Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 60

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 60
Texti: Höróur ~a Popp Mánaðarlegt plast Víkunnar — Plötudómar með sleggju — Og þá vindum við okkur í plötustafiann. Eins og áður eru margir kallaðir en fáir út- valdir en hina útvöldu má sjá á einkunnagjöfinni sem kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir. Það er nú þannig að plata getur haft bæði kost og löst, til dæmis getur hún verið mjög góð frá sjónarmiði tónlistar- pælarans en lítt aðgengileg og þar með lítt nýtanleg fyrir hann meðaljón. Þess vegna hefur sú ákvörðun verið tek- in að gefa plötunum eink- unn fyrir mismunandi þætti og hér koma svo skýringar á þeim. í fyrsta lagi er gefið fyrir tónlistarlegt gildi plötunnar. Þá er farið eftir því hversu góðar laglínur er að finna á plötunni, hversu vel er farið með þær (söngur og hljóð- færaleikur) og loks útfærslu upptökustjórans (pródús- entsins) á því efni sem við- komandi listamaður hefur fram að færa. Einkunnin er gefin í G-lyklum, frá einum til fimm. Í öðru lagi er gefið fyrir af- þreyingar- og skemmtigildi plötunnar. Það getur verið um fantagóða músík að ræða en oft vill svo fara að hún kemur manni að litlu gagni nema í stífri hlustun. Sem sagt, „innumannað- ogútumhitt" einkunn, sem gefin er í banönum (alveg eins og hvað annað), frá ein- um til heils klasa (með fimm stykkjum). í þriðja og allra síðasta lagi er dansrænt gildi plöt- unnar metið. Hversu góð er hún í aerobic leikfimi? Er hægt að nota hana í tryllta svallveislu? Hvernig er bítið í plötunni? Hér er náttúrlega gefið í mjög dansrænu tákni, stúlku sem vaggar sér í lendunum, þeim líkams- hluta sem er hvað mest á hreyfingu í nær öllum dansi nema þá kannski i indversk- um augn-, andlits- og fingur- gómadansi. if INXS - The Swing Þarf tíð og tíma Ultravox- Lament INXS (framborið „inexess”) er áströlsk sveit skipuð sex mönnum, af hverjum þrír eru bræður af Farrisætt. Hljóðfæraskipan þess- arar sveitar er ósköp venjuleg, gítar, gítar, bassi, hljómborð, trommur og söngur. Þessi fjöldi hljóðfæraleikara á að geta haft talsverða breidd í útsetningum og pródúseringum og þannig er því líka farið. Á plötunni er að finna alls kyns lög, allt frá hröðum rokk- urum upp í daður við tölvupopp, og má segja um öll þessi lög, hversu margt sem er reynt, að laglínurnar eru ekki nógu gríp- andi og margt væri hægt að gera betur í útsetningum. Á þessu er þó ein undaritekning. Það er lagið Original Sin en þar hafa INXS- menn fengið diskómeistarann Nile Rodgers til liðs við sig og tekst honum að gera lagið ansi skemmtilegt. Reyndar held ég að hann hafi kryddað lagið lítillega með sínum stórskemmtilega gít- arleik en hvað sem því líður virð- ist það ekki ætla að fá nokkra spil- un á rásinni fremur en svo mörg góð lög sem ná ekki inn á topp tíu í Bretlandi og fá því ekki spilun. (Það er hræðilegt að vera að al- hæfa svona en þetta er samt hægt aö heimfæra upp á nokkra þátta- gerðarmenn þar á bæ sem eru annars ágætir.) Áberandi er hve lítið er notað af gíturunum og hljómborðum. Plöt- una bera trommumar, bassinn og söngurinn sem er ekki alltof sterk- ur. Ef þessir dánudrengir ætla nokkurn tímann að slá í gegn verða þeir að fá sér betri upptöku- stjóra og reyna að gera meira úr því efni sem þeir geta moðað úr. a ff a Oþarfi er að kynna Ultravox lengur. Þessir menn hafa fyrir löngu unniö sér sess sem tölvu- poppverksmiðja af betri gerðinni og þá fyrir perlur eins og til dæmis Vienna. Á Lament heldur hljómurinn, sem hefur einkennt Ultravox undanfarið, sér nokkuð. Strengir svífa yfir vötnunum, bassinn er að mestu leyti tölvuvæddur og hér og þar kemur svo ekta gítar. Á þessu verki virðist þó vera komið meira bít í tónlistina, hún hefur poppast svolítið upp og lagið Dancing With Tears In My Eyes er nokkuð dæmigert fyrir það, þó lagið sjálft Þessi plata er, eins og gefið er í skyn í auglýsingunum, aðeins fyrir diskara og dansfrík af djörfustu gerð. Það er aðallega takturinn sem allt snýst um í þetta skiptið og þess vegna er bilunum milli laga sleppt á annarri hlið- inni, bara svo að fólk kólni nú ekki niður í tvistinu, og þindarlaus diskótaktur dynur á nærstöddum. Meiripartur plötunnar er frekar slappur en inn á milli brestur þó á með blíðu og nokkuð góðar melódíur koma fram. sé síður en svo það besta á plöt- unni. Þó ég hafi sagt að Ultravox hafi poppast örlítiö upp er alls ekki hægt að segja að platan sé eitt- hvert léttmeti. Hún þarf talsverða hlustun og með tíð og tíma ætti að vera hægt að ná henni beint í æð en áður en það gerist verður að átta sig á margslungnum útsetningun- um sem líta ekki út sem slíkar í fyrstu en síðan renna upp fyrir manni smátrikk hér og þar, smá- trikk sem koma til með að gera gæfumuninn þegar lengra líður C ffiiíi Ekki hefur verið lögð geysileg vinna í útsetningarnar og það sem gert er af slíkum hlutum er ósköp einfalt, slétt og fellt. Notkun þessarar plötu nú, nokkrum mánuðum eftir að hún var fersk, er ekki mikil. Helst er það aö mamma gamla noti hana í frúar- leikfimi en ég verð að viðurkenna að ég nota hana einungis til að bera fram kokkteila. Pfff-tch-pfff-tch-pff.... Astaire - Born to dance \ 60 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.