Vikan - 10.03.1988, Qupperneq 12
FORSIÐAN
Deepglow Amethyst no. 72 og
Dusty Pink Frost no. 02.
Um hárgreiðsluna sá Guð-
finna Jóhannsdóttir og þar sem
við fréttum að hún væri einn
þátttakendanna í landsliði ís-
lands í heimsmeistarakeppninni
í hárgreiðslu þá fannst okkur
ekki úr vegi að kynna hana
nánar.
TEXTI: BRYNDIS KRISTJANSDOTTIR
MYND: PÁLL KJARTANSSON
Myndina af stúlkunni sem
prýðir forsíðuna að þessu sinni
tók ljósmyndarinn okkar, Páll
Kjartansson. Stúlkan heitir
Kristjana Kristjánsdóttir og er
hún verslunarstjóri í verslun-
inni Liljunni og er reyndar í
fatnaði þaðan.
Skartgripir eru frá versluninni
Messing, en um förðunina sá
Ragnheiður Hanson og notaði
Revlon snyrtivörur frá íslensk-
ameríska: Make-up, E 27 no. 01;
kinnalitur, Wine witli every-
thing; varalitur, Strawberrry
blond no. 176; augnskuggarnir
heita Custom Eyes, en þá er
keypt falleg askja með hólfum
fyrir 2 eða 3 liti og hver og einn
velur sína óskaiiti úr 15 litum —
og skiptir um þegar liturinn er
búinn eða kominn úr tísku.
Ragnheiður málaði Kristjönu
með litunum Wisteria no. 01,
Stefni á titilinn á 10 ára afmœlinu
Guðfinna Jóhannsdóttir greiðir
hár forsíðustúlkunnar okkar,
Kristjönu Kristjánsdóttur.
- segir Guðfinna Jóhannsdóttir hárgreiðslumeistari
Guðfinna er eigandi hár-
greiðslustofunnar Ýr sem verð-
ur 10 ára á þessu ári, en Guð-
finna sagðist þó ekki vera viss
um hvort hún gerði eitthvað
sérstakt til að halda upp á af-
mælið því það ber upp á sama
tíma og heimsmeistarakeppnin
fer frarn, en það verður í okt-
óber næstkomandi og verður í
Dusseldorf í Þýskalandi. Ásamt
henni taka þátt í keppninni þær
Solveig Leifsdóttir og Dóróthea
Magnúsdóttir og þær keppa all-
ar saman sem lið Islands. Rétt til
þátttöku öðlast keppendur með
því að safna stigum sem þeir fá
fýrir árangur sinn í öðrum
keppnum, s.s. íslandsmeistara-
kepnninni, Evrópukeppninni og
Norðurlandakeppninni.
Guðfinna hefur á síðustu 4
árum tekið þátt í öllum þessum
keppnum og þegar keppt var í
blæstri, sem er ein keppnis-
greinin í Évrópukeppninni í Bú-
dapest þá varð hún í 6. sæti en
keppendur voru alls 92. íslands-
liðið hefur þegar hafið undir-
búning og síðast í febrúar fengu
þær Bandaríkjamanninn Gary
Bray hingað til lands til að þjálfa
þær og halda námskeið fýrir fé-
lagsmenn, en Bray hefur þjálfað
bandaríska liðið og þeir urðu
heimsmeistarar árið 1984.
Guðfinna hefur starfað við
hárgreiðslu síðan 1964 þegar
hún hóf nám og segist vera hár-
greiðslukona af lífi og sál — og
að keppnir séu hennar áhuga-
mál því það sé tvennt ólíkt að
greiða á stofú eða í keppni.
Keppnir ganga út á það að sýna
hvað þú getur gert vel á ýmsum
sviðum hársnyrtingar á sem
skemmstum tíma og árangurinn
verður að vera fúllkominn. Því
sagðist Guðfinna eiginlega ekki
hafa tíma til að hugsa um neitt
annað fram að keppni og sagðist
einna helst vonast til að geta
haldið upp á 10 ára afmæli stofú
sinnar með því að leggja sitt að
mörkum til að íslandsliðið kæmi
heim með titilinn.
12 VIKAN