Vikan


Vikan - 10.03.1988, Síða 16

Vikan - 10.03.1988, Síða 16
Þetta er mjög lítil fjölskylda vegna þess að næstum því allur ættleggur afa míns og ömmu fluttist til Kanada um aldamótin og hann varð einn eftir 2ja ára gamall. Foreldrar hans eignuð- ust síðan í Bandaríkjunum 8 böm. Mér fannst alltaf mín fjölskylda aðeins vera afi minn, pabbi og mamma, og svo systkini hennar mömmu. Svo þekkti maður krakka sem áttu fjölmörg ffændsystkini og allskonar ætt- menni og oft fannst mér sem við værum óttalegir einstæðingar í samanburði við aðra. En það var aldveg dásamlegt að alast upp á Sauðárkróki á þessum tíma þegar bærinn var þetta lítill 1000—1100 manns. Alltaf var sólskin og gott veður og ég var á strigaskóm og skyrtu frá maíbyrjun fram í október. Það voru engir staðir í bænum okkur óviðkomandi. Við vorum út um allt, niðri á bryggju, inni á trésmíðaverkstæði, í fjörunni, upp á móum, ofaní skipum, út um allt. Ég þekkti líka alla og all- ir þekktu mig. Auðvitað gerðum við ýmis prakkarastrik og voru að laumast til að reykja og þess háttar." Bítill fyrir tilviljun „Svo þroskaðist maður náttúr- lega og fór í gagnfræðaskólann og um vorið var ég sendur í sveit eftir fyrsta bekkinn. Fyrir tilviljun kem ég svo heim eftir sumarið 64 með hár niður á herðar, fjórtán ára gamall. Það var vegna þess að Kjartan á Tjörnum hafði gleymt að klippa mig áður en ég hélt heim úr sveitinni. Um sumarið hafði bítlaæðið borist til landsins og ég hafði vissulega orðið var við það í útvarpinu í sveitinni, en kom svo bara fyrir tilviljun sem Bjarni bítill úr sveitinni. Og í staðinn fyrir að fara beint til Valda rakara og láta klippa þetta af mér, þá var ég með síða hárið áfram þannig hafði ég sítt hár fram yfir aðra þegar ég byrjaði í bítlinu af krafti. Fljótlega eftir að ég hóf nám í gagnfræðaskólanum á Sauðár- króki fann ég fyrir gífurlegum námsleiða, skorti á einbeitingu og almennum doða gagnvart náminu. Mér gekk illa að ein- beita mér við lestur og námið fór gjörsamlega úr handaskol- um. Þetta voru mér vonbrigði og skortur á aðstoð og hjálp varð til þess að ég dróst alvar- lega aftur úr öðrum. Ég lagði síðan námið nánast alveg á hill- una. Reyndi samt að vera ekki alveg með þeim neðstu en var auðvitað ekki nokkur nemandi. Þó gekk mér ágætlega við það sem ég hafði áhuga á, en það var líka fátt eitt sem vakti áhuga minn. Björgunaraðgerðin var sú að senda mig í sveitaskóla þar sem allir töldu að þar væri ekk- 16 VIKAN ert sem gæti glapið fyrir mér. Heilan vetur dvaldi ég á Reykja- skóla í Hrútafirði og kvaldist eins og dýr í búri. Sama sagan endurtók sig þar. Ég gat ekki einbeitt mér að náminu, var þó lokaður inn í Iesstoíú 3 klst. á dag með kennara yflr mér. Námsgreinarnar voru mér fjandsamlegar, íslenskan flókin og óaðgengileg, reikningurinn torskilinn og enskan kennd of hratt. Ég fann allt að kennslunni og skólafélögunum. Ég kom þarna í 3ja bekk. Aðrir höfðu verið þarna 2—3 ár og þekktust vel. Ég var utanaðkomandi gemlingur og kynntist eiginlega engum, en ég spilaði í hljóm- sveit með Bjössa Trausta og Marinó. Við söfhuðum hári og áttum leðurvesti og lakkrísbindi en Ólafi skólastjóra líkaði alls ekki þetta greiðslufyrirkomulag á hárinu. Það urðu árekstrar sem enduðu með hótun um brottrekstur úr skólanum ef