Vikan - 10.03.1988, Page 42
■ Vennum-hjónin vissu
ekki hvaðan ó þau stóð
veðrið morguninn eftir
þegar Lurancy, sem fram
að þessu hafði verið
ofsafengin og óútreiknan-
leg svo að hennar þurfti
að gœta hverja stund,
var orðin elskuleg, kurteis
og eftirlót. En það var ekki
nóg með það; hún virtist
ekki þekkja neinn af
heimilisfólkinu! Hins vegar
hélt hún því fram að hún
vœri Mary Roff og vildi
fara heim til sín...
■ Öll skapgerð stúlkunn-
ar, hegðun og hótterni
var í nókvœmu samrœmi
við einkenni hinnar lótnu
raunverulegu Mary Roff
sem þessi stúlka hafði þó
aldrei kynnst...
reynslu en fyrirbærin hættu þegar móöir
hennar kom inn til hennar og svaf hjá henni
það sem eftir var nætur.
Viku eftir að Lurancy kvartaði um þetta
fólk í herbergi sínu var hún að hjálpa móður
sinni að staga í saum á gólfteppi og sagði þá
allt í einu: „Mamma, mér er svo illt; ég hef
svo afskaplega undarlega tilfinningu."
Andartaki síðar stífnaði hún upp í eins
konar leiðsluástand sem stóð yfir í fimm
klukkustundir.
Þetta leiðsluástand endurtók sig síðan á
hverjum degi þangað til í september 1877.
Venjulega lýsti þctta ástand sér þannig að
Lurancy stífnaði upp líkamlega, púlsinn
varð mjög daufúr, andardráttur hægur og
veikur og hitastig óeðlilega lágt. f þessu
ástandi tautaði hún gjarnan greinilega um
einhverjar sýnir og meðal þess voru oft lýs-
ingar á því sem hún kallaði „engla“.
Læknar þeir sem rannsökuðu hana gátu
ekki komið sér saman um hvort hún væri
geðveik, rugluð um tíma vegna floganna
eða þjáðist af einhverjum sjaldgæfum sjúk-
dómi sem þeir vissu ekki hver var. En þar
eð hún minntist á „engla“ kom þeim saman
um að hún hlyti að vera geðveik. En hver
sem orsök sjúkdómsins var þá tókst læknun-
um ekki að hafa nein áhrif á þetta ástand.
egar komið var fram í nóvember var
Lurancy farin að þjást svo af óskapleg-
um verkjum í kviðnum að hún sveigðist
afturábak þangað til höfuðið snerti fætur
hennar. Stundum féll hún í dá þegar hún var
í þessum stellingum.
í janúarmánuði 1878 voru foreldrar
hennar orðnir úrvinda af vökum og þreytu
og fullir örvæntingar út af ástandi barnsins.
Lurancy féll nú í dá tíu til tólf sinnum á sól-
arhring. Stundum stóð kastið í nokkrar mín-
útur, önnur skipti klukkustundum saman.
Þetta gat koniið yfir hana hvenær sem var á
nóttu eða degi.
Venjulega tautaði hún eitthvað um
„bjarta engla" og virtist vera að tala við ein-
hverjar ósýnilcgar verur.
Foreldarnir, sem ekki vissu sitt rjúkandi
ráð, kvöddu að lokum til hjálpar séra B. M.
Baker, sóknarprestinn í meþódistakirkjunni
í Watseka, ef hann kynni einhver ráð til
bjargar. Þegar klerkur hafði hlustað á nokk-
ur samtöl Lurancyar við ósýnilegar verur
komst hann að þeirri niðurstöðu að barnið
væri geðveikt. Tók hann þcgar að sér að
gangast í því að koma henni á eitthvert geð-
veikrahæli sem vildi taka við henni.
Eins og nærri má geta bárust sögurnar um
þessa dularfúllu leiðslu Lurancyar Vennum
og samtöl hennar við svokallaða engla eins
og eldur í sinu um allt nágrennið.
Loks barst sagan til herra Roffs og konu
hans og minnti þetta þau hjónin þegar á
sumt af því sem hafði hent dóttur þeirra,
Mary, mörgum árum áður. Hún hafði líka
fengið flog og fallið í dá og tautað um bjart-
ar verur sem hún virtist vera að ræða við.
Var Lurancy Vennum á sömu leiðum?
