Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 46

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 46
~\5 Framhaldssaga Kvalirnar hefðu verið meiri við að fara aftur í þau. Nú skipti mestu máli aö finna nákvæmlega hvar þeir voru staddir. Honum leist vel á það sem hann sá strax. Það yrði erfitt að koma auga á snjóhúsin því þau voru grafin í skafl á nokkurn veginn sléttum snjó. Hann leit aftur fyrir þau. Þar gnæfði hái klettaraninn í suður en hann virtist lengra undan en hann haföi búist viö. Hann leit í vestur. Þar var gapandi tómið í Longyearbæjardal. Hann bar þetta við áttavitann sinn og áttaði sig á því meö ónotakennd hvað var í ólagi. Þeir voru rúmum 1000 metrum lengra úti á Plata-fjalli en hann hafði hugsað sér. í þok- unni höfðu þeir villst á svolítilli ójöfnu á jöröinni og rótum klettar- ranans. Hann skoðaði kortið sitt, kallaði svo lágt á Johnson sem var kominn upp úr holunni með 777- tækið með snubbótt loftnetið dregið upp. „Segðu South Wind að við séum á sjötíu og átta fimmtán norður, fimmtán og þrjátíu austur.” Um leiö og Peterson lét uppi endurskoðaða staðsetninguna sviptust síðustu trefjar skýsins burt frá Plata-fjalli miðju og rat- sjáin kom í ljós. Vagninn virtist standa á þúst. Skammt frá var kofi, þak hans hlaðið snjó. Hann lét fallast niður og þreifaði eftir kíkinum sínum. Hvað var þetta þarna? Vélsleðar. Hermannahöf- uð voru greinanleg á bak við snjó- veggi. Jesús Kristur, svæðiö var varið. Þeir voru líka meö sprengjuvörpu; svartur rörendinn stakkst upp yfir einn snjóvegginn. Þarna var hvítklæddur hermaöur sem stóð á berangri. Líkast til fyrirliði. Hann hélt á lúðri. Verur stóðu upp hjá sprengjuvörpunni og lutu yfir tunnu, sáust svo ekki fyrir reykjarmekki. Hann ráðg- aöist í flýti við áttavitann, þreif svo hátalarann af Johnson, sem kraup við hlið hans, og hóf send- ingu. „Þetta er Sex. Við höfum óvini staðsetta í sjónarhorni þrjár ein tvær gráður, 1500 metrar. Flýttu loftferðinni. Það fer að hitna í kol- unum hérna.” Þeir voru tæpa mílu frá Rússunum og auðveld bráö. MAKAROV STÖÐ óhræddur í miöju varnarsvæðis síns og hróp- aöi fyrirmæli. Hann mat skotfærið 1600 metra og minnkaði það af ásettu ráði í fyrirmælum sínum vegna þess að hann vildi ekki gera annað en halda þeim föstum. Hann hrópaði til merkjasendisins síns að hafa samband við bar- dagasveitina. Nú ætti hún að vera komin yfir jökulinn. „Félagi ofursti,” hrópaöi merkjasendirinn þegar hann hafði lokið verkinu. „Þeir áætla stöðu sína 6000 metra frá okkur.” Jafnvel í björtu veðri yrði þaö klukkutíma ferð á skíðum. Makarov tók sjálfur hátalarann, spurði um foringjann og gaf fyrir- mæli um að þeir tækjust á við óvininn svo fljótt sem hægt var og hindruðu undankomu hans. Hann var að reyna að finna áhrifarík- ustu leiðina til að styðja sveitina með skothríð þegar hann sá tvo menn koma upp úr snjóhúsum óvinanna og hlaupa á skíðum af ofboðslegum krafti í átt að lágri þúst til hliðar á sléttunni. Jafnvel kíkislaus sá hann að annar var með flaugasendi. Hann skipaði sprengjuvörpuhópnum aö koma upp miði á þústina. Hann gat ekki dundaö lengur. Ratsjárvagninn var ekki vígbúinn. Allar flaugar myndu gera hann óstarfhæfan. I þetta sinn myndi skotið af sprengjuvörpunni til að drepa og Stolypin yrði að kreista þann áróður sem hann gat úr dauðum mönnum. Annar tæknimaöurinn kom Hlaupandi frá ratsjánni, hnaut þegar stígvélin hans sukku í snjóinn. „Tvær flugvélar nálgast úr vestri, félagi ofursti,” másaði hann og reyndi um leið að heilsa að hermannasið. „Færi 35 kíló- metrar, hraði 170. Eftirlitið segir aö þær séu óvinveittar. Trúlega þyrlur.” „Þakka þér fyrir, félagi.” Hann vísaði tæknimanninum hrjúflega burt, fyrirleit skelfingu hans. Reikningsheili hans yfirfór hraða og fjarlægðir nærri því jafnhratt og tölva. Allar staðreyndirnar — tímasetningin, skeytið, þyrlurnar, trúlega her- skip — runnu saman í óumflýjan- lega niðurstöðu. Hann stóð frammi fyrir vel samhæfðri skyndiárás sem bar vott um tölu- verðan kjark. Eftir fjórtán mínútur eða svo yrði þessu öllu lokið. Bardagasveitin kom ekki að neinu haldi. Það var enginn tími til aö kalla á liðsauka frá Long- yearbæ. Hann yrði að senda ein- hverja úr fámennu liði sínu út á vélsleðum til hliðar við óvininn meðan sprengjur dundu á þeim og Steta-skeytin hans sáu um