ekki við færum í hársnyrtingu hjá áhugaklippara frá Hvamms- tanga sem kont í heimsókn og starfaði við hárskurð í Ieikfimi- húsinu. Sennilega er þessi dvöl best gleymd, að minnsta kosti hefur Ólafur skólastjóri ekki tal- ið að dvöl mín ætti heima í heimildum, því þegar ég skoð- aði fræðibók eftir hann um sögu skólans er nafn mitt ekki að finna yfir nemendur skólans, er þó sagt að allra sé getið sem hann kenndi. En þar sem mér gekk svo bölvanlega við bók- námið, ákvað ég að fara aðrar leiðir. Mamma var mér sammála og hún útvegaði öll nauðsynleg gögn og leyfi svo ég gæti sótt um námsdvöl í Myndlista og handíðaskólanum. Það er svo eftir nokkra dvöl í Reykjavík sem augnlæknir segir mér að ég sé haldinn slæmri lesblindu og með nokkra sjónskekkju á hægra auga. Gekk þér ekki illa í skóla spuðri augnlæknirinn. Nei... ég var alltaf nteð þeim bestu. Það getur bara ekki ver- ið sagði hann, en þú verður að fá þér gleraugu. Síðan fekk ég mér gleraugu sem ég nota við lestur og skriftir. Síðar meir varð ég beiskur og vonsvikinn vegna þessa. Ég hafði farið til Reykja- víkur eitt sinn 10 eða 11 ára gantall til þess að láta rannsaka í mér sjónina vegna þess að ég hafði ftrndið fyrir augnþreytu og kvartað yfir því. Þá sagði augn- læknirinn að hann sæi ekki ann- að en ég væri með skarpa og góða sjón. Þetta varð til þess að ég velti því fýrir mér oftsinnis hversu mikilvægt það er að kennarar, foreldrar eða hver sá sem vinnur eða starfar með börnum eða ungmennum hafi samúð með hverjum og einum, og hafi skilning á vandamálum hvers og eins. Ég er ekki að segja þér að ég væri ef til vill prestur eða Iífefna- fræðingur í dag ef lesblinda mín hefði uppgötvast þegar ég var barn. Það er heldur hitt skóla með vonbrigði og ónægju í augunum án þess að nokkur maður reyndi að gera sér grein fýrir ástæðunni eða hjálpa mér... það gerði mér ákaflega grammt í geði í nokkur ár. Nú vita allir hvernig lækna á les- blindu og hvernig hún lýsir sér, a.m.k. þeir sem vilja vita það. Þetta rifjaðist upp núna þegar þú spyrð um aldur menntun og fyrri störf. Annars er þetta tímabil sem ég er búinn að gleyma.“ Bjarni segir ntér frá þessu á góðlátlegan hátt, en þó dylst manni ekki að honum er mikið niðri fyrir. Áfram heldur hann þó sögunni og segir svo frá að eftir ýmis konar störf á Sauðár- króki í nokkur ár hafi hann hald- ið suður á mölina nítján ára gamall og farið í Myndlista og handíðaskólann haustið 69, fyrst í undirhúningsdeild og síð- an í auglýsingadeild. „Ég kom hingað suður með eina ferðatösku og dún- sæng í poka og þekkti náttúrlega ekki nokkurn mann hérna. Eg leigði lítið herbergi uppi í Lönguhlíð og var í fæði hjá Ósk- ari bróður mínum og Aðalheiði konu hans, en þá var Óskar í læknisfræði í Háskólanum. Snemma kynntist ég mjög skemmtilegu fólki. Til dæmis var Egill Eðvarðsson bekkjarfé- lagi minn og hann var þá sjálfúr nýkominn í bæinn að norðan rétt eins og ég. Við höfum verið mjög góðir kunningjar alla tíð síðan við kynntumst þarna fyrir átján árum. Einnig kynntist ég Siggu Örlygs, Óniari Skúla, Lalla Blöndal og ótal fleirum. Ég kynntist líka fljótlega Þór- arni Jóni Magnússyni blaða- útgefanda sem þá var að gefa út Toppkorn og við fórum að starfa saman að þeim málurn. Nú, ég hékk nú eiginlega í jakkanum hans, sem varð svo til þess að ég kynntist eiginlega öllum popp- urum bæjarins á mjög skömm- um tíma og var allt í einu orðinn nákominn hljómsveitum eins og Flowers, Hljómum og Trúbroti, Pops, Dumbó, Roof Tops og fl.