Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 50
Hvers viröi er konan? Hvers vegna veröa menn aö kaupa sér eiginkonur í sumum menningarsamfélögum á meðan þaö tíökast í öörum að konur veröi að hafa heimanmund til aö gift- ast? Sú upphæö sem karlmaður þarf að borga fyrir eiginkonu er mjög mismunandi eftir því hvaða land á í hlut. I samfélögum í Austur- Afríku, þar sem nautgripir eru aöalgjaldmiöillinn, getur eigin- kona veriö 5-50 gripa virði eftir því hvaða samfélag á í hlut og hve vel stætt það er. Annars staöar er nægilegt að gefa svín, geitur, skeljar, málmverkfæri, eins og exi og hníf, eða peninga fyrir konuna. Þessar greiðslur kallast brúðar- gjald og það eru brúðguminn og karlkyns ættmenni hans sem borga karlkyns ættmennum brúð- arinnar það. I mörgum þjóðfélögum tíökast þaö hins vegar að brúðurin veröi að hafa með sér heimanmund. Sá heimanmundur rennur ekki til ættingja brúðgumans heldur til hins nýstofnaöa heimilis brúð- hjónanna. Þetta getur veriö land- svæði, húsbúnaður eða skartgripir og telst áfram eign konunnar. Karlmenn kaupa eiginkonur en svo viröist sem hvergi tíðkist að konur kaupi sér eiginmenn! Af hverju ætli svo sé? Og hvað er það sem veldur því aö sumar konur eru meira virði en aörar? I um helmingi þeirra þjóðfélaga sem mannfræðingar hafa rann- sakað tíðkast brúðargjald. Þetta eru yfirleitt þjóðfélög þar sem allt erfist frá föður til sonar, karl- leggjarsamfélög. Brúðargjald tíðkast ekki eins oft í þjóðfélögum þar sem arfleiföin rennur til syst- ursona, kvenleggiarsamfélögum. Eru konur þá minna virði í hin- um síðarnefndu? „Það samfélag á jörðu er ekki til þar sem konur eru ekki álitnar mikils virði,” seg- ir Pierre van den Berghe, mann- fræðingur við háskólann í Was- hington. „Þær einar geta tryggt aö karlmennirnir eignist erfingja.” Sum þjóðfélög leggja mikiö upp úr því að hin nýbakaða eiginkona sé hrein mey og eru karlmenn til- búnir til að borga miklar fjárhæð- ir sé það tryggt. Þetta er yfirleitt í karlleggjarsamfélögunum. „I brúðargjaldinu er yfirleitt fólgið framtíðarmat á frjósemi brúðar- innar,” segir van den Berghe. Ef kona á barn fyrir hjónaband er hún ekki jafnmikils virði. Og ef í ljós kemur að hún er óbyrja verö- ur f jölskylda hennar að skila brúð- argjaldinu. Sumir mannfræðingar telja að brúðargjaldið ætti í raun aðkallast „barnagjald”. Skelf ilegar aðgerðir Ættingjar brúðarinnar í karl- legg nota yfirleitt brúðargjaldið til að kaupa sér eiginkonur. Þess vegna leggja þeir auðvitað mikla áherslu á að selja systur sínar dýrt. Þaö eykur líkurnar á því að þeir fái gott kvonfang. Þeir gæta þess því vel að varðveita meydóm þeirra. Mark Flinn, mannfræðing- ur við háskólann í Michigan, hefur rannsakað þá hlið mála: „Oft á tíðum eru framkvæmdar skelfi- legar aðgerðir á konum til að koma í veg fyrir að þær geti notið kynlífs fyrir hjónaband og koma í veg fyrir ótryggð í hjónabandi.” Eiginmaðurinn heldur vörð um kynlíf konu sinnar því hann vill vera viss um að börnin, sem hann hefur fjárfest í, séu hans böm en ekki einhvers annars! Því eru tengdamæðurnar í þessum sam- félögum oft notaðar sem varö- hundar. í kvenleggjarsamfélögunum er ótryggð hins vegar algeng. Þar getur enginn karlmaöur verið viss um að vera faðir barna eiginkonu sinnar. Þeir láta arfleifðina renna til systursona sinna því þar rennur að minnsta kosti að einhverju leyti fjölskyldublóðið. „I samfélögum sem þessum er mönnum yfirleitt alveg sama með hverjum systirin á barniö,” segir van den Berghe. Heimanmundir tíðkuðust í flóknari samfélögum sem höfðu mikla stéttaskiptingu. Þar var það hagur konunnar aö giftast vel svo afkomendur hennar myndu erfa ríkidæmi eiginmannsins. „Þetta er mútugjald svo konan geti fengið eins háttsettan eigin- mann og hægt er,” segir van den Berghe. „Heimanmundur er enn algengur meðal hærri stétta í Evrópu og meðal annarra þjóða lifir hann einnig í formi þess aö það er f jölskylda brúðarinnar sem heldur brúðkaupsveisluna.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.