Vikan


Vikan - 12.07.1984, Page 43

Vikan - 12.07.1984, Page 43
Svalbarðaáætluninni í hættu. Þú hafðir fyrirmæli um aö víkja mót- mælendum frá, ekki um fjölda- morð.” Foringinn stóð stjarfur eins og brúöa, augu hans blíndu á glugg- ann á veggnum, hann vogaði sér ekki að líta framan í yfirmann sinn. Stolypin hefði gjarna viljað ganga fram fyrir skrifboröið og rífa af tignarmerki þessa fávita, svipta hann tign þar og þá. „Þú verður dreginn fyrir herdómstól,” sagði hann ískalt, ,,og ert tekinn höndum. Þú mátt fara.” „Fífl,” hugsaði Stolypin þegar liöþjálfinn kvaddi, sneri sér við og þrammaöi út. „Margfalt fífl.” Það besta sem hægt var að vona var að maöurinn notfæröi sér opna handtöku til að fyrirfara sér. Þaö myndi að minnsta kosti sýna tafarlaust fram á sekt hans. En þangað til þurfti að tilkynna námustjóranum, þó þaö væri auðmýkjandi, að rússneskur foringi yrði dreginn til ábyrgðar fyrir drápin. Það voru litlar líkur á aö sú tilkynning myndi draga úr spennunni. Það þurfti að halda Longyearbæ í stálgreipum. Stolypin beindi athygli sinni aö öðru alvarlegu vandamáli sem upp hafði komið þennan morgun: undankomu Noröurljóssins. Hann stóð upp og skoðaði sama kortiö á veggnum og Makarov var vanur aö líta á, skánaði heldur í skapinu þegar hann sá það sem þar stóð. ísfjöröur var í laginu eins og hönd með útteygða fingur, mynni fjaröanna. Úlnliðurinn, þar sem hann náði út í sjó, var mjór, ekki nema 15 kílómetrar á breidd. Hann vissi að fjörðurinn var enn að nokkru lokaður af ísjökum á floti. Þaö var hægt að stöðva Norðurljósiö hvenær sem hann kærði sig um. En vildi hann láta stööva skipið strax? Nei, hugsaði hann með sér, tvímælalaust ekki. Hann gat verið hundrað prósent viss um aö breski majórinn haföi samband við skipin í flotalokuninni og varaði þau við aö aðgerðin, hver svo sem hún var, væri farin út um þúfur. Þaö ættu að vera þokkalega góðar líkur á að árásarsveitin yrði kölluð tafarlaust heim og hún reyndi að komast um borö í togar- ann, í kafbát eða yrði jafnvel flutt burt loftleiöis. Um leið og því yröi komið í kring væri ekki hægt að komast hjá frekari loftskeyta- sendingum og rafeindabúnaður- inn myndi negla niður stað- setningu árásarmanna á fáeinum sekúndum. I fyrsta skipti þennan dag brosti Stolypin, höröu, kulda- legu en íbyggnu brosi. Það var enn hálfur dagur þar til NATO-lokunin hæfist: Hann haföi tólf tíma til aö klófesta andskotans árásarsveit- ina. Hann gat leyft Norðurljósinu að fara sína leið og verða honum að gagni sem best það mátti. En þegar Stolypin hafði kallað á aðstoðarmann sinn og gefið nauðsynleg fyrirmæli fann hann góða skapiö þverra. Hann var að komast í tímaþröng, haföi of fáa menn og allt of margir Spetsnaz- menn voru óafturkallanlega komnir upp í fjöllin. Guð á himnum! Hvernig haföi hann leyft aðstæöum að þróast á þann veg að svo framarlega sem óvinirnir björguöu ekki málinu fyrir hann riöi á öllu að Makarov næði árásarmönnunum? Makarov hafði átt að taka skellinn en uppþotið breytti því öllu. Nú gat hann ekki verið annaö