Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 34

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 34
Draumar Fyrst reykur, síðan eldur Kæn draumráðandi! Fyrir stuttu sendi ég þér bréf þar sem ég fór fram á ráðningu tveggja drauma. En nóttina eftir að ég setti bréfið i póst dreymdi mig einn draum enn, sem mér fannst vera í beinu frambaldi af hinum tveimur, svo að ég ákvað að senda hann líka í von um ráðningu. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég vera á Borgar- spítalanum og það átti að fara að skera mig upp við gallsteinum. En ég var fljótlega send á spítal- ann í Keflavík vegna þess að það átti frekar að skera mig upp í nýrum. Þar ligg ég á mjög fjöl- mennri stofu og verður mér star- sýnt á ungan dreng íncesta rúmi. Er þessi drengur mikið veikur og hann heitir Eiríkur. Fannst mér þá allt í einu koma mikill reykur undan dýnunni í rúmi drengs- ins. Eg kalla á hjúkrunarkonu en rétt áður en hún kemur sé ég að reykurínn hefur breyst í eld. Eg stökk fram úr og þreif drenginn (Eirík) til mín og flúði út á svalir sem voru þarna. Á meðan stekkur hjúkrunarkonan á eldinn en ég furða mig mikið á því hvað drengurinn er léttur. Svo varþað alveg búið og ég komin aftur upp í rúm. Kemur þá til mín hjúkrunarkona og segir aðþað sé ekkert að mér og ég megifara. Þegar ég er að ganga út af spítalanum kemur til mín maður (mjög myndarlegur, en aldrei séð hann fyrr) og þrífur í hönd mína. Um leið segir hann: LOKSINS fann ég þig! Dregur hann migá eftir sér inn í hús sem minnir mig á hesthús í villta vestrínu, hampur á gólfinu og miklir og sterklegir bjálkar í loftinu. Er, þar stigi einn mikill og má segja að hann hafi skipst i þrjá parta. Dregur þessi maður mig á eftir sér uþþ allan stigann (hann var mjög hár) og þar efst uppi átti íbúðin okkar að vera. En augnaráð mannsins var svo skrítið, það var eins og hann forðaðist að horfast í augu við mig, hafði svo reikult augnaráð. Einhvern veginn leið mér ekki vel þarna uppi svo að í eitt skipti labbaði ég niður, samt ekki alveg niður heldur niður tvo hluta stigans og settist þar hugsi. Opnast þá hurðin og inn kemur hjúkrunarkona. Er hún klœdd í hjúkrunarbúning frá því í gamla daga, með kamb á höfðinu og bláa svuntu. Kemur hún alveg til mín en stendur samt einhvern veginn neðst við stigann. Hún segir við mig að ég verði að koma með henni vegna þess að það hafði gleymst að taka úr mér botnlangann. A meðan hún segir þetta og horfir á mig grípur mig áköf hræðsla því ég vildi ekkifara með henni en vissi ekki hvernig ég ætti að komast hjá því. Kemur þá allt í einu maður- inn hlaupandi niður, grípur mig í fangið og hleypur með mig upp stigann. Og núna í þetta skiptið eraugnaráð hans fast og ákveðið. Var draumurinn ekki lengri. Mig langar einnig til þess að sþyrja þig einnar spurningar: Hvaðgeta draumar eða m.ö.o. ráðning draums tekið langan tíma að koma fram? Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Ein berdreymin. Þar sem þú getur ekki um efni fyrri draumanna á draumráðandi erfitt með að fullyrða hvort þessi er í einhverju samhengi við þá hvað ráðningu snertir. Þessi draumur bendir til þess að fjár- hagsstaða þín batni að mun, jafnvel svo að um happdrættis- vinning geti verið að ræða. Að minnsta kosti fer fjárhagurinn hraðbatnandi og að einhverju leyti á mjög óvæntan máta. Hins vegar er líklegt að því fylgi öfund og illdeilur en þar verður þitt hlutverk að reyna að halda stillingunni. Slæmur félagsskapur getur átt sinn þátt í að draga þig niður á við, ef þú gætir þín ekki, og mundu að fara varlega með skjótan