Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 58

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 58
II Barna— Vikan Ævintýrið um Hvítfeld músastrák Einu sinni var hamingjusöm músafjölskylda sem átti heima undir búrgólfinu á stórum bóndabæ úti í sveit — þú manst auðvitað eftir fallega bæjarstæðinu rétt hjá skóginum. Músapabbi og músa- mamma áttu fjöldann allan af músa- bömum og allar litlu mýslurnar voru gráar nema ein — og fjölskyld- an var dálítið sorgmædd vegna hennar. „Veslings drengurinn minn,” sagði músamamma og horfði sorg- bitin á hann, „hvernig átt þú að komast áfram í lífinu? Jafnvel heimskasti köttur kemst ekki hjá því að sjá þig því þú ert hvítur sem snjór.” „Snjór?” spurði litla hvíta músin. „Hvað erþað?” Mýslan var mjög ung og hafði ekki ennþá lifað veturinn og skildi því alls ekki hvað snjór var. „Þú færð að sjá nóg af honum þeg- ar þar að kemur,” svaraði músa- mamma. Hún þurfti að sinna svo mörgum börnum að hún hafði ekki tíma til að útskýra allt sem þau spurðu um. Litli Hvítfeldur, en svo var músarunginn kallaður, varð því að bíða allt sumarið eftir að fá að sjá snjóinn og hann lærði að vara sig á mönnum og dýrum sem vildu vera vond við litlar mýslur. Hin músa- börnin fóru smám saman að heiman þegar þau voru orðin nægilega stór til að bjarga sér sjálf. En Hvítfeldur hélt kyrru fyrir heima. Einn góðan veðurdag sagði faðir hans við hann: „Heyrðu nú, Hvítfeldur, þetta gengur ekki lengur. Þú verður að leggja af stað út í heiminn, eins og allar góðar mýs gera, og stofna bú.” Þá kvaddi Hvítfeldur foreldra sína og hélt af stað út í heim. Hann ákvað að fara langt í burtu frá bónda- bænum. „Systkini mín búa hingað og þang- að í húsinu og í hlöðunni en ég ætla langt í burtu,” hugsaði hann. Búr- dymar stóðu í hálfa gátt og hann læddist inn í stóra eldhúsið. Þar stóðu aðrar dyr í hálfa gátt — og leiðin lá út í garð. „Hver ósköpin eru þetta?” sagði Hvítfeldur þegar hann kom út í garðinn. „Hefur fólkið misst niður sykur eða er þetta salt? Hvað getur þetta kalda og hvíta efni verið? ” „Þú hlýtur að vera heimskur,” heyrðist sagt rétt hjá honum. Það var lítill héri sem hafði vogað sér inn í garðinn. „Sérðu ekki að þetta er snjór?” „Ég veit ekki hvað snjór er,” svar- aði Hvítfeldur. „Uppeldi þitt hefur verið van- rækt,” sagði hérinn. „Það er best fyrir þig að halda út í heim til að læra eitthvað.” Hvítfeldur ákvað að hlýða þessu. Hann var bara lítill músarungi sem ekkert þekkti. Hann hélt út í hagann og hvítur feldur hans var alveg eins og snjórinn. Það var nú heppilegt því þá var ekki eins mikil hætta á að óvinir hans sæju hann. En brátt fann hann fyrir kuldanum. Úff, þetta nísti hann inn í merg og bein. Fætur hans urðu stífir og hann gat varla hreyft sig og loks fór hann að gráta. Hann þurrkaði sér um augun með fram- löppunum en það voru fremur ísmol- ar en tár sem hann fann. „Bara að ég væri kominn heim,” kveinaði hann og allt í einu byrjaði hann að renna. Hann reyndi að stöðva sig en veslings frosnu lappirnar náðu engu taki. Hann var kominn ofan í djúpa holu. „Hvað er hér um að vera?” var sagt. „Hvað á þetta að þýða?” Hvít- feldur var kominn inn í holu mold- vörpunnar. Nú stóð herra mold- varpa upp til að athuga þetta nánar. „Veslingurinn litli,” sagði herra moldvarpa þegar hann kom auga á ískalda músina. „Þú ert víst alveg að deyja úr kulda. Ég verð að koma þér í bað. Komdu hingað, ég ætla að þvo þér og þá verður þú strax hreinn og notalega heitur.” Moldvarpan skrúbbaði nú Hvítfeld og loks sagði hún: „Ég er farinn að halda að þú sért svona hvítur í rauninni. Ég hélt þetta væri snjórinn en nú sé ég að þetta losnar ekki af þér. ” „Já, ég er hvít mús,” sagði litli gesturinn feimnislega. „Öll systk- S» Vlkan 2». tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.