Vikan


Vikan - 10.03.1988, Síða 41

Vikan - 10.03.1988, Síða 41
Ævar R. Kvaran Eitt furðulegasta fyrirbœri sem ég hef kynnst Hið íræga enska sagnaskáld Thomas Hardy sagði eitt sinn: „Þó margt sé alltof furðulegt til þess að hægt sé að trúa því er ekkert svo fúrðulegt að það geti ekki hafa gerst.“ Þessi ummæli eiga vel við þá furðulegu frásögn sem hér fer á eftir og þótt hún sé vægast sagt ótrúleg þá liggja fyrir sönnunargögn unt sannleiksgildi hennar í svo stórum stíl að ekki verður unt það efast að þetta hafi í rauninni gerst ef sönnunargögn hafa þá yflr- leitt nokkurt gildi. Þá er fyrst að geta stúlku nokkurrar sem hét Mary Rofif. Hún fæddist í Indianafylki í Bandaríkjunum 8. október 1846. Þegar Mary var þrettán ára fluttist hún ásamt fjöl- skyldu sinni til Watseka í Illinois. Þegar þetta gerðist hafði Mary átt við heilsuleysi að stríða. Hún átti til að fá kiampaflog sem sennilega stöfuðu af floga- veiki.Vorið 1865 var hún farin að fá þessi köst tvisvar á dag og tók þetta svo nærri sér að hún reyndi að binda enda á þjáningar sínar með því að skera sig á púlsinn. Eitt sinn kornu foreldrar hennar að henni rneðvitundarlausri og kölluðu þegar í stað á lækni. Þegar Mary kom aftur til meðvitund- ar greip hana slíkt æði að margt fullorðið fólk átti klukkustundum saman fullt í fangi rneð að hentja hana í rúminu. Reyndust kraftar þessarar grannvöxnu stúlku, sem ekki vó nema 45 kíló, alveg ótrúlegir þegar tillit var tekið til þess hve veik hún var. Þetta æði stóð í flmm daga en þá varð hún allt í einu róleg, sofnaði og steinsvaf í meira en fimmtán klukkustundir. Af ótta við að hún kynni að tapa sjón hafði verið bundið fyrir augu hennar. Þegar hún vaknaði gerði hún enga tilraun til þess að taka bindið frá augunum en hins vegar virtist hún sjá engu síður en áður þótt hundið væri fyrir augu hennar. Má nærri geta hvílíka athygli þetta vakti. A. J. Smith, ritstjóri dagblaðsins Danville Times, og presturinn A. J. Rhea voru ásamt fleiri vinunt fjölskyldunnar viðstaddir þegar Mary „Ias“ réttilega fyrir þeim efni óopnaðs bréfs sem lá í vasa ritstjórans en hún gat séð efni þess án þess að nokkur gæti gert sér grein fyrir því hvernig hún færi að því. Rit- stjórinn, sem fyrst í stað varð orðlaus af undrun, skrifaði síðan ítarlega skýrslu um viðburð þennan í blað sitt. En smárn saman hrakaði heilsu ungu stúlkunnar svo mikið að læknar ráðlögðu foreldrum hennar að senda hana á geð- veikrahæli. Hjónin höfnuðu því með öllu. í stað þess skipstust þau sjálf á um að hjúkra henni og þegar þau heimsóttu vinafólk í Peoría í tilefni af hátíðahöldum þjóðhátíðar- dagsins 1865 var Mary í för með þeim. Morguninn eftir kvartaði Mary um hræði- legan höfúðverk og stóð upp frá morgun- verði sínum. Skömmu síðar fundu þau hana látna í rúmi sínu. Líkskoðarinn gaf upp heilakrampa sem andlátsorsök. Nú víkur sögunni til hjónanna Tómasar Vennum og konu hans sem bjuggu á bóndabæ einum í Iowa. Þau áttu dóttur sem var aðeins fimmtán mánaða gömul þegar Mar\’ Rofif dó. Sex árum síðar fluttu Venn- um-hjönin á bóndabæ einn sjö mílum fyrir sunnan Watseka í Illinois. Þetta var árið 1871. Dóttir þeirra hét I.urancy Vennum og er af framansögðu ljóst að hún sá aldrei Mary Roff. Þegar Lurancy var þrettán ára var hún al- veg eðlileg telpa og við góða heilsu. En þá rann upp tólfta dánardægur Mary Roff 5. júlí 1877. Lurancy vakti fúrðu foreldra sinna með því að segja: „Það var fólk inn í her- berginu rnínu í nótt og það var alltaf að kalla „Rancy! Rancy!“ og ég fann andardrátt þess á andlitinu." Næstu nótt varð telpan fyrir sömu Þó þessi frósögn sé vœgast sagt ótrúleg þó liggja fyrir sönnunargögn um sannleiksgildi hennar í svo stórum stíl að ekki verður um það efast að þetta hafi í rauninni gerst - ef sönnunargögn hafa þö yfirleitt nokkurt giidi, VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.