Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 22

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 22
iu Framhaldssaga manneskja út úr herberginu og skrjáfaði í kjólum þeirra. CATHERINE VAR órótt þegar aftur varð þögn. „Hr. Eastlake, ég kom hingað þegar þú hefur við nægilegan vanda að glíma innan fjöl- skyldunnar. Ætti ég kannski að fara núna?” Andmæli hans komu henni til að sitja kyrri og sem snöggvast sá hún orkuna sem eitt sinn hlaut að hafa einkennt yngri og sterkari Robert Eastlake. „Má ég segja þér frá Clarissu systur minni?” Ný hughrif hennar höfðu áhrif á hann. „Ef þig langar til að ræða um þaö, vina mín — já, auðvitað.” Hún dró djúpt að sér andann og sagði styrkróma: „Sjáðu til, maðurinn sem ég drap var mágur minn.” Robert varð þungbrýnn en hann greip ekki fram í. „Clarissa. . .” Catherine náði valdi á skjálftanum í rödd sinni. „Systir mín var yndisleg mann- eskja, full af trúnaðartrausti. Hún líktist móður minni, að því er faðir minn sagöi mér, og þeim svipaði æ meira saman eftir því sem Clarissa óx úr grasi og það olli föður okkar sársauka. Við vorum ástrík fjölskylda en Clarissa fjar- lægðist föður okkar fljótlega. Hún þráði ævinlega daginn þegar draumaprinsinn hennar birtist og bæri hanaábrott.” Catherine þagnaði, barðist við að bæla niður reiði sína og hatur. „Clarissa hitti manninn sinn. Og hann var heillandi. Omótstæðileg- ur! Eiginmaður hennar, hr. East- lake, reyndist vera drykkju- maður, kvennabósi og grimmur, illgjarn ruddi. Hann barði hana. Hún var dauðskelfd við hann en það skelfilegasta af öllu var að hún hætti aldrei að elska hann! ” Hana sveið í augun undan reiði- tárum. „Ég reyndi að vara Clarissu við því að giftast Martin. Hann hafði einu sinni fariö á fjörurnar við mig áður en það varð. En hún var blind og heyrnarlaus, þegar hann átti í hlut, þar til kvöld eitt að hann kom því svo fyrir af ásettu ráði að hún kom að honum heiina hjá sér með konu sem hann hafði rekist á á krá.” „Hún þagnaði, reyndi að vera róleg. „Clarissu var svo brugðiö að hún — svipti sig lífi. Lík hennar sást á floti við stíflugarðinn. „Drottinn minn dýri.” Robert var risinn á fætur og starði á hana en nú var Catherine þurreygð og of reið til að taka eftir því. „Ég hitti Martin ekki fyrr en eftir jarðarför Clarissu. Hann kom ekki að gröfinni. Það hefðu verið svívirðileg helgispjöll. Ég fór í húsið sem faðir minn hafði séð þeim fyrir og bauð Marin birginn. Jafnvel þá gerði hann gys að þessu. En hann hafði drukkið mikið allan þann morgun. Þegar ég sagöi honum að hann yrði að hypja sig hló hann upp í opið geðið á mér. Húsið, staðhæfði hann, var nú í hans eigu. Ég löðr- ungaði hann og hann réöst á mig. Svo ég drap hann, hr. Eastlake ... ég drap hann!” „Hvernig!” Catherine var helköld er hún rifjaði þetta upp. „Hann sló mig einu sinni og ég minntist allra skiptanna þegar hann hafði barið Clarissu. Ég ýtti honum burt. Hann reikaði aftur á bak og hrasaði. Hann bölvaði mér og reyndi að skreiðast á fætur en ég barði hann með skörungnum. En sjáðu til, ég vissi hvað ég var að gera. Ég vildi drepa hann — morðingja systur minnar! ’ ’ Robert Eastlake gekk upp að henni og snerti öxl hennar. „Það þurfti hugrekki til aö segja mér þetta, Catherine. Ég er jafn- vel enn fegnari að þér tókst að komast tilokkar.” Rétt í þessu komu Nancy og Emmeline inn meö hlaðinn hjóla- vagn. Catherine leið betur þegar hún var búin að borða. En nýr áhugi knúði hana til að spyrja Eastlake- f jölskylduna um lífið sem þau von- uðust eftir í Kaliforníu. Robert gerði sér grein fyrir von- um þeirra. „Adam bróðir minn sendi okkur skilaboð um að hann væri búinn að finna fullkomiö jarðnæði þar sem við getum byrjað upp á nýtt, skammt frá strönd Kaliforníu. Það er nálægt litlu þorpi sem heitir San José. Þar er lítil hvít kirkja með skrítnum klukkuturni. Lífið er friðsælt og grasið er grænt.” Hann andvarpaði lágt. „Lengst af í viðskiptalífinu var ég að taka áhættu. Þetta verður mesta áhættan af öllum. Þeir eru margir sem dreymir um gullið í Kali- forníu en minn draumur er um nýtt líf fyrir okkur öll. Og undir Kaliforníusólinni get ég hrundiö því öllu í framkvæmd þegar heilsa míner orðinbetri!” Ástríðan