Vikan


Vikan - 05.12.1985, Side 42

Vikan - 05.12.1985, Side 42
Jólaórói Efni: Náttúrulitt bast, 2 hankir, um það bil 75 endar, 1 metri á lengd, blómavir, rautt filt, polyestervatt, rautt bómullargarn, rautt silkiband, rauður tvinni. Aðferð: Búið til fléttu. Þegar byrjað er að flétta á að binda fyrir lengjuna 10—15 cm innan við endana hvorum megin, það er skilið eftir ófléttað. Sjá teikningu. Leggið fléttuna á víxl og vefjið blómavír um samskeytin og festið vel saman. Takið upp sniðið, teiknið hjörtun á filtið og klippið út. Saumið hjörtun saman með litlum sporum. Skiljið eftir op fyrir tróð, setjið tróðið inn í og saumið fyrir. Festið hjörtun hvert i annað með bómullargarninu, mislöngum endum, sjá teikningu. Hengið þau á fléttuna eins og sýnt er á teikning- unni. Bindið rautt silkiband yfir samskeytin á fléttunni, lengdin á bandinu fer eftir þvi hvar kransinn á að hanga. Síðast er búin til slaufa. Notið blómavír til þess að festa slaufuna saman i miðjunni og festa hana á kransinn. Stafur, sleikjupinni og sokkur Efni: Bómullarefni, polyestervatt, tvinni, bambus, silkiband i slaufur, lim. Teiknið upp sniðin og leggið á efnið. Munið að bæta alls staðar við um það bil 1/2 cm saum- fari. Klippið út og saumið saman á röngunni, klippið raufar upp í alls staðar þar sem eru bogadregnar linur. Snúið við og troðið vatti inn í. Saumið fyrir opið nema á sleikjupinna, þar er skilið eftir litið op fyrir spýtu. Berið svolitið lim á spýtuna um leið og hún er sett i. Upphengi saumað i.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.