Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 16

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 16
„Húsið sem við bjuggum í í Nairobi. Þessi bourganvilla var sú stærsta í borginni. Bourganvilla er sníkjujurt og vefur sig utan um tré. Eftir að við fluttum fáll þessi og braut húsið." út af hundinum sem viö voram meö. Garöyrkjustráknum okkar þótti vænt um hundinn og hafði tekið eftir því aö hann varði lóðina okkar ef verið var að brjótast inn á hana en það var alltaf verið að kasta steinum í hann og hundinn. Þrátt fyrir þetta eru Sómalir frekar létt fólk og glaðlynt og þaö er hægt að hafa ágætt samband við þá. í lok síðasta árs, þegar við vorum að fara j>aðan, var þó orðin ansi mikil ólga í landinu.” Isleifur: „Þó að stríðið sé í eyði- mörkinni langt frá Mogadishu, sem er svipað og ef við ættum í stríði á Grænlandi, var margt sem benti til stríðsástandsins og okkur var sagt að við mættum hvenær sem væri eiga von á að bíllinn okkar yrði tekinn af okkur ef það þyrfti að nota hann í stríðinu. Þetta var bíll í eigu einkafyrir- tækis sem ég vann hjá og var með verkefni fyrir vatnsveituna í Mogadishu. Þar var ég reyndar ekki í jarðhitaborunum heldur kaldavatnsborunum og ég held að þær hafi miklu meira gildi í Afríku. Þá er verið að hjálpa fólki að ná í það sem þarf til að lifa. Hins vegar getur maöur, svona teoretískt, alveg lifað án raf- magns og jarðhitaborunin í Afríku er eingöngu bundin við raforku- vinnslu.” Ekki rignt í tvö ár „I Kenýa og Djibouti vorum við eingöngu í borunum eftir jaröhita og það má segja að þær boranir hafi þegar sýnt nokkum árangur. Þar sem við byrjuðum í Kenýa er nú komin 30 megavatta rafstöð og verið að byggja rafstöð númer tvö. Það er sama stærð og Krafla en sá er bara munurinn að þar fengu þeir þessa gufu sem til þurfti á þeim tíma sem áformað var og hún var strax komin á fullan kraft!” Bima: „Það var aldrei neinn vafi hvað kom sér best aö gera í Djibouti. Þar er svo mikill vatns- skortur að maður fyllti bílinn bara af vatni og franskbrauði og keyrði út í eyðimörkina til fólksins sem vantaði vatn.” ísleifur: „Nú hefur ekkert rignt í Djibouti á rúm tvö ár — ekki dropa — regntíminn brást. En þegar ég keyrði út í eyðimörkina núna um daginn var ekkert að sjá þar: engin dauð dýr, ekki neitt, því þetta er alger auðn frá nátt- úrunnar hendi. Þarna úti í eyði- mörkinni verðum við að bora eftir heitu vatni. í landinu er ekki um aðra orkugjafa að ræða. Þeir eru þó að byrja með athyglisverðar tilraunir með sólarorku.” ,**?!k!8*&* Adan (Aden) Ssk'ot a* ‘ u Gonder 4* ^pebrcTabo' ^-WéWéytf Ýtíb . C*ndaUV : Bargal ÍHdrdiO* gaj X ■ -r'fflM 'Karin •íGardo Hþdvn Halin/ Bindcrt \ Da' / v,vAE 'Gor, Rir®W| Haror Addis Ababa i/> *N«k>mt4 í .Las Anod« >A*ela ■ ■Garad 'SOMALIA MuttáhiTsj.ify i KarotnS^ l.otagípi' 'Æt? , 'Wardera ,SM * Meregh,^-' , _ . Hala (Ateíéh) Muqdisho'Mogadi Merca •' laiampod *MarJí Giamame ,Bur GavojBírcao, I >Mombasa „Páfuglinn í garðinum okkar." Lita ekki til himins Bima: „Það er einkennilegt hvað veðráttan kemur Afríku- búum oft í opna skjöldu — eins og þeir eiga allt sitt undir veðrátt- unni. 1 SómaUu er aUt AUah, það sem skeöur og það sem ekki skeður. Og þegar við vorum í Kenýa Utu menn aldrei upp í skýin að spá í veðráttuna og voru aUtaf jafnóundirbúnir þegar fór aö rigna.” Isleifur: „I Kenýa er forlagatrú og galdratrú í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Bima var auðvitað talm rammgöldrótt og ekki bætti úr skák þegar hún fór að segja við;þjónana:jDrífðu þig í að þvo og hengja út til að vera búin að þurrka þegar byrjar að rigna. Það var nú ekki tekiö of mikið mark á henni en svo kom rigningin. En svo var hún farin að segja: Þú verður að vera fljót því „Lady Di, skjaldbakan okkar. Okkur var gefin skjaldbaka til að losna við kakkalakkana sem geta orðið 5-6 sentímetrar á lengd og skriða upp um vaskana. Þeir gera ekkert en eru ógeðs- legir." það fer að rigna klukkan hálfeUefu í dag! Þá fór þeim ekki að standa á sama, og það fór að rigna klukkan hálfeUefu. Þegar hún sagði að það byrjaði aö rigna^ klukkan tíu næsta morgun eða tveim dögum seinna þá var sönnunin fengin, hún var ramm- göldrótt!” 16 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.