Vikan


Vikan - 10.03.1988, Page 17

Vikan - 10.03.1988, Page 17
líður að opnun Stjörnunnar er haft samband við Bjarna Dag og hann er með þar frá fyrsta degi. Hann talar um hve erfltt það hafl verið í fyrstunni að vera með þriggja tíma þátt í eftirmið- dögum og gera lítið annað en að spila og kynna lög. „Það fór að brjótast í mér að spjalla meira við hlustendur, þannig að ég renndi í að tala við einn, kannski tvo hlustendur á dag. Reyndar má segja að hugmyndin hafi fæðst einu sinni uppá Rás 2 þeg- ar ég var á næturvakt aðfaranótt páskadags og fór að spjaila við hlustendur þegar komið var undir morgun og enginn af stjórnendum Rásarinnar var að hlusta. Ég spjallaði við hlustend- ur um heima og geima og svo rétt fyrir lok vaktarinnar um kl. 6 hringir maður og segir: „Mikið rosalega er þægilegt að heyra þig tala svona við fólkið í út- varpinu. Það vantar svona þátt, gerðu meira af þessu.“ Bjarni prófaði svo að spjalla við fólk í síðasta hálftímanum i eftirmiðdagsþáttum sínum í sumar, og það reyndist ágæt- lega. „Svo hætti ég með þann þátt. Ég var búinn að vera nógu lengi með hann, en þegar fólk fór að hringja inn og spyrja sér- staklega um hvað hefði orðið af þessu spjalli var ákveðið að ég byrjaði með sérstakan þátt. Milli mín og þín. í tvo mánuði hugs- aði ég um hvernig ég vildi hafa þáttinn og mætti svo einn laug- ardaginn í útsendingu með hann fúllskapaðan." Tveir tímar hjá sálfræðingum! „Ég var búinn að hafa tíma til að undirbúa mig mjög vel. Ég las ýmislegt í sambandi við sál- fræði og samskipti fólks. Ég fór einnig í viðtöl hjá sálfræðingum. Ég þekkti þá ekkert, pantaði mér bara tíma og fór í viðtal til þeirra og fylgdist með því hvernig þeir fóru að því að spyrja og tala við mig. Svo not- aði ég reynslu mína í því að eiga góð samskipti við annað fólk. Ég hef alltaf verið fljótur að átta mig á fólki og það hefúr nýst mér mjög vel í þessum þáttum. Það hjálpar líka að koma í veg fyrir að einhverjir fíflist í út- sendingu hjá mér. Þannig hef ég til dæmis nokkrum sinnum fundið það á mér að sá sem hringir inn ætlar að gera at í mér og hleypi honum því ekki í út- sendinguna. Þess vegna held ég að það hafi aldrei gerst slys í út- sendingu hjá mér þar sem ég er mjög varkár að þessu Ieyti.“ - Tekur þú þessa þætti mjög alvarlega? „Þetta er stundum mjög erfitt, og ég vinn þessa þætti af fullri alvöru. Það er miídð ábyrgðar- hlutverk að hlusta á raunir fólks eða áhyggjur og ráðleggja því. Hlustandinn má því alls ekki Bjarni Dagur í afslöppun heima hjá sér meö dótturinni Herdísi. halda að ég sitji hálfglottandi undir þessu öllu saman. Ég hef til dæmis mikla samúð með alk- óhólistunum sem hringja í mig vegna þess að ég þekki sjálfur nokkra sem þannig er komið fyrir og á því auðvelt með að átta mig á þeim. Mér finnst leiðinlegt að vita af fólki ein- hversstaðar úti í bæ sem á bágt að einhverju leyti og ég vil gefa því tækifæri til að ræða sín vandamál við mig Ég held líka að þessi þáttur, Milli mín og þín á Stjörnunni, sé jafú vinsæll og kannanir hafa sýnt vegna þess að fólk hefúr mikinn áhuga á öðru fólki. Sjálf- ur hef ég áhuga á fólki og vil vita hvernig það hefur það, og