Vikan


Vikan - 10.03.1988, Page 31

Vikan - 10.03.1988, Page 31
Þannig sparar þú: BRAUD Á 22- Fjölskyldumeðlimir á mínu heimiii eru sex. Við þessa tölu bætast oft kunningjar og vinir barnanna og talsvert er borðað af brauði á heimilinu - a.m.k. tvö brauð, og stundum fleiri, á dag. Þar sem ég er svo heppin að vera að mestu leyti heimavinnandi húsmóðir, þá kom til tals að ég bakaði brauðin sjálf í stað þess að kaupa þau (eiginmaðurinn átti hugmyndina). Þetta fannst mér í fyrstu ekki koma til mála þar sem þetta væri allt of tímafrek vinna, auk þess sem tafmagnseyðsla hlyti að aukast um helming. Þar að auki vissi ég fátt eitt um brauðbakstur en vissi þó að í þau þyrfti pressuger sem ég taldi vandmeðfarið efni. En eftir því sem mat- arútgjöldin jukust því ásæknari varð þessi hugmynd og ég ákvað því að reyna við brauð- baksturinn og reikna um leið út kostnaðinn sem honum væri samfara. í ljós kom að tiltölulega auðvelt er að baka brauð og af því er geysilegur sparnaður og segja má að ég hafl fengið 2-3 brauð ókeypis fyrir hvert eitt sem ég bakaði. Þar að auki vissi ég nákvæmlega hvað er í brauðunum sem ég baka sem mér finnst mikilvægt atriði. Nú baka ég öll brauð sem borðuð eru á heim- •bnu. En lítum á kostnaðarhliðina: 1 eitt brauð fer um Vz kg hveiti eða annað mjöl. Um V4 1 vökvi: Mjólk — súr, léttmjólk eða undanrenna, vatn. 25 gr pressuger eða 2 tsk. þurrger. E.t.v. um 20—25 gr smjörlíki eða 1 dl olía. 1-2 tsk. sykur. 1-2 tsk. salt. Vigdís Stefdnsdóttir bakar brauð Helst nota ég óhvíttað hveiti frá Finax sem kostar 47 kr. 2 kg, eða 11.75 í 1 brauð. Juvel hveiti og Kornax kosta álíka mikið og Finax. Mjólk kostar kr. 47.90 pr. lítri eða 11.97 í 1 brauð. Þurrgerið sem ég nota er í 500 gr dós sem kostar 188 kr. Tveggja kílóa poki af heil- hveiti kostar kr. 113. Grahamsmjöl er eigin- lega það sama, en kostar aðeins 59 kr. 2 kg. Smjörlíki kostar 67 kr. 500 gr, eða 2.70 kr. í 1 brauð. Venjulegur bakarofn eyðir 2 — 4 kw skv. upplýsingum frá Rafmagnsveitu ríkisins og hver kw stund kostar kr. 3.72. Ofninn þarf að hita í u.þ.b. 1 klst fyrir hvern skammt af brauði (heppilegast er að baka 4 brauð í einu, til að spara rafmagnið) og við reiknum með 3 kw = 11.16 kr. Uppskriftirnar koma frá ýmsum stöðum, þ.á.m. ulan á hveitipokunum, úr blöðum og matreiðslubókum, frá ættingjum og vinum. Sama aðferð er notuð við öll gerbrauðin og mér þykir best að hnoða deigið í vél þar til það hangir vel saman og ljúka svo að hnoða það í höndunum. Vökvinn er hitaður ásamt feitinni og sykr- inum í ca 37°C. Gerinu bætt útí vökvann látið bíða í .smástund. Mjölinu bætt útí, hnoðað saman. Látið bíða í ca 1 klst. eða lengur ef vill, það er allt í lagi. Hnoðað aftur og sett í form eða á plötu. Látið hefast aftur í 30 mín. eða