Vikan


Vikan - 10.03.1988, Side 34

Vikan - 10.03.1988, Side 34
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON T’ Bryndis Kristjánsdóttir, annar ritstjóra Vikunnar, skoðar hér verðlaunabílinn í afmælisgetraun Vikunnar, spegilgljáandi Peugeot 205 árgerð 1988 þar sem hann stendur til sýnis hjá Jöfri, sem hefur umboð fyrir þessa vönduðu frönsku bifreiðategund. ÞU GÆTlR EIGNAST ÞESSA BIFREIÐ Flott skal það vera. í tilefni þess að VIKAN er fimmtíu ára á þessu ári efnum við til afmælisgetraunar þar sem vinningurinn er hinn vand- aði franski smábíll Peugeot 205, sem kostar liðlega 400 þúsund krónur. Hér er um áskrifendagetraun að ræða og þú getur verið með ef þú útfyllir áskriftarbeiðnina hér til hliðar og krossar við réttan reit þar sem spurt er hvaða ár VIKAN hóf göngu sína. Annað var það nú ekki. Dregið verður úr rétt- um lausnum í maí og hver veit nema þú eignist þá glænýjan bíl! Vart er hægt aö finna hentugri bíl til aö senda eiginmanninn á útí mjólk- urbúö eöa eftir krökkunum í skólann. Peugeot 205 meö mjúku frönsku línurn- ar er bæöi lipur og snögg- ur og eldfljótur í innanbæj- arsnattinu. Línurnar hafa falliö kvenþjóöinni svo mjög í geö aö erlendis hef- ur Peugeot 205 veriö kall- aður konubíll aldarinnar. Laglegt útlit og lipurö bíls- ins hafa fært honum lof um víöa veröld. Meö tvær milljónir les- enda í fararbroddi kaus hiö virta v-þýska tímarit Auto Motor und Sport Pe- ugeot 205 bíl ársins í fyrra. Hönnun, smekkur, frá- gangur og aksturseigin- leikar þóttu meö afbrigðum góöir. Sá heppni í áskrif- endagetrauninni á því von á góöu. Peugeot 205 XL, fagurrauður og gljáandi, bíöur bíllinn eftir eiganda. Verölaunabíllinn er þriggja dyra, meö bjart og rúmgott farþegarými, rýmra en í flestum smábíl- um. Stórir gluggar veita gott útsýni til allra átta og góðir speglar tryggja aö hægt sé aö fylgjast vel meö umferðinni fyrir aftan. Sætin eru meö þægilegu áklæöi, sem auövelt er aö þrífa, ef börnin missa t.d. niður ís eöa brölta um á skítugum stígvélum. Það verður enginn þreyttur á stýri eöa gír- skiptingu, sem eru hvoru tveggja í senn létt og nákvæm. Bíllinn er fjög- urra gíra, með 50 hestafla vél, sem er meira en nóg í innanbæjaraksturinn og skilar bílnum líka duglega á þjóðvegunum. Þeir sem huga aö ferðalögum á Peugeot 205, geta notað farangusrýmið, sem er 216 lítrar aö rúmmáli. Þar er nóg pláss fyrir innkaupapokana. Svo er lítil bensíneyösla einn stærsti kosturinn, innan- bæjar eyöir bíllinn tæpum sex lítrum á hverja hundr- aö kílómetra. Er hægt aö hugsa sér betri vinning? ■ ef þú getur svarað laufléttri spurningu um leið og þú fyllir út óskriftar- seðilinn. ■ Um leið og þú gerist áskrifandi að vönduðu blaði freistar þú gœfunnar. ■ Þú sparar verulega með áskrift - og gœtir jafnframt eignast bíl að verðmœti kr. 400.000. 34 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.