hwernig því líður." Líf mitt fór í gegnum skilvindu Þegar við erum búnir að fá ábót á kaffið spyr ég hann um fjölskylduhagi hans. „Ég skildi við konuna mína fyrir einu og hálfu ári síðan, og það hefur auð vúað haft geysileg áhrif á mig. Ég held að skilnaður sé jafnvel stærsta og erfiðasta á- kvörðun sem nokkur maður getur tekið. í kjölfarið er ég svo búinn að gera rækilega úttekt á sjálfum mér og hjónabandinu. Reyni að sjá hvað það er sem veldur því að maður lendir í svona þrenginum. Það er sárt að gera það, en ákaflega lærdóms- ríkt. Maður þarf eiginlega að setja líf sjálfs sín í gegnum skil- vindu til að geta áttað sig á því hvað maður hefur verið að gera í gegnum þessi ár.“ Hann talar um það hvernig þeir sem hann hélt að væru traustir vinir sneru við honum baki við skilnaðinn. „Það er allt- af karlmaðurinn sem er stimpl- aður sem drullusokkur og skepna, og talað um hvernig hann kom fram við konuna sína. En maður veit þá betur eftir en áður hverjir eru sannir vinir manns og hverjir ekki.“ Hann segir þó að engin óvild sé á milli hans og fyrrverandi konu hans, þau reyni að passa það að þetta komi sem minnst niður á börn- unum sem hann segir að séu það mikilvægasta í lífi hans. „Annars á þessi ákvörðun um skilnað áreiðanlega eftir að verða mér umhugsunarefni það sem eftir er. Það hafa menn sem hafa skilið og eru hamingjusam- lega giftir aftur sagt mér það að þeirri hugsun skjóti alltaf upp í huga þeirra af og til hvort þeir hafi nú gert rétt. Hefði ekki ver- ið hægt að bjarga sambandinu með því að leggja meira á sig. Gafst maður hreinlega upp of snemma?" En nú er Bjarni Dagur að komast út úr þeim hremming- um sem skilnaður hlýtur að vera: „Ég á góða elskulega vinkonu sem er traustur vinur og félagi og við erum sammála um að ræða framtíðaráformin ekki lengra en viku fram í tíman í einu.“ En meira vill hann ekki segja mér um það samband en segist vera sáttur við tilveruna í dag eftir að hafa siglt um djúpan öldudal. Bjarni segir mér að bömin hans, Dagur 3 x/i árs og Herdís 7 ára, og það að vera í sambandi við þau daglega í gegnum síma eða með heim- sóknum hafi hjálpað sér mikið. „Þau eru áhugamál mitt númer eitt, heimsóknir þeirra, uppeld- ið og að umgangast þau er það mikilvægasta í dag. Vinkona mín skilur vel að þau eru það dýr- mætasta sem ég á og að þau eiga heimtingu á að vera númer eitt. Öðruvísi gengur þetta ekki, við viljum öll vera hamingjusöm án þess að skyggja hvert á annað eða keppa um athyglina. ... „Vertu kurteis í strætó, búðu til góðan mat úr litlu, og sýndu öllu því fólki sem þú mætir á Iífsleiðinni hreinskilni, samúð og hlýju.“ Skyndilega er eins og hann rífi sig upp úr þessum hug- leiðingum og verður kvikur í hreyfingum á ný. Hann lítur á úrið og segist eiga vera mættur á fúnd. Eftir stutta kveðju geng- ur hann svo á vit fundarins og síðar um daginn í beina útsend- ingu þar sem hann fáer aðra til að opna sig og spjalla um slúður og rógburð. Eftir sit ég og skil betur en áður hvernig honum tekst að ná svona vel til fólks í gegnum útvarpið. Það er leitun að einlægari og opnari persónu- leika. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.