en bjargvætturinn. Raunar var hann tilneyddur. Það var ekki hægt að koma í veg fyrir að fréttir af skothríðinni lækju til umheimsins. Of margir bæjar- búar styttu sér stundir í skamm- deginu og léku sér að loftskeyta- tækjum. Heimurinn allur kæmist í uppnám og ef árásarmennirnir næðust ekki um miönætti var hann viss um aö Politburo myndi missa kjarkinn vegna lokunarinnar. Ef það yrði myndu þeir allir lenda á ruslahaugnum. Þaö fór hrollur um Stolypin þegar hann hugleiddi framtíð sína. Að vísu myndi ferli hans ekki ljúka jafngrimmilega og á dögum Stalíns þegar þeir voru slegnir af sem illa tókst upp; niöurlægingin yrði ekki jafnaugljós. En hann fann enga hvöt hjá sér að vera sendur í útlegö til einhvers fjar- lægs héraðs, aö því er kallaö var yfirmaður niöurníddrar lítillar verksmiðju sem aldrei myndi og aldrei gæti uppfyllt framleiðslu- áætlun, þar sem hægt var aö segja fyrir um fleiri mistök og þau fyrir- fram ákveðin. 1 sovéska valda- kerfinu gat hrapiö frá völdum verið sleipt og hratt. Hann kreppti hnefana af gremju, sá enga leiö til að hann gæti haft áhrif á atburöi næstu tólf tímana, nema andskot- ans veörinu slotaði. SKÖMMU EFTIR nón tók aö lægja og snjókoman minnkaöi. Skyggnið batnaði og komst upp í 40 eða 50 metra. Peterson mælti fyrir um að flugskeytahlutunum yrði skipt niöur á nýjan leik og sveitin hristi sig, liðkaði stiröa vööva, bölvaði af gömlum vana og lagöi aftur af stað. Jafnvel Howard Smith hafði gefið upp á bátinn allar tilraunir til aö raka sig við þessar aðstæður. Hinir voru þakklátir fyrir það litla skjól sem tveggja daga skeggbroddar veittu andliti þeirra. Þeir komu upp á brúnina 200 fetum ofar en ráðgert haföi veriö. Jökullinn teygðist svo langt sem þeir sáu í sléttri snjóbreiðu, aö því undanskildu að á milli brúnar hans og þeirra gapti djúp gjá. „Hann hlýtur að hafa fariö aö bráðna neðar,” útskýrði Mydland. Skriðjöklar voru á stöðugri hreyf- ingu, sendu stóra ísjaka út í firöina á sumrin, þó þessi jökull kæmist aldrei að sjávarmáli. „Auðvitaö, en hvernig í andskot- anum komumst viö upp á þessa bannsettu fraktlest?” spurði Trevinski. „Bíðum við eftir næsta vetri?” „Hægan, hægan,” Peterson tók í taumana. „Við fetum okkur svolítið neðar.” Trevinski var kannski brandarakarlinn í sveitinni en hann kærði sig ekki um að Norðmann- inum gremdust ummæli hans. Loks fundu þeir staö þar sem gjáin á milli klettanna og snævi þakins íssins var ekki nema 4 fet eða svo á breidd. Smith tók af sér skíðin og stökk yfir, skrikaði til hinum megin en tókst að kiöngrast aftur upp. Hann rak tein í ísinn og festi öryggis- línu. Svo varð varfæmi Petersons ofaná. „Festið skíðin saman,” skipaði hann. „Geriðbrú.” Þannig fest voru skíðin orðin að tveim mjóum samhliða plönkum. Einn af öðrum mjökuðu mennimir sér yfir á fjórum fótum og skíðin svignuðu undan þunga þeirra. Sá síðasti sem fór yfir var Johnson, sjúkraliðinn, sem virtist afmyndaður kroppinbakur undir þungum bakpokanum. Hendur hans vora að ná jöklinum þegar ein skíða- festingin rann til, ekki mikið