Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 14

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 14
Mér finnast allir hvíti — eftir aö hafa veriö í Afríku „Flækingarnir okkar. Þetta er útskurður makamba-manna í Kenýa." þarna var eingöngu útvarp, en nú er komið sjónvarp líka. Útvarpið er eingöngu á sómalí sem enginn Evrópumaður skilur. Dagblöö eru engin en eitt vikublað sem gefið er út á ensku, sómalíu og ítölsku sem er talsvert notuð enda var Sómalía áður ítölsk nýlenda.” Vörur frá alþjóðlegum hjálparstofnunum til sölu Birna: „Stúlkan okkar túlkaði fyrir okkur fréttir af því sem var að gerast í eyðimörkinni en það var náttúrlega ansi litað. Það sem mér fannst verst var að sjá poka frá alþjóðlegum hjálparstofnunum á búðarborðun- um. Vöruskorturinn var mikill, ekki hægt aö ná í sykur eða hveiti, en það sem átti að fara til hinna þurfandi komst aldrei lengra en á búðarborðið. Maður horfði á hvernig vörur voru látnar detta af bílunum hingað og þangað. Og ef maður ætlaði að kaupa eitthvað varð maður að gjöra svo vel að kaupa upp úr þessum pokum! ’ ’ ísleifur: „Þarna verður maður beinlínis var við að sumt kemst ekki á leiðarenda. Og svo er með- ferðin á vörunum líka fyrir neðan allar hellur. Það er rosalegt hvað mikið er eyðilagt af því sem er sent. Það er keyrt utan í pokasam- stæður með sykri, hveiti og méli. Pokarnir fara að leka og þá hlaupa auðvitað allir til sem vettlingi geta valdið.” Fisktöflurnar örugglega gagnlegar Birna: „Þess vegna eiga íslensku fisktöflurnar áreiðanlega eftir að koma sér vel því það er ekki sennilegt að farið verði að selja þær. Þær eru ábyggilega ekki svo góöar á bragðið. Ég hugsa að þær fái að fara sína leið, auk þess sem það fylgir þeim alltaf einhver eftir.” ísleifur: „Töflurnar eru góö aðferð til aö koma hjálpinni til skila og vera til gagns. En það er eitt sem ástæða væri að láta koma fram. Það þyrfti að láta fylgja þeim leiðarvísi um matseld á máli þess þjóðflokks sem á að fá þær. Það ætti ekki aö vera neitt mál, hjálparstofnanirnar eru með menn þarna í Eþíópíu. Ég held að ef þetta reynist vel sé framtíð í að framleiða þessar töflur. Þegar við heimsóttum séra Bernharð Guðmundsson og fjölskyldu í Eþíópíu sáum við hvað hægt er að ná góðum árangri í hjálparstarfi ef því er fylgt vel eftir. ” Þyrftum þjálfun í lyfjagjöf og hjálparstarfi Birna: „í Kenýa var töluvert félagslíf í hópi Evrópumanna búsettra þar. I Sómalíu var hins vegar lítið viö að vera. I kringum þetta félagslíf var alls lags hjálparstarfsemi skipulögð. Fólk var þjálfað til starfa heima hjá sér og það þyrfti að gera hér á landi einnig. Við sem erum þarna höfum nógan tíma og gætum látið margt gott af okkur leiöa. Við erum innan um fólkið sem verið er að senda hjálpina og þekkjum vel til. Ég held maður þurfi tvo, þrjá mánuði til að fá sanna mynd af þessum stöðum, það er ekki hægt á einni viku. Maður þyrfti að læra aö fara með algeng meöul, eins og við blóðkreppusótt og matar- eitrun. I Sómalíu voru þau ekki flutt inn því fólk hafði ekki efni á að kaupa þau. Og jafnvel þó maður hefði aðgang að þeim í lyfjakassa stofnana og fyrirtækja sem þarna starfa vantaði mann þekkingu til að fara meö þau. Þetta væri hægt að kenna og skipuleggja heima. Ég veit að fólk frá ýmsum löndum er þjálfað einmitt í þessu. Það er kannski óhætt að gefa fullorðnum einhver meðul en maöur þorir ekki að gefa börnunum þau. Það þarf að lær- ast.” Lítil stúlka og stór lyfjaskammtur Isleifur: „Við fengum það helsta sem til þurfti frá heimilis- lækninum okkar. Ein stúlkan, sem vann hjá okkur, átti krakka sem varð veikur og Birna fór að grennslast fyrir um hvað væri að. Önnur stúlka, sem vann hjá okkur, kunni dálítið í ensku og sagöi henni hvað það væri. Birna tók litlu stelpuna heim og gaf henni þau meðul sem virtust eiga við og hún varð sæmilega hress eftir einn dag. Síðan fékk móðirin meðul í nesti, sex daga skammt, og Birna lagði henni nákvæmlega lífsreglurnar en eftir tvo daga var skammturinn búinn, hún hafði gefið barninu öll meöulin til að þetta gengi fljótar. Það er auðvit- að alveg stórhættulegt.” Birna: „Ég þorði ekki að láta hana hafa meira og við vorum að pakka og fara heim svo ég gat ekki tekið barnið aftur til mín. Síðustu dagana spurði ég um barnið og þá var telpan orðin fár- veik. Ef maður hefði getað tekið barnið til sín í nokkra daga og verið öruggur um hvað væri rétt að gera hefði veriö hægt að bjarga þessu barni. Það þarf að þjálfa mann upp í gefa meðul í réttum skömmtum, það er svo margt sem þarf, mikið um að fólk fái sjúkdóma í augun til dæmis. En maður verður að vera öruggur um að gera rétt því ef illa fer er ekkert grín að standa uppi þarna.” Lá við að við fengjum barnið og stúlkuna í hausinn ísleifur: „Við fengum nú ágætis reynslu af því í Kenýa að fara að skipta okkur af. Það var stúlka sem var að því komin að eiga barn og það sneri víst öfugt og enginn þorði að gera neitt því ef illa fer er þeim kennt um sem er að reyna að hjálpa.” Birna: „Þetta var 17 ára systir garðyrkjumannsins okkar. Við tókum hana í bæinn og barninu var snúið og allt virtist í lagi. En svo fór allt í sama horfið og þá fóru allar konurnar í fjölskyldunni í burtu og skildu hana eina eftir. Fréttir berast svo fljótt í Afríku svo við fréttum þetta. Við náðum í telpuna og komum henni inn á sjúkrahús. Þeir ætluðu ekki að vilja taka við henni og við lá að við fengjum barniö og stúlkuna í hausinn, við áttum það. En inn komum við henni og hún átti barnið þá um nóttina. ” ísleifur: „Bima hafði sagt að barnið gæti alveg eins fæðst um nóttina og þess vegna lagt mikið kapp á að koma stúlkunni inn á spítalann. Þetta meðal annars varð til þess að hún fékk það orð á sig að vera talinn all-göldrótt.” 14 Vikan Z8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.