Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 61

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 61
Ekki nóg Sherry Kean - People Talk Sherry Kean er græneyg, mjásuleg meyja sem telur sig söngkonu og lagasmið og er að reyna fyrir sér með þessari plötu á hinum harða plötumarkaði. Það tekst henni ekki. Ástæðurnar eru margar en þær helstu eru: 1. Sherry Kean er söngkona sem sæmilega getur haldið lagi og allt þaö. En það er ekki nóg. Hún er með verulega leiðinlega rödd, miklu leiðinlegri en söngurinn í sjálfu sér. Miklu betra hefði verið að sleppa bara söngnum en þá hefði platan aldrei orðið til, eða hvaö? 2. Hún semur lögin ásamt David nokkrum Baxter. Lagasmíðarnar eru ekkert spes, svona jafnleiðin- legar og þær eru góðar og það er heldur ekki nóg. 3. Hljóðfæraleikurinn er alveg ágætur. EN. Pródúseringin er ekkert frumleg á þessu efni en hún hefði getað bjargað ýmsu. Til dæmis heföi verið miklu sniðugra að útbúa lögin í electric boogie stíl og láta Sherry syngja í gegnum hljóðgervil þannig að hún kæmi út eins og skrýplarnir á hinni frá- bæru plötu, Haraldur og skrýplamir. Sökum alls þessa verður einkunnin ekki neitt gífurleg, þó getur vel verið að einhver sem hefur gaman af Joan Baez, Cindy Lauper eða einhverjum álíka væl- kerlingum njóti þessarar skífu. ^ ff 4i Hina amerísku drengjadeild skortir orku eða liðsinni Boys Brigade - Boys Brigade Það er ekki hægt að segja annað en að Magnús, fyrrum Egó- trommari, og félagar hans hafi verið óheppnir með nafnval þegar þeir skírðu sveit sína, örugglega alveg óvart, í höfuðið á hinum amerísku kollegum sínum. Þeir geta þó reddað þessu í hom og breytt nafninu í The Icelandic Boys Brigade, Reykjavík Depart- ment. Þetta finnst mér reyndar miklu betra og óefað ber þetta nafn meiri menningu í sér, svona langt og reffilegt. En við erum ekki hér komin til að ræða misheppnaðar nafngiftir. Plata amerísku deildarinnar er óttalega dauf. Liðsmenn eru sex að tölu en aðeins fjórir þeirra leika að einhverju ráði á hljóðfæri. Skipanin er ósköp venjuleg, gítar, bassi, trommur og hljómborð og greinilega hefur verið reynt aö nota þau til jafns. Með því fæst nokkuð temmilegur hljómur en hann hefur þann galla að vera hvorki fugl né fiskur, ekki al- mennilegt rokk og ekki nógu hresst popp þannig aö allan tímann bíður maður eftir að einhver leiðandi oddur komist í tónlistina. Lögin eru öll fremur jöfn að gæðum, ekkert langt fyrir ofan eða neðan meðallag plötunnar. Söngvaramir tveir skipta söngn- um á milli sín og einhvern veginn er erfitt að greina á milli þeirra við fyrstu hlustanir eins og reyndar laganna allra. Þessi plata mun vart ná að sarga sig djúpt í huga manns. c nH Snertidans með engum glans Eurythmics-Touch Dance Touch Dance er ekki plata með nýjum lögum. Þetta er plata sem inniheldur breyttar og „bættar” útgáfur af fjórum lögum af Touch Plötunni þannig að þau eiga að verða betur danshæf. Það eru lögin The First Cut og Regrets, sem fá nýtt andlit hjá Francois Kevorkian, og síðan tekur John „Jellybean” Benitez við og endur- vinnur Cool Blue og Paint A Rumour. Benitez þessi er vel þekktur í diskóheiminum og yfir- leitt að góðu. Ennfremur hefur hann getið sér gott orð sem hjá- svæfill diskódísarinnar Madonnu. Lögin sjálf eru ekki gjörbylt, eins og maður hefði haldið aö væri svo auðvelt að gera. Helst er að heyra að lögin hafi fengið jafnari trommutakt — jafnari, ekki endilega kraftmeiri. Hlutverk bassans hefur einnig verið aukið á kostnað „efri” hljóðfæranna. Lögin em einnig lengd eilítiö þannig að þau ná yfir aðra hlið Human League Þá er hún loksins komin, platan sem tók óratíma að gera. Það er ekki laust við að maður búist við Vilkóbyltingu en raunin varð sú að platan er einungis skref á þróunarbraut hljómsveitarinnar, skref sem er vissulega fram á viö. I stað léttapoppsins á Dare, síðustu plötu hennar, er nú komin miklu víraðri músík með eðlis- massa talsvert fyrir ofan síðasta langspilandi verkið. Þróunin hefur verið á þá leið að notkun á gítar og ekta bassa hefur aukist talsvert og það eru engin smá- „riff” sem tekin eru á blessaðan gítarinn, maður býst hálfvegis við að heyra þegar strengirnir slitna allir sem einn. Ágætt dæmi um þetta er lagið The Lebanon, dæmi- gert lag fyrir þá þróun sem hefur plötunnar. Á B-hliðinni eru þau svo aftur komin, „instrumental” og þá án „regrets”, í enn lengri út- gáfum. Þar sem breytingarnar eru svo litlar vantar alla villimennsku í lögin, hlutur sem hefur einkennt mörg góð „remix”, en svo er það kallað þegar lög af stórum plötum eru tekin og breytt að meira eða minna leyti. Þess vegna tel ég að platan nái ekki að gera það sem hún átti að gera, sýna aðra og villtari hlið á Eurythmics. fer enn batnandi orðið í hljómsveitinni, virkilega mergjað lag. Það er greinilegt að tekinn hefurverið mikill tími í að útpæla útsetningamar og sigta það út sem ekki er þörf á því þær eru með einfaldara móti en þjóna samt hlutverki sínu fyllilega, bassalína, söngur og trommusláttur (í vél) ná ágætlega aö halda góðri fyllingu. Já, það er alveg greinilegt að Human League hefur lagt línumar fyrir framtíðina með þessu verki. Hún er lögð af stað úr léttapoppinu á þá braut sem hljómsveitir á borð við New Order hafa lagt leið sína inn á, þyngra tölvupopp með melódíu. <LNf4444 Sussu... ...suss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.