Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 19

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 19
Nokkur hollráð: Líkamshluta, sem áður töldust glataðir við það að vera höggnir af i stysi, má nú á dögum i mörgum tilfellum sauma á aftur. Allar tiiraunir til að græða aftur á afhöggna útlimi gefa von um að komið verði í veg fyrir ævi- löng örkuml. Mikilvægt er að hafa afhöggna líkamshlut- ann með sjúklingnum á sjúkrahúsið. Snertið alls ekki á sárinu, hvorki á afhöggna hlutanum né líkamanum sjálfum. Þvoið ekki sárin og sótthreinsið þau ekki. Klemmið sárin ekki og bindið ekki fyrir þau, slíkar aðgerðir gætu skemmt æðar sem þarf að sauma saman. Sáraumbúðir, til dæmis sárapakkar, nægja til að stöðva blæðinguna. Rytjið þann slasaða ásamt afhöggna likamshlutanum án tafar á sjúkrahús. Afhöggna hlutann þarf að vefja í tárhreinan dúk og kæla niður i 4 gráða hita á Celsíus, ef þess er nokkur kostur. Kælingin tekst best með þvi að setja innvafinn útliminn i hreinan plastpoka sem síðan er settur i annan plast poka með ísmolum. Ef ekki finnast ismolar má í neyð nota eitthvað frosið úr frystinum. Útlimshlutinn i plastpokanum má alls ekki frjósa og ekki komast í snertingu við bráðinn fsinn. Kælingin getur lengt „lífslikur" afskorins fingurs um allt að 20 klukkustundir. Afhöggv- inn fótlimur heldur sér hins vegar aðeins í 6 klukkustundir. Læknarnir vissu ekki sjálfir hvort aðgerðin tækist en þeir hik- uðu ekki við að reyna. Það hafði verið komið með Dúsan litla, sem var tveggja og hálfs árs, á há- skólasjúkrahúsið í Ljúbljana í Júgóslavíu — með báða fætur af- höggna um ökklana. Löng og vandasöm aðgerðin tókst, Dúsan er kominn á fætur aftur. Slysið vildi til fyrir einskæra tilviljun og óheppni. Pabbi Dúsans var úti að slá með traktornum og hafði beðið ömmu drengsins að gæta hans. Eldri bróðir Dúsans heitir Mílan og fannst ekki í húsinu svo að amman tók Dúsan með sér út að leita aö Mílan. Hún freistaðist til að líta af drengnum eitt augnablik á meðan hún tók til höndum á hveitiakrinum. Frans, pabbi Dúsans, stöðvaði traktorinn þegar eitthvað varð fyrir sláttugreiðunni. Þá sá hann barnið liggja hágrátandi á jörðinni með blæðandi, fótalausa ökklana. Frans þreif drenginn upp og hljóp með hann inn í húsið en nágrannar kölluðu á sjúkrabíl. Faðirinn gerði óafvitandi það eina rétta, hann hélt fótunum ofar höfðinu svo að dró úr blæðingunni. Sjúkrabíllinn villtist á leiðinni í sveitaþorpið utan við Ljúbljana og var 45 mínútur á leiðinni. Á meðan fór amma Dúsans út á akurinn og Til að vernda fætur Dúsans gegn sýkingarhættu eru stígvélin hans höfð í plastpokum. Tilfinningin í fótunum kom ekki strax, venjulega líður um það bil ár áður en þær taugar sem bjargast hafa náð fullri starfsemi á ný. sótti afhöggna fæturna í rauðu sandölunum. Hún rétti föðurnum þá í því skyni „að þú getir útskýrt fyrir læknunum hvað skeði”. Fjórtán sérfræðingar höfðu verið kallaðir út vegna Dúsans. Þeir tóku þegar til starfa er komið var með barnið. Fyrst voru bein- endarnir festir saman með vírum, síðan saumaðar saman slag- æöarnar í fótunum með aðstoð smásjáa. Blóöinu var hleypt í fæturna eftir aö fimm tímar voru liðnir frá slysinu. Þeir uröu rauðleitir og hlýir viðkomu. Næst tóku læknarnir til við að sauma saman bláæðarnar sem flytja blóðið aftur til hjartans og að lokinni níu stunda aðgerð voru taugaendarnir einnig komnir saman. Þess má geta að taug- arnar vaxa ekki saman aftur, hins vegar beina samfestir endarnir nýbyggingu tauga í réttan farveg. Eins og við sjáum á með- fylgjandi myndum heppnaðist aðgerðin mjög vel og Dúsan getur farið allra sinna ferða. Hann þurfti að sjálfsögðu að gangast undir langa og stranga endurþjálf- un, stundum ekki sársaukalausa. Kunnáttusemi sína þakka læknarnir á sjúkrahúsinu í Ljúbljana bæði áralangri þjálfun við svipaðar aðgerðir og einnig nánu samstarfi við kollegana á há- skólasjúkrahúsinu í Miinchen í Vestur-Þýskalandi. Þær ræður LJrsúla Schmidt-Tintemann ríkj- um og hjá henni hafa læknar frá ýmsum löndum lært. Þar hafa verið framkvæmdar yfir 1000 endurgræöslur eins og sú sem hér hefur verið lýst. 28. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.