Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 13

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 13
ngjar ems „Afríka er svo miklu stærri en maöur heldur. Þegar maöur fer aö stúdera landabréf sér maður kort af Afríku venjulega í allt öðrum skala en Evrópukortin en ef þau væru í sama skala væri Evrópa ekki öllu meira en eitt ríki í Afríku. Til dæmis held ég að Islendingar geri sér enga grein fyrir hvaö Rauöahafiö er langt. Frá Kaíró til Djibouti gæti ég trúaö aö væru um þaö bil 3000 kílómetrar, eða eins og héðan til Parísar. Og Rauða- hafiö er bara í Noröausturhominu á Afríku.” Isleifur Jónsson vélaverkfræð- ingur hjá Jarðborunum ríkisins hefur starfað meira og minna á síðastliðnum áratug við vatns- boranir í Afríku austanverðri. Hann brosir bara þegar stórt er spurt hvemig Afríka komi honum fyrir sjónir. Afríka er stór, stærri en maður hyggur. Birna Bjamadóttir, konan hans, hefur þó ef til vill kynnst daglegu lífi í Kenýa, Djibouti og Sómalíu betur en maðurinn hennar. „Umskiptin fyrir mig eru ekki svo mikil,” segir Isleifur, „ég fer bara úr einni vinnunni í aðra og er að vinna að svo til sama verkefninu því maður er að stjóma borunum eftir jarðhita hvort sem maður er héma á Islandi eöa suður í Afríku.” Ætlast til að við hefðum þjónustufólk Fyrir Bimu er breytingin meiri. Fyrir utan þekkta þætti eins og hita og skordýralíf átti hún erfitt með að sætta sig við það fyrst í stað að ætlast var til að hún tæki þjónustufólk í vinnu á heimilið: „Það var auðvitað allt nýtt fyrir mig þegar ég fór til Kenýa 1974. Þó maður fengi allt sem vantaði varð maður að venjast ýmsu. Ég vildi ekki þjónustufólk en sá smátt og smátt að það þýddi ekki annað en hafa það, það var ætlast til þess að við sköffuðum svona mörgum vinnu. Við vorum með þrennt á hvorum stað, það er það minnsta sem maður kemst upp með. I Kenýa var lífið tÚtölulega ein- falt en þegar ég kom fyrst til Sómalíu fékk ég hálfgert sjokk. Það var erfitt að ná í vörur og fólkiö var ólíkt Kenýabúum. Hitinn var alveg geysilega mikill. Þegar við vorum í Djibouti reyndi aldrei á þaö hjá okkur hvemig var að vinna í þessum hita því þar vorum við stutt og á hóteli allan tímann.” Kuldatími í júlí og ágúst „Það var erfitt tímabil í Sómalíu á meðan við vorum að fá fólk og koma því inn í starfiö. Og lífið í Kenýa og Sómalíu er eins og svart og hvítt.” ísleifur bætir við: „I Kenýa bjuggum við í höfuð- borginni, Nairobi, sem er í um 1800 metra hæð yfir sjó. Það er eins og uppi á Bárðarbungu. Þar er hitastigið mjög gott, venjulega 20—25 stiga hiti á daginn og tals- verður munur dags og nætur. Þegar kuldatíminn er þar, í júlí og ágúst, finnst manni meira að segja hráslagalegt, súld og rign- ing og hitastigið ekki yfir 20 stigum. I Mogadishu í Sómalíu fer hitinn aftur á móti ekki niður fyrir „Þetta er það sem við kölluðum Bush-hótel. Það var restaurant þar sem við gátum fengið okkur te. Við erum þarna nokkrir úr bormannaáhöfninni." „Á þjóðhátíð í Nairobi. Þar var mikið um skraut og fjaðrafok. Svona gengu þeir um þegar þeir voru búnir að sýna. Þetta er tekið í Uhuru-park (Frelsis- garðinum) sem er þeirra Þingvöllur ef svo má segja." 28 gráöur og sömu sögu er að segja um Djibouti og eins Mombasa sem er við Indlands- hafsströndina í Kenýa. ” „I Sómalíu varð raunin sú að það veitti ekkert af því fólki sem við vorum með í vinnu,” segir Bima, „maður hefur ekkert úthald í að vinna um miðjan daginn, það er svo heitt. Vinnutíminn er annar en í Kenýa, unnið hálfan daginn og maður þarf alltaf að vera að þrífa og meö skordýraeitur á ferðinni. ” Ólíkari innbyrðis en við Hvítt og svart ber á góma: „Afríkanar vilja ekki láta kalla sig svertingja,” segir Isleifur. „Þeir eru Afríkanar og vilja láta kalla sig þaö. Ég hef nú stundum kallað þá hvítu hvítingja og tek eftir því að þeim er ekkert allt of vel viö þaö. Ég varð nú samt að játa að ég þekkti Afríkanana aldrei í sundur en Bima var ansi glögg og henni finnast allir Evrópumenn vera eins, miðað við Afríkana.” „Þeir eru miklu ólíkari inn- byrðis en viö,” segir Bima, „og alveg geysilega ólíkir milli landa...” „.. .Það þarf ekki einu sinni að fara landa á milli,” skýtur Isleifur inn, „. . . ég átti marga góða vini þama og mér fannst fólkið ekki síður ólíkt í sér en í útliti. Vera má að trúarbrögðin hafi þar eitthvað að segja því í Sómalíu eru nánast allir múhameðstrúar og miklu minna umburðarlyndi í öllum málum en í Kenýa. Sómalir eru mjög stolt fólk, þeir tala eigið mál, sómalí, og eru sannfæröir um ágæti sitt.” Stríðið er óleysanlegur hnútur Isleifur: „Þeir voru mjög hissa þegar við sögðumst kunna betur við margt í Kenýa. Þeim fannst það óeðlilegt og ótrúlegt á allan hátt. Kenýa! Þaö eru sko bara mannætur sem búa þar. Nú, sam- búðin viö Eþíópíu var náttúrlega slæm þegar við vorum þama svo Eþíópar, það var varla hægt aö telja þá til manna. Að vera að ráðast á Sómali! En þeir gleymdu því náttúrlega hver byrjaði stríð- ið. Það voru nú Sómalir sem byrj- uðu. Þeir sáu sér leik á borði þegar stjómarskipti og innan- landserjur voru í Eþíópíu og héldu að þeir gætu staöist Eþíópum snúning — mjög svipað og stríðið milli Irans og Iraks byrjaði. En það er náttúrlega mikill mis- skilningur að halda að annar hvor aðilinn geti unnið stríðið. Og eftir að komið er út í bardaga er þetta óleysanlegur hnútur, þaö getur hvorugur unnið eins og er. Og allt bitnar þetta náttúrlega á fólkinu.” Töldum flugvélarnar Birna: „Sá vöruskortur sem oft er þarna var hreinlega út af stríðinu. Og þegar ólgan var mest var ekki hægt að þverfóta fyrir lögreglu og her sem ekki var áber- andi áður. En stríöið er háð langt frá Mogadishu svo maöur varð ekki beint var við það. Og þó. Við vorum nálægt flugvellinum og þegar hasarinn var sem mestur töldum viö þær flugvélar sem lögðu upp á hverjum degi og síðan þær sem komu til baka. Það var spenna í manni.” Isleifur: „Fréttaflutningur var ekki mikill, ZS. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.