gróða. Ef þér tekst að þróa með þér meiri viljastyrk og einbeitni er líklegt að fram und- an séu hreint alveg ótrúlega góðir tímar. Ráðning draums getur verið býsna lengi að koma fram og eru draumarnir í eðli sínu misjafnir hvað það snertir. Stundum er augljóst að um skammtíma- drauma er að ræða en oft eru draumar einnig fyrir margra ára þróun, jafnvel æviskeiði. Oftast er þó augljóst hvort er á ferðinni hverju sinni. Að geta ekki gengið, hlaupið eða talað Kæri draumráðandi! Mig langar mjög til að fá ráðningu á eftirfarandi draumi. Eg var að fara í bíó með systur minni sem við getum kallað H. Myndin sem við ætluðum að sjá var Atómstöðin. Það var fullt affólki í biðröð eftir að komast í salinn. Allt i einu fannst mér ég vera við hliðina á X og ég fór alveg í kerfi og fór burtu án þess að segja neitt. X er bekkjarbróðir minn. Þama í þvögunni sá ég síðan fleiri bekkjarsystkini sem heita.en mér fannst X langmest áberandi. Allt i einu sá ég inn í mjög stóran sal á tveimur hæðum og ég ætlaði upp á þá efri. Til þess þurfii ég að fara uþþ stiga sem var mjög breiður og með bláu gólfteppi og dökku, mjög vönduðu handriði. Skyndilega fannst mér við H vera einar i stiganum en allt hitt fólkið var komið í salinn. Sætin í btó- salnum sneru öll i átt að stiganum og allt fólkið glápti á okkur H. En ég sá samt aldrei myndina eða tjaldið i draumnum. Mér leið mjög illa og allt í einu varð ég mjög máttlaus og gat ekki gengið og varla hreyft mig neitt en hékk bara á hand- riðinu. Þá kom H niður til mín, tók i höndina á mér og dró mig upp. Þá fór ég að pæla i hvort krakkamir sem ég nefndi, sérstaklega X, væru að horfa á okkur. Mér fannst það mjög óþægileg tilhugsun. Síðan fannst mér ég vera komin upp og það var rökkur í salnum. Þá sá ég hvar vinkona mín, Z, sat um það bil fyrir miðjum sal, i einu af ystu sætunum. Hún sneri baki í mig eins og allir aðrir i salnum, sætin sneru þannig. Eg ætlaði að setjast hjá henni og gekk af stað en var mjög óstyrk á fótunum og slagaði milli veggjarins og ystu sætanna, en komst þó til Z að lokum. Þá vorum við mjög glaðar yfir því að hittast. Síðan man ég ekki meira úr draumnum. Að lokum vil ég geta þess að í draumi get ég oft ekki gengið eða hlaupið og stundum ekki talað eða hrópað, sérstaklega ef mér finnst ég vera að flýja undan einhverju eða kalla á hjálp. Hvað merkir það? Með þökk fyrir birtinguna ef þetta verður birt. Bæjó, 14 ára. Að geta ekki hreyft sig í draumi og ekki kallað er oft talið fyrirboði einhverra erfiðleika í vökunni en einnig gæti þarna verið um að ræða einhverjar hömlur úr vökunni sem valda. í flestum tilvikum, þegar um slíka heftingu í draumi er að ræða, virðist sem dreymandinn sé sér að einhverju leyti meðvitandi um að hann sé sofandi — að minnsta kosti þegar þetta verður aftur og aftur. Börn og unglingar þekkja þetta vel og síðan vaxa flestir frá þessu þannig að á full- orðinsárum hverfur þessi tilfinn- ing í draumi — hreyfingar verða með eðlilegum hætti eða menn gera sér jafnvel ekki grein fyrir hvort um hreyfingu er að ræða yfirleitt. Það rennir stoðum undir að þarna geti verið á ferð- inni einhvers konar bæling og því varasamt að ráða slíka drauma sem einhvers konar tákndrauma. Slíkt er með öllu marklaust. Hins vegar geturðu reynt að einsetja þér að minnast þess í draumnum að reyna að ganga hægt í stað þess að hlaupa og tala fremur en kalla. Þetta auðveldar þér að losna við til- finninguna, veldur minni áreynslu og flýtir fyrir að slíkar hálfmartraðir heyri fortíðinni til. 34 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.