Vikan


Vikan - 05.12.1985, Síða 24

Vikan - 05.12.1985, Síða 24
Slúður f r Eddio Murphy: Ég vil engin óskarsverðlaun. Ég vil bara að áhorfendur hafi gaman af kvikmyndum mínum. Clint Eastwood hefur ekki unnið til neinna óskarsverðlauna en hann er samt stærsta stjaman í heimin- um. Og til f jandans með allt hitt. Clint Eastwood: Stundum kemur fólk til mín og ætlast til þess að ég dragi fram byssu. En það er hlutverkið. Fólk verður fyrir vonbrigðum þegar það kemst að því að sjálfur er ég ekki gæinn í hlutverkinu. Ég er ekki ánægður í raun og veru. Ef ég væri ánægður myndi ég sennilega segja því að fara norður og niður og spUa golf það sem eftir er æv- innar. Judy Davis: Hofur loikiö í Passage to India og í áströlsku myndinni My Brilliant Career. Ég hef neitað mörgum hlutverk- um sem mér hafa boðist. Meðal þeirra var aðalhlutverkið í sjón- varpsþáttunum Þymifuglunum. Ég las handritið og þegar ég kom að senunni þar sem stúlkan og presturinn kyssast innilega vissi ég að ég gæti ekki leikið hlutverk- ið. Ég var nefnilega alin upp í ka- þólskri trú og að kyssa prestinn er of líkt dagdraumum ungrar, ka- þólskrar stúlku til að ég gæti leikið það. Victor Banerjae: Lék eitt aðalhlutverkið í Passage to India. Mikill hluti af leikurum okkar (indverskum) laöast að Bombay af því að þar getur maður orðið skyndilega frægur. Þetta er leik- völlur þjóðarinnar. Myndir þaðan eru sýndar um allt Indland. Mynd- ir gerðar í Bombay eru hræðilegar en þar er peningana að fá. Og ég játa að ég lék í einni mynd þar og vil sem minnst um hana tala. Þetta var hræðileg þvæla. Samt sem áður þéna ég nóg til að geta sent dætur mínar tvær í dýrasta einkaskólann á Indlandi. Við höfum kokk, þjónustustúlku, einkabílstjóra, vaktmann og hreingemingakonu. Jessica Lange: Ég held að flestir setjist í helgan stein. Þeir festast í samböndum, atvinnu sinni; koma lífi sínu í fast- ar skorður. Þeir setjast bara að. Og það er dálítið sem ég hef aldrei getað gert. Ég segi ekki að það sé sérstak- lega jákvætt. Þaö hefur kostað mig mikinn sársauka að rifa mig út úr ýmsu og koma mér áfram á eigin braut. stórstjörnur skrifta Clint Eastwood. Sally Judy Davls. Eddie Murphy. Mal Glbson. Diane Keaton: Þegar ég var pínulítil var ég vön að fara út í garð og syngja fyrir tunglið. Það var eins og að vera sett í samband við stóra rafhlöðu. Þegar ég var í níunda bekk söng ég í hæfileikakeppni með annarri stelpu með svartar framtennur. Á síðasta ári í menntaskóla lék ég annað aðalhlutverkið í skólaupp- færslunni á Little Mary Sunshine. Stjaman var falleg en ég var sú fyndna. Ég söng einsöngslagið mitt og fór svo af sviðinu og þá heyrði ég þetta hljóð. Ég trúði ekki eigin eyrum. Hljóðið var klapp. Þeir voru að klappa fyrir mér og þeir klöppuðu svo mikið. Jeff Bridges: Lék í myndinni Starman. Hann er sonur Lloyd Bridges. Ég var aldrei eiturlyfjasjúkling- ur en ég reykti mikið af hassi. Það er alveg sama hvað hver segir, hass er vanabindandi. Það getur líka ruglað dómgreindina. Og þótt ég reykti aldrei á meðan ég var að vinna var hassið mér nauðsynlegt andlega. Ég er dæmigerður Kaliforníu- búi. Ég er leitandi og mjög upp- tekinn af sjálfum mér, eins og margir aðrir, og kannski meira en ég vil láta í veðri vaka. Sally Field: Bamæska mín var róstusamur tími fyrir mig. Ég var alltaf að leika fyrir minn raunverulega föð- ur. (Foreldrar mínir skildu þegar ég var 4 ára. Mamma giftist svo Bíó-Tarzan, Jock Mahony.) Ég var mikill loddari, alltaf síbros- andi og sagði skrítlur í sífellu. Það tók mig langan tíma að skilja að tilfinningar minar eru mikilvægar. Mel Gibson: Lék í Mrs. Soffel, Mad Max, The Road Warrior og fleiri kvikmyndum. Ástralíubúar vita að ég er Ameríkani en þeir telja mig líka vera Ástralíubúa. Ég er nú búinn að búa í Ástralíu í meira en 15 ár og mér finnst ég vera Ástralíubúi. Ég á auðvitaö ameríska pass- ann minn ennþá og mun aldrei láta hann af hendi. Ég mun aldrei hætta að vera Ameríkani en samt vil ég ekki búa annars staðar en í Ástralíu. Ég lifi skemmtilegu lífi og Ástralía er frábært land. Tom Hulce: Lék Mozart í kvikmyndinni Amadeus. Hann lék einnig i myndinni National Lampoon's Animal House. Hann hefur oinnig leikið mikiö í leikrit- um, svo sem Candida og The Sea Gull. Veistu hvað var erfiðast við að leika Mozarthlutverkið? Að læra að spila á píanó öfugt. Þú verður að muna aö ég hafði aldrei spilað á píanó fyrr. 24 Vikan 49. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.