Vikan


Vikan - 05.12.1985, Page 9

Vikan - 05.12.1985, Page 9
13 ÍNÆSTUVIKU: Forsiðuviðtalið Við látum ekkert uppskátt um það að sinni en það verður svo sannarlega á sinum stað. Lífsreynsla: Ég er faðir líkamsræktar á íslandi. . . en ungu strákarnir vilja ekki viðurkenna mig. Þetta segir Bjarni Sveinsson, 77 ára gamall líkamsræktarmaður, í viðtali í næstu Viku. Bjarni segir frá gömlu vaxtarræktarkempun- um, ástarbréfaskriftum á ástandstímanum, starfi sínu að lík- amsræktarmálum og skoðunum sinum á heilsuræktarstöðv- unum sem tekið hafa við honum og hans líkum. Hefur þú stolið? Þessi Spurning er lögð fyrir fimm aðila og svörin leiða í Ijós að það er alls ekki sama að stela og að stela. Ein stal jóla- kortum, annar rófum, þriðji kossum. . . Anarkistarnir Friðsemdargrey eða hryðjuverkamenn? Í næstu Viku verður fjallað um anarkista, kenningar þeirra, hryðjuverk sem framin voru í nafni anarkismans og tengsl þeirra við nútíma- stjórnmálakenningar. Tiskan í næstu Viku er skótiska, i dálkinum Sitt af hvoru tagi verða jólasveinar, Leppalúði, jólasokkar, jólakort og dagatal, þá verður jólaföndur, Edda Andrésdóttir á öðrum fæti og efni i jólaveislu fyrir vini á eldhússíðu. Nýjar gardíaur á 50 krónur! Ef gardínurnar þínar þola vatn þá þola þær líka Bio-tex - undraþvotta- efni sem gerir gömlu gardínurnar sem nýjar á 15 mínútum. Þú setur ylvolgt vatn í bala eða baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í hverja 10 1 af vatni. Þegar duftið hefur blandast vatninu leggur þú gardínurnar í. Eftir að hafa dregið gardínurnar fram og til baka í vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú þær í hreinu vatni og hengir til þerris. Árangurinn er augljós, gardínurnar verða sem nýjar og íbúðin fyllist ferskara lofti. Blátt Bio-tex í allan handþvott og grænt Bio-tex í þvottavélina (forþvottinn). Undraefni í allra hendur. Fæst í næstu verslun. Halldor Jónsson hf. Dugguvogi 8-10, sími 686066

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.