Vikan


Vikan - 10.03.1988, Síða 24

Vikan - 10.03.1988, Síða 24
'Cf;; Kirtill til að dansa í, fermast Nýir umsjónarmenn íslenska listans / Ætlum að ná til eldri áhorfenda Fyrir stuttu tóku tvö eld- hress ungmenni við umsjón íslenska listans á Stöð 2. Það eru þau Felix Bergsson og Anna Þorláksdóttir. Felix ætti varla að þurfa að kynna fyrir yngri kynslóðinni, en hann er söngvari Greifanna til skamms tíma. Felix er tutt- ugu og eins árs Reykvíkingur og útskrifaðist úr Verslunarskóla ís- lands í íyrra. Honum er það ekk- ert framandi að koma fram fyrir almenning því fyrir utan það að hafa verið söngvari Greifanna hefúr hann verið mjög mikið í leiklist. Hann lék í sínu fyrsta út- varpsleikriti ellefú ára gamall og á næstu árum urðu hlutverkin hans í útvarpi fjölmörg. Þá hefur Felix leikið á fjölurn Þjóðleik- hússins auk þess að hafa tekið þátt í skólaleikritum og verið einn af stofnendum unglinga- leikhússins Veit mamma livað ég vil? Anna er ekki heldur neinn nýgræðingur í fjölmiðlabransan- um. Hún hefur verið með fasta þætti á Bylgjunni frá upphafl, en er flugfreyja að aðalstarfi og hef- ur unnið hjá Flugleiðum frá 1982. Annars er Anna tuttugu og níu ára gamall heimshorna- flakkari og ævintýramanneskja. Hún bjó á Bermuda í eitt og hálft ár og hafði ofan af fyrir sér með því að vinna í spilavíti. Leiöinlegasti staðurinn sem hún segist hafa komið til er Fiji-eyj- ar, en það eina sem hægt var að gera þar var að spila Trival Per- suit á eftirmiðdaginn og bingó á kvöldin. Aðspurð sögðust þau ætla að hressa uppá íslenska listann og breyta algerlega útliti hans og ímynd. “Helga og Pétur Steinn unnu virkilega gott brautryðj- endastarf, en nú er það okkar að jiróa þáttinn áfram,“ sagði Felix. Búast má við mun fleiri viðtöl- um við tónlistarmenn en verið hefúr og meiri áhersla verður iögð á innlenda flytjendur. Þau voru bæði hörð á því að gera ætti þáttinn meira aðlaðandi fyr- ir eldra fólk en það sem horfir á hann að jafnaði. Verkum skipta þau þannig með sér að Felix er umsjónar- maður þáttanna og sér um upp- byggingu þeirra að miklu leyti, en Anna verður kynnir með honum. „Enda er ég bara kona“ klykkti Anna út með í lokin. og gifta sig í 6. tbl. Vikunnar á þessu ári var sagf frá íslensku þjóðbún- ingunum en í þeirri umljöll- un féll niður meðfylgjandi mynd og texti þannig að einn buninginn vantaði alveg. Við bætum hér úr og vonum að þetta hafi ekki komið að sök. Siguröur Guðmundsson málari hannaði einnig léttari búning, kirtil sem auðveldara átti að vera að dansa í, sem þó var ekki vegna höfuðbúnaðarins. Algengast er að kirtillinn sé svartur eða hvítur en hann gat einnig verið dökk- grænn eða dökkblár. Vinsælt var aö nota hvíta kirtilinn sem ferm- ingar- eða brúöarkjól. Algengast er að hann sé saumaður heill eða tvískiptur. Konur sem áttu svart- an skautbúning gátu þá notað efri hlutann af kirtlinum með pilsi skautbúningsins. Kirtlarnir vom skreyttir á mismunandi hátt, al- gengast er að skreyta hann með útsaumi eftir munstri sem Sigurð- ur teiknaði. Við kirtilinn er notað stokkabelti, gjarnan með sprota og ennisspöng. L 24 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.