Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 51

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 51
Nágrannar Peter og Jane, sem búa í einu úthverfa London, myndu sjálfsagt lýsa þeim sem fyrirmyndarhjónum. Honum gengur vel á framabrautinni og er nýorðinn sölustjóri. Hún sagði upp vel launuðu starfi við sama fyrirtæki til aö vera heima hjá dætrum þeirra tveimur. Það sem nágrannarnir ekki vita er að Peter leitar oft á náðir vændiskvenna þó hann búi í þessu fyrirmyndarhjónabandi. Hann segir þetta vera mjög saklaust: „Við höfum aldrei rætt þetta beint en Jane veit að þetta kemur fyrir. Þetta er afskaplega sak- laust. Það er mjög venjulegt að skemmta sér í viðskiptaferðum á þennan hátt. Mörg fyrirtæki útvega viðskiptavinum sínum stúlkur. Þetta er alræmt í bílaiðnaðin- um. Og arabar gera alltaf ráð fyrir síma- vændisþjónustu, en stór hópur stundar slíkt. Fyrirtæki sem bjóða upp á þetta eru frekar stór, án þess þó að vera stórar samsteypur. Þau gera þetta til að auka sölu á vörum sínum og ýta undir sölumenn með, eigum við að segja, notalegri hvatningu! Hvað er öðruvísi við að fara með hóp af sölumönnum á nektar- sýningu eða fótboltaleik? Báðir þessir staðir eru fyrst og fremst samkomustaðir fyrir karla! Ef svo eitthvað gerist... nú þá er það bara gaman! Menn eru yfirleitt ekki í ástandi fyrir neinar meiri háttar leikfimiæfingar. Það fer líka eftir því hvað maður hefur drukkið mikið. Jane var það lengi í þessum bisness að hún veit út á hvað þessar ferðir ganga. Hún veit líka að það ógnar hjónabandi okkar ekki á neinnhátt!” Peter segir að mörg fyrirtæki, og þar á meðal það sem hann vinnur fyrir, haldi vilj- andi söluráðstefnur sínar erlendis. Það er til að þátttakendur, yfirleitt karlmenn, geti, eins og hann orðar það, skemmt sér svolítið í leið- inni! Fyrirtæki fara líka gjarnan með viðskiptavinina til annarra landa og þá eru oft í förinni „hjálparmenn” sem vita hvað þær eiga að gera! „Flestir neita að þetta eigi sér stað en þetta gerist þó alls staðar. Síðan er hægt að ná sér í hástéttarvændiskonur á fínum klúbbum. Ég fór einu sinni heim með einni slíkri. Hún átti heima í loðfóðraðri lúxusíbúð, í orðsins fyllstu merkingu. I þjónustunni var innifalið bað og hárþvottur um morguninn. Þetta var mjög fágað allt saman. En það kostaði mig líka 15 þúsund krónur. Ég hefði aldrei haft efni á því ef þetta væri ekki innifalið í dagpeningunum frá fyrirtækinu! Marga menn dreymir um að prófa vændis- konu en aðeins þeir vel stæðu hafa efni á því — eða þeir sem gera það á kostnaö fyrir- tækja.” Peter viðurkennir að framhjáhaldslistinn í 15 ára hjónabandi sé orðinn ansi skrautlegur. En eins og flestir menn segist hann aldrei myndu líða að kona hans gerði eitthvað svipað. „Ef Jane ætti elskhuga myndi ég ekki vilja vita af því! Eg myndi kannski vita innst inni að það væri ekkert öðruvísi en það sem ég hef verið að gera en ég myndi komast í mikiö upp- námsamt! Að langa til aö njóta þjónustu vændis- kvenna er ekki eins mikill óþverrahugsunar- Flestum konum finnst tilhugsunin um að borga fyrir kynlíf óhugsandi. En margir karlmenn líta á það sem sjálfsagðan hlut, rétt eins og að borga fyrir hádegismat! En hver er skoðun mannsins sem leitar til vændiskon- unnar, vændiskonunnar sem selur blíðu sína og ráðgjafans sem reynir að finna ástæðu fyrir því hve vændi er blómleg atvinnugrein? Af hverju borga menn ennþá fyrir blíðu kvenna? háttur eins og menn vilja vera