í andliti Roberts East- lake var það sem loks gerði upp hug Catherine. „Ég er búin að ákveða mig,” sagði hún rólega, horfði í augu Roberts Eastlake. „Ég get ekki snúið við — nú er framtíð mín í þessu landi. Og ég kann vel við þaö sem þú hefur sagt mér um Kaliforníu.” Hún leit á Nancy og Emmeline. „Þess vegna vildi ég koma með ykkur — og greiða minn skerf sem leiðangursmaður. ” CATHERINE kynntist Eastlake- fjölskyldunni vel á þessum ann- ríkisdögum lokaundirbúnings fyrir brottförina frá New York. Um þær mundir var hún farin að kalla alla í fjölskyldunni skírnar- nafni. Nancy fagnaði fleiri höndum ekki síður en fénu sem Catherine lagði af mörkum. Sarah, eiginkona Adams, var lítil, fíngerð og hæglát kona, hlý- leg við Catherine en skorti sjálfs- öryggi. Börnin hennar, Milton og Charity, ljóshærðir tvíburar, voru ákaflega spennt yfir ævintýrinu sem í vændum var. „Mér finnst ég einskis megn- ug,” trúði Sarah Catherine fyrir. „Þegar Adam er fjarri mér er ég ámóta gagnleg og annar helming- urinn af skærum! Þessi börn vant- ar áreiðanlega fasta hönd karl- manns.” Kvöldið fyrir brottförina frá New York safnaðist fjölskyldan saman í síðasta sinn í skrifstofu Roberts. Húsið var því nær autt. Það var ekki hægt að taka með nema fáar persónulegar eigur í ferðina; mestallt hafði þegar verið sent á flutningsskrifstofuna. Stærsti gripurinn var píanó fjölskyld- unnar sem Emmeline haföi enda- laust leikið á síðustu dagana. Eigur Catherine komust í tvær leðurtöskur. Áöur en hún fór frá Englandi þurfti hún miskunnar- laust að gera upp við sig hvað hún skildi þar eftir. Hún skildi klökkva hinna núna. Milton þurfti að skilja við hund- inn sinn, Buck, eftir fjögur ár og gefa hann vini sínum. Hann grét blygðunarlaust þó að yfirleitt væri hann harðger og lítt viðkvæmur drengur sem beið eftir því að verða maður. Charity kvaddi fullan kofa af kanínum með löng eyru og þar á eftir Brad, stórtenntan vin sinn og fyrstu ástina. Yfirleitt sat Emmeline og hlust- aði á þau hin. En Catherine fann að Emmeline var hugsanlega hæfust fyrir það nýja líf sem frami undan var. Hvert sem hún færi myndi hún heilla flesta karlmenn og valda sumum þeirra ástarsorg. Síðasta kvöldið safnaði Robert fjölskyldunni saman til bænar; allir lutu höfði meðan hann las úr Sálmunum í stóru svörtu fjöl- skyldubiblíunni. Hana tækju þau með sér sem tákn um reglu og guðrækni og um heim sem var án laga og guðhræðslu. Catherine var snortin, fannst sér sýndur heiður með því aö fá að vera með. Henni fannst Robert líta út eins og einhver spámaöur- inn úr Gamla testamentinu þegar hann var að tala um fyrir- heitna landið. Þegar fundinum lauk benti Robert Catherine að koma. Hann tók gullúrið sitt upp úr vestisvasanum. „Þetta úr skiptir mig mjög miklu máli. Faðir þinn gaf mér það.” „Það vissi ég ekki.” Catherine horfði á það af áhuga. „Ég var eitt sinn í þeirri aðstöðu að verða föður þínum að liði í við- skiptum, Catherine, og hann var mér þakklátur. Ég vonast til að hitta Josiah Davenport aftur einn góðan veðurdag.” Hann setti úrið niður. „Ég er feginn Nancy vegna að þú verður með okkur í ferðinni til San José, Catherine.” Augu hans urðu mild. „Þegar við komum þangað ætla ég að sýna þér litlu kirkjuna. Til- hugsunin um þessa hógværu, hvít- kölkuðu kirkju leitar mjög á mig. Ef til vill getum við farið þangað saman einhvern daginn.” Hann hóstaði og til að leyna því hló Catherine glaðlega. „Gott og vel, Robert. Við hitt- umstíSan José!” Svo skildi hún við hann þar sem hann sat í síðasta sinn í skrifstof- unni sinni, einn með draumum sínum. Catherine þótti nóttin lengi að líða. Hún var því fegin í dögun að fara á fætur og klæða sig, saknaði einskis við brottförina frá New York, var bara áköf að komast burt. Þau höfðu tekið frá bestu sætin í lestinni, í klefa framarlega en far- angur þeirra var aftar í kössum. Vagninn var íburðarmikill, með flosáklæði á sætum og fínum tjöld- um, en Robert sagði þurrlega: „Lestin ekur ekki lengra en til Illinois. Þá fer að harðna á daln- um. Þið skuluö þess vegna öll njóta þægindanna eins og best þið getið. Það verða hugsanlega þau 22 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.