“ Út frá þessum umræðum um hljómsveitir komuni við að sveitatónlistinni, eða „kántrítón- listinni" eins og sumir vilja kalla hana. Bjarni Dagur vill meina að það hafi verið fýrir tilviljun að hann hafi byrjað með þátt á Rás 2 þar sem sveitatónlist var kynnt. „Það eru margir sem halda því frant þegar þeir sjá inn í plötuskápinn hjá mér að ég hafi engan ákveðinn tónlistar- smekk, því að þar ægi öllu saman, rokki, djass, óperum, sveitatónlist, og svo mætti lengi telja. Ég er alæta á tónlist." Én hvernig stóð þá á því að hann byrjaði með þessa útvarps- þætti? „Nú, Þorgeir vissi að ég hafði safnað býsna miklu af þess- ari tónlist sem er frekar sjaldgæft, svo hann kont að máli við mig og spurði hvort ég vildi ekki vera með sérstakan kántrí- þátt, sem varð svo auðvitað til þess að ég fór að kaupa og viða að mér kántrí plötum." Úr Myndlistaskólanum lá svo leiðin upp á Sjónvarp þar sem Bjarni var ráðinn sem teiknari og hann segir frá ýmsunt mönn- um sem hann kynntist þar og starfaði með, m.a. bræðrunum Halla og Ladda, Gísla Rúnari og Júlíusi Brjánssyni. í gegnum þá fékk svo Bjarni fyrstu reynsluna af útvarpinu. ,Júlli og Gísli voru með hálftíma þátt í útvarpinu sem hét Hæfilegur skammtur og lentu fljótlega í vandræðum með að fýlla þennan vikulega þátt, þannig að við settumst nið- ur ásamt Ladda og sömdum efni í þennan þátt í sameiningu lieil- an vetur. Útvarpsstjóri í perustæði „En ég hafði alltaf haft rnikinn hug á útvarpinu. Þegar ég var lítill strákur var heima hjá mér gamall leslampi á gormi og skermurinn hafði dottið af, eftir stóð svo gormurinn og opið perustæðið. Ég hafði einhvern- tíma séð ljósntynd úr útvarpinu og fannst þetta líkt hljóðnema. Þessunt lampa var nú aldrei stungið í samband, en ég hafði gjarnan rafmangssnúruna upp að útvarpinu og síðan var ýg með útvarpsstöð í gangi inni í herbergi hjá mér heilu dagana þar sem ég las tilkynningar, fréttir og flutti heilu útvarps- leikritin og kynnti óskalög inn í perustæðið. Ég var alltaf viss uni og því verið spáð að ég ætti ein- hvern tírna eftir að vinna við út- varp og það kont mér ekki á óvart þegar ég hóf svo vinnu þar í kringunt 1972, í Hæfilegum skammti." Dvöl Bjarna í gamla gufuút- varpinu var stutt, vegna þess að skömmu síðar hætti hann bæði í útvarpinu og sjónvarpinu og setti upp eigin teiknistofu og fór að vinna sem auglýsingateikn- ari. Útvarpsdellan var þó geymd en ekki gleymd, og þegar Bjarni fór að vera tíður gestur á Rás 2 vegna birtinga á útvarps auglýs- ingurn og kynntist Þorgeiri Ás- tvaldssyni kom að því að Þor- geir bað hann um að taka að sér þátt með sveitatónlist. Þetta byrjaði smátt, en fyrr en varði var Bjarni farinn að vera nteira í útvarpinu á ýmsum tímum, en hætti svo kömmu eftir að Þor- geir lét af störfum. „Þetta voru ágætir ntenn sem tóku við af Þorgeiri, en mér fannst Rásin breytast mikið við það að Þorgeir hætti, þeir voru ekki eins rnjúkir í sinni dag- skrárstefnu og hann var. Þeir sögðu mér loks upp vorið 1987. Síðan líður og bíður, en þegar

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.