið lyktin af hvítkáli, sem er að sjóða, ættu þeir að prófa að leggja sítrónusneið ofan í pottinn. Ef lokið er vel þétt ætti þetta að koma í veg fyrir lykt af hvítkálinu. Storknaður sykur: Það getur veriö erfitt að hreinsa skeið sem sykur hefur storknað í. Edik getur bjargað málunum. Leggið skeiðina í bleyti í edik í nokkrar mínútur og þá er auðvelt að þvo hana í sápuvatni á eftir. Kjöt með raspi: Margir kaupa tilbúið rasp í pökkum. Þeir sem vilja prófa eitthvað heilsusamlegt ættu að setja hveitiklíð é kjötið í staðinn fyrir rasp. Það er bæði fallegt og mjög gott. Segulmagnaðir pottaleppar: Pottaleppar lenda á ólíklegustu stöðum í eldhúsinu þegar mikið er að gerast. Prófið að sauma litla segulbita inn í pottaleppana. Þá getið þið sett þá fljótt frá ykkur á eldavélina, bökunarofninn eða þar sem ykkur hentar. Ráð fyrir prjónakonur: Sumum finnast saumarnir þegar ermin er saumuð við bolinn vera ljótir. Þeim er ráölagt að taka upp lykkjurnar í handveginum og prjóna ermarnar niður. Þá myndast engir saumar. Þetta er einnig mjög þægi- legt þegar handvegur er tilbúinn því þá getur verið erfitt að reikna út hve margar lykkjur eiga að vera efst á ermi til að hún passi í handveg- inn. Gulir straublettir: Ef tauið brennur þegar straujað er og gulur blettur myndast getur maður bjargað málunum meö því að setja sítrónusafa strax á blettinn. Þá hverfur hann yfirleitt. Hvernig erbest að hirða húðina? Þeir sem fylgjast með aug- lýsingum frá snyrtivöru- framleiðendum eru eflaust búnir að uppgötva hve ótrúlega mikið af alls kyns hreinsikremum er í boði. Því er ekki nema von að það vefjist fyrir flestum að velja og kaupa slík krem. En það þarf ekki aðeins að velja kremin af kost- gæfni heldur er ekki sama hvenær dagsins þau eru notuð. Sum krem á að sofa með á nóttu, önnur þarf að hreinsa af andlitinu eftir tiltölulega stuttan tíma. Á morgnana þarf að undirbúa húðina vel fyrir daginn, sér- staklega ef kalt er í veðri og eins ef nota á meik. Rakakrem er sér- lega gott til að verja húðina þegar kalt er í véðri. Það er til litað og getur því oft komið í staðinn fyrir meik. Feit krem eru góð fyrir þurra húð. Gott er að hressa húðina um miðjan dag, hreinsa meikið af andlitinu með hreinsikremi, baða það upp úr köldu vatni og leyfa húðinni að anda áður en andlitið er meikað fyrir kvöldið. Það má aldrei fara að sofa aö kvöldi án þess að hreinsa húðina vel með hreinsikremi sem hæfir viðkomandi húö. Þegar kvöldinu ereytt heimavið ergott aðnota tímann til að setja á sig andlits- maska. Þeir eru til fyrir allar húðgerðir og nauðsynlegt er að ráðfæra sig við snyrtisérfræðinga þegar þeir eru keyptir. Það er ekki verðið sem segir til um hvaða tegundir eru bestar. Dýrustu tegundirnar eru yfirleitt hannaðar til aö leysa alls kyns húðvandamál. Þá er varan búin að ganga í gegnum miklar rannsóknir og er þar af leiðandi dýrari en aðrar vörur sem gegna einfaldara hlutverki. Ungar konur með góða húð þurfa yfirleitt ekki á slíkum snyrtivörum að halda en þær geta gert kraftaverk á eldri húð. Þau krem eru góð til að örva frumumyndun og slétta úr hrukkum og pokum í húðinni. Þaö er útbreiddur mis- skilningur að það dugi að hirða húðina vel af og til. Það þarf aö hreinsa húðina vel á hverju einasta kvöldi. Það sama gildir um maska og ampúlumeðferö. Ef einhver húðvandamál eru til staðar eöa meðferðin miðast við að slétta úr hrukkum og þreytu- merkjum þarf að stunda slíkt reglulega, einu sinni í mánuöi eða á tveggja mánaða fresti. 24 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.