láta. Eigin- konur þurfa að eyða kröftum sínum í að sinna börnunum og heimilinu og hafa því ekki eins mikið úthald í kynlíf og ella. ” Fatafellan Nickie Roberts segir aö menn séu með kynlíf á heilanum frá vöggu til grafar! „Þeim er kennt frá barnæsku að í þeim búi þessi kynþörf. Konur eru aldar upp til að fullnægja þessari þörf þeirra. Klám var fundið upp af karlmönnum fyrir karlmenn. Konur myndu ekki stunda þetta ef þær heföu tök á því að vera fjárhagslega sjálfstæðar á annan hátt. En í fæstum tilfellum eru þær fórnarlömb. Þær stunda þetta sem vinnu. Þetta er í raun alveg eins og að vinna á skrif- stofu. Og þetta er miklu betra en að vinna við hreingerningar til dæmis! Það er ekki hægt að flokka viðskiptavini vændiskvenna niður. Þetta eru háskólamenn, læknar, iðnaðarmenn og prestar. Bróðir þinn, eiginmaðurinn, kærastinn, sonurinn. Þeir fara allir inn á nektarbúllu með sama hugar- fari og skammast sín ekkert fyrir það. ” Nickie Roberts segir að á tveimur tímum dagsins sé mest að gera: í hádeginu og fyrir kvöldmat. „Flestir viðskiptavinanna eru gift- ir. Þeir geta æpt og gólað á þig á nektar- búllunum en ef þú mætir þeim í stórmarkaðn- um þá líta þeir alltaf undan. Hræsnarar! ” Hún telur að menn borgi alltaf fyrir kynlífið á einn eða annan hátt. „Sumir bjóða stúlkum út aö borða, í leikhús, á ball, kaupa drykki og sígarettur.... og svo er farið heim! Aðrir nenna ekki að standa í svona milliliöum og borga andvirði matarins og vínsins beint til vændiskonunnar! Þetta er alveg sami hlutur- inn — nema þeim síðari fylgir einn kostur. Þar fylgir engin ábyrgð í kjölfarið. Engar tilfinningar eða kröfur. Engin vitneskja um persónugerð konunnar sem á í hlut! ” Ráðgjafinn Anne Dickson segir orsakanna fyrir því að menn borgi fyrir kynlíf að leita í uppeldinu. „Þeir eru aldir upp við að þeir séu með óseðjandi kynhvöt. Það þarf ekki alltaf að vera satt en ef eitthvað er sagt nógu oft endar það með því að fólk trúir því. Mönnum hættir til að hræðast tilfinninga- semi. Þeir halda að ef þeir borgi fyrir kynlífið þurfi þeir ekki að bera neina ábyrgð á gerðum sínum.” Anne Dickson segir margar ástæður liggja að baki því að menn leiti til vændiskvenna: — Einmanaleiki. — Þörf fyrir kynlíf. — Hræðslan viðtilfinningasemi. — Af því að menn eiga maka sem hefur ekki áhuga á kynlífi. — Af því að makinn vill ekki prófa neitt nýtt eða öðruvísi. — Af því að menn sjá konur aðeins í tveimur hlutverkum: móðuroghóru. — Af því aö menn hafa áhuga á afbrigði- legu kynlífi. „En það er merkilegt,” segir Anne Dick- son, „að ef eiginkonur eða vinkonur þessara manna leita eftir kynlífi fyrir utan hjónaband veröur yfirleitt sprenging. Menn geta ekki viöurkennt að konur hafi eins mikla kynferðisþörf og þeir. Konur mega aðeins stunda kynlíf innan hjónabands! Ef kona á sér elskhuga er hún hóra. Þá stundar hún kynlíf ekki aðeins til að gleðja eiginmanninn eða eignast börn. Hún gerir það af því að hún nýtur þess! Eiginmenn verða yfirleitt hræddir við slíkar aðstæður. Þeim finnst sér ógnað. Karl- mennska mannsins og kynlífsgeta hans er samofin. Og ef kona hans leitar annað eftir kynlífi hlýtur maðurinn að vera einskis nýtur! I okkar þjóðfélagi er alltaf dregin lína á milli karlmanna og kynlífs. En það er ekki hægt að áfellast karlmenn persónulega fyrir að vera í þessari aðstöðu. Þeir eru alveg jafn- mikil fórnarlömb kynlífsgoðsagnarinnar eins og konur!” 28. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.