flug- vélarnar. Hann var naumast með nægilega marga menn í þessi þrjú verkefni. Þaö var varla við hæfi, en á þessu andartaki birtist sólin lágt á norðurhimni fyrir aftan hann og lýsti óvinina betur upp. Þeir hefðu þessa miðnætursól í augunum og myndu blindast. Það var síðbúin uppbót, hugsanlega of síðbúin. FYRSTU SPRENGJURNAR fjórar þutu í boga niöur á við meö flautandi ópi og Peterson og félag- ar hans fleygöu sér niður og báðu þess að verða ekki fyrir beinu skoti. Ein af annarri, með tíu sekúnda millibili, þeyttu sprengj- urnar upp snjónum fáeinar stikur fyrir framan þá, sviptu þá heyrn sem snöggvast og málmflísar hvinu hjá. Snjórinn féll aftur niður í skýi af ögnum. Svo varð þögn. „Þetta var nærri,” sagði Johnson. „Næst skjóta þeir ekki framhjá.” „Þeir hefðu ekki átt að gera það þá,” sagöi Peterson hvasst. „Komdu þér nú í tækið og var- aðu loftið við aö á okkur sé skotið.” Hann stóð upp, gáði að Smith og bandaði honum að koma til þeirra. Kafteinninn kom hlaup- andi, sökk ekki nema einu sinni niður úr snjónum og kraup hjá þeim. „Howard, viö verðum að taka sprengjuvörpuna úr dæminu. Ég veit ekki hvern andskotann þeir eru að leika sér aö henni, stöldruðu ekki einu sinni viö til að breyta miðinu.” „Vilja að við látum lítiö á okkur bera meðan þeir komast á hlið viö okkur, gæti ég trúað.” „Það getur verið. Viö höfum enn tólf mínútur þangaö til þyrlurnar koma. Ég vil að þið Trevinski notið Dragon-inn. Skil- ið?” Hann benti yfir sléttuna þangað sem lítil laut var nær hlíð- inni og snjóþúst. „Þetta er um þaö bil eina skjóliö í skotmáli. Ég vil að þið fariö þangað yfir eins og þið væruð á hælum skrattans, en við komumst fyrir alla viðleitni að komast á hlið við okkur. Ef þið komist ekki til baka fæ ég þyrluna til að sækja ykkur þangað. Skjóttu á sprengjuvörpuna, skilurðu? Ekki á ratsjána. Þaö er búið að gefa aðgerðina upp á bátinn og þannig verður það áfram. ’ ’ „Auðvitað.” Smith flýtti sér til baka og lagði nærri því strax af staö með Trevinski, hafði ekki annað meðferðis en skeytin og vél- byssurnar sínar. Fjarlægðin var um 600 metrar og þeir skíöuðu eins og þeir væru í kapphlaupi, hölluðu sér fram og sveifluðu handleggjum og fótum eftir hlaupataktinum. Millar horfði á, lá í snjónum með leyniskytturiffilinn, sem var hans sérstaka vopn, i höndunum. Hann áætlaði að Smith færi vega- lengdina á fimm eða sex mínút- um, sá sprengjur springa um- hverfis þústina áður en hann komst að henni, tók svo eftir breytingum hjá ratsjánni. Átta rússneskir hermenn voru að stökkva upp á vélsleöa. Hann drap tittlinga þegar þeir þutu af stað í snjókófi. Miðnætursólin lágt á norðurhimni skein beint í augu hans og endurkastaðist líka af snjónum. Hann flutti riffilinn upp á öxl sína og vatt sér við, fylgdist með sleðunum um sigtið. Til að komast aftan aö sveitinni máttu þeir ekki fara lengra en 500 stikur frá. Það var langt færi fyrir nákvæmt skot og þeir fóru hratt. Hann gæti kannski hitt í skrokk. Hann yrði aö meta frávikið. Hann flutti sig lengra til, sveiflaði hlaupinu. Fremsti vélsleöinn sneri í átt til hans. Hann gat greint hjálmklætt höfuö ökumannsins. Vélsleöinn fór niður í grunna laut. Þegar hann birtist aftur skaut Millar þremur skotum. Öku- maðurinn féll fram, sleðinn beygði stjórnlaust og hinn maður- inn vék frá rétt áður en honum hvolfdi. „Einn fallinn, þrír eftir,” hugs- aði hann meö fögnuði. En hinir sleðarnir námu staðar, mennirnir fóru úr þeim, hlupu frá og mynd- uðu teygða röð. Svo byrjuöu þeir aðskríða fram. Smith og Trevinski vissu að á þá yrði skotið. Á sama andartaki og þeir komu að þústinni beygðu þeir sig niður fyrir aftan hana, másandi og skjálfandi eftir áreynsluna. Fáeinum sekúndum síðar kom önnur sprengja hvín- andi niöur, sprakk rétt hinum megin og varpaði upp snjómekki. Málmflísar og sprungnir steinar sungu fyrir ofan höfuð þeirra. „Við þurfum að koma helvítinu fyrir kattarnef.” Smith smellti af sér skíðunum, kom sér fyrir liggjandi fast upp við steininn, tók upp skotfót Dragons-ins, fálmaöi svolítið við sigtið, studdi svo enda rörsins við öxl sína. „Hleddu!” hrópaði hann. Trevinski ýtti fyrstu hleðslunni inn og hann þrýsti á skotbúnaöinn rétt í því að hópurinn í sprengjuvörpu- gryfjunni útbjó aðra sprengju. Framhald i næsta blaði. 46 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.