Vikan


Vikan - 10.03.1988, Side 20

Vikan - 10.03.1988, Side 20
sem þær áttu eftir að dansa hálf- naktar fyrir framan fjöldann í nærri klukkutíma. Rose hafði einkum fyrir þeim orðið og sagðist hún hafa verið í ballettinum frá því hún var 13 ára, eða í 7 ár, og að stöllur hennar hefðu verið álíka lengi. Hún sagði að margir sem væru í ballettinum hefðu átt bræður, systur eða önnur skyldmenni í honum áður. Hún sagði einnig að það væri mikill heiður að fá að vera með því virðing er bor- in fyrir listamönnunum. Einnig væri mjög gott að vinna og vera með öllu fólkinu; þau væru eins og ein stór fjölskylda. Áður en þær fá að taka þátt í sýningum þá fer „“Boss no. 1“ eða yfirmaður sýningarflokksins til foreldranna og útskýrir ná- kvæmlega hvað um er að vera og biður um leyfi til að stúlk- urnar fái að fara með. „Boss no. 1“ er valdamikill og hann ræður hvað fólkið gerir. Við reyndum að fá hann til að safna fólkinu saman á stað þar sem birtan og umhverfið væri skemmtilegra en á skrifstofunni eða í eldhúsinu, en það vildi hann ekki. „Spurðu hann þá hvort við getum fengið stelp- urnar niður í bæ á morgun þar sem hægt er að taka myndir af þeim úti,“ sagði ljósmyndarinn sem óttaðist að myndirnar yrðu ekki nógu góðar þarna uppi. „Nei,“ sagði „Boss no. 1“, ég ætla ekki að hætta mínu fólki út í hálku og kulda bara til að þú getir .selt blað!“ „En það er rigning úti núna og hlýtt", var reynt að malda í móinn. „Fólk sem vinnur á nóttinni þarf að sofa á daginn,“ sagði hann óbifanlegur. „Megum við þá koma og taka mynd af ykkur sofandi"? (Engil- bros). Og viti menn hann hló, en sagði nei. Þegar hér er komið sögu er hryllingsmyndinni í sjónvarpinu lokið og stelpurnar farnar að horfa á Madonnu og auðséð — og heyrt — að þær eru hrifnar. „Mér finnst hún æðisleg", segir Rose. „Hún er listamaður... eins og við.“ Nokkrir karlmannanna koma inn á skrifstofú af og til og leggja orð í belg. „Hvernig er það. Hjálpa karlmenn til á heim- ilunum?“ ,Já, það gera þeir,“ svarar Rose. „Við öll störf? Til jafns á við konurnar? Þvo, elda matinn og hugsa um börnin?" ,Já. Beaucoup, beauc- oup“,(mikið, mikið) segir Rose með áherslu. Getur það verið að allt sé svona gott í samskiptum kynj- anna þarna í svörtustu Afríku. Launamálin hljóta að vera í ólestri: „Fá konur og karlar greidd sömu laun fyrir sömu vinnu?“ „Auðvitað." Allt virðist semsagt vera í himnalagi í Senegal; Alla vega var fólkið í sýningarhópnum þaðan einstaklega brosmilt og virtist njóta lífsins út í ystu æsar — og sýningin bar það með sér að þarna var atvinnufólk á ferð sem lagði stolt sitt í að gera vel. Að lokum spúrðum við Rose hvort þær væru aldrei kvíðnar áður en þær kæmu fram. „Ekki yfir því að sýna, en stundum líður manni ekki vel þegar maður hugsar til fjöl- skyldu sinnar og hversu langt hún er í burtu — og langt þangað til maður sér fólkið sitt.“ HJÁ OKKUR FÆST ÓTRÚLEGT ÚRVAL ELDSPÝTNA HEILDSÖLUBIRGÐIR ~ KARLK.KARLSSQN&CQ • Skúlatúni 4 • Pósthólf 1074 • 121 Reykjavik • simi 91-623232 • 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.