en nægi- lega þó. Skíðið færðist til hliöar, hann missti jafnvægiö, greip eftir hand- festu og datt. Öryggislínan um mitti hans grófst þanin niður í snjóinn meðan hinir mennirnir reyndu af alefli að halda henni. „Vertu kyiT,” hrópaöi Peterson. „Ýttu þér frá hliðunum á meöan við togum.” Hann var hræddur um að reipiö myndi trosna eða annar maöur kippast niður á eftir Johnson. Þeir toguðu í reipið og svitnuðu við að bjarga honum. „Fyrirgefið, strákar,” tautaöi hann og skoðaði sig þegar upp kom. Hann var marinn og skrámaður. „Getur komið fyrir alla,” sagði Peterson. „Við skulum leggja aftur í ’ann.” En Johnson ýtti sér bara klaufa- lega upp. „Ofursti,” sagði hann og fór hjá sér, „ég virðist hafa meitt mig í úlnliðnum. Gæti einhver búið um hann fyrir mig?” Hann rétti fram vinstri handlegginn, grettur af sársauka. „Það var heppni að þr.ð skyldi ekki vera sá hægri, ha? Kassinn er í bakpokanum mínum. ” Millar tók af sér hanskana þrátt fyrir kuldann, þreifaði á beinunum og vissi að eitt var brotið, flýtti sér svo allt hvaö hann gat að búa um úln- liðinn með aðstoð Burckhardts. „Svona, félagi,” sagði hann glað- lega, blés á fingur sína til að koma hita í þa aftur. „Þetta heyrir alit ta.” „Þakka þér fyrir, liðþjálfi.” Peter- son talaði af heilum hug. Millar var hress og duglegur. Hann vonaði inni- lega aö þetta yrði síöasta óhappið, þó að þetta hefði getað verið andskoti miklu verra. Johnson gat enn staðiö á skíðum og séð um loftskeytatæki. Burckhardt tæki við læknisstarfinu. Á leiðinni yfir jökulinn, sem var þægilega auðveld ferð og hallaði eilítið undan fæti, þó að þeir hefðu nú vindinn í fangiö, tók að draga úr bylnum og þegar þeir komu yfir um var sprungan ekki nema tveggja feta breið. Mydland fór enn fyrir þeim og þeir fetuðu sig áfram meðfram rananum, steinþögöu og hreyfðu sig gætilega. Longyearbær var falinn 1800 fet fyrir neðan þá. Núna vora þeir kannski 6 kílómetra frá ratsjánni og 4 frá síðasta áningarstað. Klukkan var rúmlega fjögur síðdegis og Virginia Ridge-að- gerðin var næstum komin á hástig. RATSJÁIN VAR á fjögurra hjóla felulituðum bíl með hliöardyr og tvo stóra, sporbaugótta loftnetsdiska. Annar var settur upp framan á vagn- inn eins og jarðýta úr víravirki og mat hæð flugvéla sem komu að. Hinn var á þakinu og snerist fimmtán sinnum á mínútu með lágu vélarsuöi. Uppi yfir þessu þakloftneti var löng lárétt stöng. Aðalloftnetið fylgdist með flugvélum en stöngin sendi út merki sem „spurði” tæki í flugvélinni sem nefnt var transpond- ari. Ef flugvélin var vinsamleg svaraði transpondarinn sjálfkrafa. Ef ekkert svar barst eða rangt svar var reiknað meö að flugvélin væri óvinveitt. Kerfið var kallað aö „þekkja vin eða fjanda” og starfaði á svipstundu. Áður en vagninn haf ði verið fluttur upp með þyrlu haföi verið mokað upp haugi af möl og steinum til að gera pall og nú stóð bíllinn á þessari snjóþúst með kaplaröð sem lá að honum frá suðandi og hreyfanlegum rafli og aðrirtil að þýöa upplýsingar 28. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.