lengur, ef vill. Grahamsbrauð Uppskrift úr gamalli bók eftir Jóhönnu Sigurðardóttur. kr. 500 gr Grahamsmjöl 14.75 20 gr ölger (2 tsk ger) 2.50 375 gr vatn 0 1 tsk. salt 0.50 Krónur 17.75 Rafmagn 11.00 Alls kr. 28.75 Helmingurinn af vatninu soðinn ásamt saltinu og 2/3 af mjölinu vætt með þessu. Hnoðað saman og látið kólna vel. Þá er gerinu, vatninu og mjölinu sem eftir er hnoðað vel saman við. Látið lyfta sér skv. fyrri aðferðarlýs- •ngu og bakað í 1 — 1 V2 klst. Kuðungabrauð og Sultubrauð Hér kemur svo dálítið af sæt- abrauði í lokin. Fyrsta uppskrift- •n gengur undir því frumlega nafni kuðungabrauð og sult- nbrauð. Þetta eru litlir snúðar °g vínarbrauð og er mjög vin- sælt hjá bæði ungum og göml- um í íjölskyldunni. Uppskriftin er nokkuð gömul en góð fyrir því. Kuðungabrauð 8 bollar hveiti (ca. 1 kg) 23 50 2 bollar sykur (ca 300 g) 5.70 7 tsk lyftiduft 5.00 200 gr smjörlíki 26.80 2 tsk sítrónudropar 2.00 3—4 dl mjólk 18.80 1 egg ef vill 10.00 BCrónur 9180 Rafmagn 11.00 Alls kr. 102.80 Úr þessu fást 58 stykki og kostar þá hvert kr. 1.77. Þetta er venjulegt hnoðað deig. En ég geri það aðeins öðruvísi. Ég hræri fyrst saman sykri og smjörlíki í hrærivél þar til það er ljóst og létt, bæti við egginu og hræri um stund. Set hnoðaran 'í vélina og bæti hveitinu, lyftiduftinu, dropun- um og mjóíkinni útí og læt vél- ina hnoða þar til deigið hangir vel saman. (Það er hægt að nota litla handhnoðara líka, eða hella hrærunni útí þurrefnin og hnoða í höndunum). Hnoðið deigið þar til það er slétt og sprungulaust. Fletja út á borð ca 1/4 af deiginu í einu. Pensla deigið með mjólk og strá kanilsykri vel á. Vefja svo deigið saman í rúllu og skera í ca 1 cm breiðar kökur. Látið á smurða plötu (það má raða nokkuð þétt) og baka í ca 10— 12 mín við 200°C hita. Sultubrauð Sama deig og í Kuðungabrauði. Fletja út eins og áður en skera í ca 20 cm breiðar ræmur eftir endilöngu. Smyrja rabbabara- sultu á ræmurnar (ekki þykkt) og brjóta saman eftir endilöngu. Baka í ca 12-15 mín. við 200°C. Kælt og skorið á ská í bita. Úr deiginu öllu fást u.þ.b. 4 plöt- ur af gómsætum kökum ca 34 snúðar og 24 vínarbrauð. Góð kaka. Hér kemur svo uppskrift af brúnköku sem getur ekki mis- heppnast. kr. 250 gr smjörlíki 34.60 350 gr sykur 6.65 2 egg 22.00 500 gr hveiti 11.75 1 tsk natron 1 tsk negull 1 tsk kanill 4 msk kakó allt krydd ca 15.00 4 dl mjólk 19.20 Krónur 109.20 Rafmagn 11.00 Alls kr. 120.20 Úr uppskriftinn fást tvær kökur á kr. 60.10, stykkið. Hræra saman sykur og smjörlíki. Bæta eggjunum útí og hræra enn betur. Bætið þurrefnum og mjólk útí og hræra um stund, þar til deigið er allt eins á litinn. Smyrja 2 kökuform og setja deigið í þau. Baka við 160°C í ca 45—60 mín. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.