Vikan


Vikan - 12.07.1984, Qupperneq 17

Vikan - 12.07.1984, Qupperneq 17
\s Vísindi fyrir almenning Stærðfræðiséníin eru nærsýn og örvent Harry Bökstedt Einkaréttur á íslandi: Vikan Camilla P. Benbow og Julian Stanley við John Hopkins-háskóla. Gamalt, íslenskt máltæki segir aö þaö kosti klof aö ríöa röftum. Á svipaðan máta má segja að þaö sé ekki tekið út með sældinni að vera séní í stæröfræði. I bandarískri rannsókn á skólafólki á aldrinum 12—13 ára, sem skarar fram úr í stærðfræði, hefur komið í ljós að þessum talnahæfileikum fylgja oft líkamsgallar og frávik frá eðli- legri líkamsstarfsemi. Fimmtungur stærðfræðinganna er örventur en það er um helm- ingi meiri tíðni en hjá öðrum á sama aldri. 60% þjást af ýmsum kvillum í ónæmiskerfi líkamans, aðallega astma og ýmiss konar ofnæmi, og það er fimm sinnum hærra hlutfall en eðlilegt er. Heil 70% eru nærsýn, það er að segja nota eða þurfa að nota gleraugu. Þessar athyglisverðu niður- stöður komu í ljós í leit sem fram fór um öll Bandaríkin að nemend- um í sjöunda bekk sem skara fram úr í tungumálum eða stærö- fræði. I stærðfræöi voru lögð fyrir nemendur dæmi sem annars eru ekki lögð fyrir nemendur yngri en sautján ára (í ellefta og tólfta bekk bandaríska skólakerfisins). Fyrir kórrétta úrlausn fengust 800 stig. Þeir sem náðu 700 stigum eða meira töldust afburða vel gefnir. Aðeins einn af hverjum tíu þúsund náði þessum árangri í sjöunda bekk. í september 1983 höfðu fundist við þessa athugun 280 stærðfræði- séní — 260 drengir og 20 stúlkur. Piltar eru sem sagt í yfirgnæfandi meirihluta. Svipaðar niðurstöður varðandi hlutfall kynjanna fengust í athugun sem fram fór í tólf fylkjum á austurströndinni áriö 1980. I þeirri könnun voru prófuð 55000 ungmenni og fyrir henni stóðu tveir vísindamenn við John Hopkins-háskóla sem sérstaklega hafa beint rannsóknum sínum að kynjamismun varðandi hæfileika til þess að læra stærðfræði. Vísindamennirnir, þau Camilla Persson, Benbow og Julian Stanley, hafa gert grein fyrir niðurstöðum sínum í tímaritinu Science. Það ber að leggja á þaö áherslu að þessar rannsóknir beinast að algjöru afburðafólki. Niðurstöð- urnar segja því ekkert um það hvernig þessu er háttað hjá venju- legum börnum. Ekki er víst um ástæður þess að svo miklu fleiri piltar en stúlkur eru í þessum hópi að sögn þeirra sem stýra rannsóknunum. En þeir leyfa sér að fullyrða að umhverfi og uppeldi — til dæmis hvernig foreldrar reyni að innræta stúlk- um kvenlegan hugsunarhátt — hafi ekki nein úrslitaáhrif. Skýringin, sem þau Benbow og Stanley aðhyllast helst, er að þessi mismunur kynjanna verði til þegar fyrir fæðingu vegna mismunandi hormónaáhrifa á þroska heilans. Þessi tilgáta var fyrst sett fram af Norman Gesch- wind, en hann er þekktur tauga- skurðlæknir viö læknadeild Harvardháskóla. Hann vakti fyrst athygli fyrir liðugum tveimur árum þegar hann hélt því fram að samband væri milli þess að vera örventur, þjást af málhelti og göllum á ónæmiskerfi líkamans. Geschwind telur að það sem orsaki það að barn sé örvent, mál- halt, þjáist af truflunum í ónæmiskerfinu en jafnframt gætt óvenjulegum stærðfræðigáfum megi allt saman rekja til sömu frávikanna í gerð heilans: nefni- lega röskunar á eðlilegu jafnvægi milli hinna tveggja heilahvela. I meira en öld hafa menn vitað að hinir ýmsu taleiginleikar, lestrarhæfileikar og fleira eiga sér stjórnstöðvar í vinstra heilahveli. í fólki sem notar hægri höndina er vinstra heilahveliö ráðandi — í samræmi við regluna um aö heila- stöðvar stýra „öfugum líkams- hluta” miðað við hvar þær eru sjálfar. Hjá örventum er aftur á móti hægri helmingur heilans ráðandi og því fylgir oft að stöðvarnar fyrir tal eru þar líka en þessi hluti heilans ræður einatt verr við það verkefni. Geschwind telur að þetta sé skýringin á því sem kom í ljós í breskri rannsókn, að tal- örðugleikar séu allt að tólf sinnum algengari meöal örventra en annarra. Eitt af því sem á sér ból í hægra heilahveli er rúmskynjun manns- ins. Henni tengjast einnig stöðvar sem stýra atferli eins og því að reikna, leggja stund á tón- list og skapandi myndlist. Þessi sérhæfing heilahvelanna hefst á fósturskeiði, meðal annars fyrir atbeina hormónsins testo- steron. Þetta er kynhormón sem Geschwind telur að hamli vexti vinstra heilahvels en örvi vissar stöðvar hinum megin. Ef karlkyns fóstur fær óeðlilega stóra skammta af testosteron eða er sérlega næmt fyrir því má búast við að viðkomandi einstaklingur verði örventur og eigi í erfiðleik- um með mál og lestur. Að hinu leytinu getur hann skarað fram úr í því sem eru séreiginleikar hægra heilahvelsins, svo sem stærðfræði. Geschwind heldur því einnig fram að testosteron hindri eöli- legan vöxt hóstarkirtilsins en hann er einn mikilvægasti póstur- inn í varnarkerfi líkamans — og þetta geti skýrt hve ofnæmi og skyldir kvillar eru algengir í athugunarhópi Benbows og Stanleys. Stundum verða afleið- ingar of mikils testosterons jákvæðar en stundum neikvæöar og þarna á milli er þröngt einstigi. Sýnt hefur verið fram á það í dýratilraunum að karlhormón hafa áhrif á vöxt heilans. Þykkari heilabörkur hægra megin er ein- kennandi fyrir karlrottur en í kvendýrum er börkurinn aftur á móti þroskaðri á vinstra heila- hveli. Þetta er líffræðilegur munur kynjanna sem hægt er að jafna með hormónagjöf þegar dýrin eru á fósturskeiði. 28. tbl. Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.