Vikan


Vikan - 05.12.1985, Síða 35

Vikan - 05.12.1985, Síða 35
Greinarhöfundur svipast um við leiði goðsins fallna. Umhverfis gröfina hafa aðdáendurnir skrifað speki og tilvitnanir úr textum Morrisons. dag í september og eyddum þar nokkrum klukkutímum fjarri skarkala heimsins. Þegar inn í garðinn var komið spurðum við þreytulegan miðaldra kirkju- garðsvörð hvar Ameríkaninn Morrison væri grafinn. Hann benti mæddur upp í garðinn og sagði: ,,A droit!" Vigdís hafði kennt mér forðum að þetta þýddi til hægri en þar sem í garðinum liggja eitthvað á aðra milljón einstaklinga fundust mér þetta lélegar upplýsingar. Við gengum þó af stað og bölvuðum í hljóði þessum óal- mennilegu Frökkum sem ekki skilja mikilvægi ferðamanna- iðnaðarins eins og hann er skilgreindur af FRJÁLSU FRAMTAKI. Fljótlega kom- umst við þó að raun um að allar frekari upplýsingar voru óþarf- ar. Leiðin að gröfinni var vel vörðuð. Aðdáendur höfðu krassað nafnið og pílur með tússpennum sem vísuðu leið- ina. Viðfundum þannig gröfina undireins. Á þessari litlu gröf var þrjóstmynd af Morrison, vel máluð í sem eðlilegustum lit- um, og ótal blómvendir frá fólki sem stöðugt streymir að. Þennan dag sátu nokkrir langþreyttir ferðalangar við gröfina, drukku rauðvín og horfðu dreymandi út í loftið, sorgbitnir á svip. Alls staðar höfðu menn krassað einhver brot úr Doorstextum og hyll- ingarhróp til Morrisons. Yfir staðnum hvíldi þessi þunga lykt af marijuana og rauðvíni en þarna sitja menn gjarnan og reykja og drekka á kyrrlátum dögum og láta hugann sveima. Dulúðug stemmning var í loft- inu. Ungur maður sagði stund- arhátt ,,You were the doors between" og tók upp úr pússi sínu svartan lit og krassaði þessi orð á næsta auða blett. Maður fékk tilfinningu fyrir því hversu skammt er milli lífs og dauða en hópurinn við gröfina virtist ekki sætta sig við það og vildi skyggnast yfir landamærin eftir vini sinum, Morrison, gegnum rauðvínsanganina og hassmökkinn. Jim Morrison í Broadway? Þegar heim var komið sagði ég vinum og vinnufélögum frá því uppnuminn af hrifningu að ég hefði farið að gröf Morrisons og tekið mynd. Hvaða Morri- son? var svarið. Svo jafnvel hinn frægasti fellur í gleymsku og sennilega hætta menn ein- hvern tímann að sitja í draum- leiðslu við gröf hans og rugla um tilveruna. En hvað hefur Morrison sagt um þetta sjálfur? ,,When the music is over turn off the lights!" — þegar músík- inni er lokið á að slökkva Ijósin og fara heim. Æðisgengnu lífi Morrisons gat varla lokið nema á einn veg og sennilega gat hann í sínu rugli ekki hugsað sér önnur endalok en þessi. Ég get að minnsta kosti ekki hugs- að mér Jim Morrison, vin minn og hetju, standandi á sviðinu í Broadway, hingað kominn að tilhlutan Ólafs Laufdal ásamt öðrum gömlum skemmti- kröftum frá sjötta áratugnum. Hann hefði einhvern veginn aldrei fallið inn í þá mynd. En allt er i heiminum hverfult og Jim Morrison væri kannski í dag reglusamur miðaldra heim- ilisfaðir ef hann hefði lifað og kæmi árlega á hátíð í Atlavík um verslunarmannahelgi og berði á bumbur með drukknum Islendingum. En þetta fáum við aldrei að vita, rás tímans verður ekki snúið við, Morrison verður áfram í gröfinni í Pére Lachaise, Ringo kemur í Atlavík og Searchers í Broadway. Allt annað eru bara draumkenndar hugsanir og ímyndanir sveimhugans. 49. tbl. Vlkan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.