Samkvæmt ráðleggingum Roff-hjónanna
frestuðu Vennum-hjónin því að senda
Lurancy á geðveikrahæli. Þess í staö fóru
þau að ráðum Roff-hjónanna og kölluðu á
E. W. Stevens lækni frá Jamesville, Wiscon-
sin. Kom læknirinn þann 31 janúar 1878 og
sat Lurancy þá í ruggustól við ofninn og
starði ofan í gólfið. Þegar Stevens læknir
nálgaðist snéri hún stólnum snöggt viö til
þess að horfa framan í hann og varaði hann
við að koma nálægt sér.
Læknirinn settist nú niður til þess að
ræða við töreldra stúlkunnar og herra Roff,
sem einnig var viðstaddur og reyndar gam-
all vinur læknisins.
Þau röbbuðu í hálfa klukkustund um sitt
af hverju sem ekki snerti að neinu veikindi
stúlkunnar. Þá snéri læknirinn sér allt í einu
að henni og sagði: „Ég held ég hafi ekki hitt
yður áður, unga mær. Hvað heitið þér?“
Lurancy svaraði að bragði: „Katrín
Hogan.“
Nánara spurð um þetta svaraði hún að
Katrín þessi Hogan væri sextíu og þriggja
ára gömul og hefði komið frá Þýskalandi
þrem dögum áður „gegnum loftið". Hve
lengi ætlaði hún að vera kyrr? í þrjár vikur.
Þannig rakti læknirinn smám saman garn-
irnar úr Lurancy næstu klukkustund með
spurningum og virtist hún fara að treysta
honum. Hitt fólkið fýlgdist þögult með því
sem fram fór.
Allt í einu stóð hún upp úr stólnum og
féll fram fyrir sig, stíf eins og trjábolur.
Stevens Iæknir gat gripið hana og lagði hana
gætilega á gólfið. Varir Lurancyar tóku að
hreyfast en ekkert skiljanlegt hljóð kom þó
yfir þær næstu tíu mínútur eða svo. Þá
lieyrði fólkið að hún var að skipa Katrínu að
hypja sig burt og einhverjum virtist hún
einnig skipa að fara. Nefndi hún ýmis nöfn í
því sambandi en enginn viðstaddur kannað-
ist við neitt þeirra.
Þegar þögn færðist aftur yfir stúlkuna
spurði Stevens læknir hana hvort hún vildi
ekki að sér væri stjórnað af betra fólki.
Lurancy svaraði: ,Jú. Hér eru margir andar
sem gjarna vilja koma í gegn.“
Eftir andartaksþögn bætti hún við: „Einn
þeirra er Mary Roff.“
Föður hinnar látnu Mary Roff, sem var
viðstaddur, brá í brún og sagði: „Mary! Það
er dóttir mín. Það eru mörg ár síðan hún dó.
Okkur þætti mjög vænt um að fá að heyra í
henni."
Þá virtist Lurancy eiga einhver orðaskipti
við Mar>' og að lokum sagði hún að Mary
Roff myndi koma í staðinn fyrir fólk eins og
Katrínu Hogan sem hún hafði áður minnst
á. Síðan brosti Lurancy og spennan fór úr
henni. Þar með var þessum ftindi lokið.
Vennum-hjónin vissu ekki hvaðan á þau
stóð veðrið morguninn eftir þegar
Lurancy, sem fram að þessu hafði verið ofsa-
fengin og óútreiknanleg svo að hennar
þurfti að gæta hverja stund, var orðin elsku-
leg, kurteis og eftirlát. En það var ekki nóg
með það; hún virtist ekki þekkja neinn af
heimilisfólkinu! Hins vegar héít hún því
ifram að hún væri Mary Roff og vildi fara
heim til sín.
Thomas Vennum, sem ekki vissi sitt rjúk-
andi ráð, skundaði þá til heimilis Roff-hjón-
anna, sem var skammt frá, og skýrði þeim
frá þessari nýju þróun mála. Thomas sagði
að dóttir sín hegðaði sér eins og unglingur
sem kveldist af heimþrá og vildi fá að sjá
mömmu sína og pabba og aðra ættingja.
Eins og nærri má geta urðu Roff-hjónin
ekki síður undrandi. Þau áttu ekki von á
þessum furðulegu umskiptum. Eftir að hafa
ráðgast við Vennum-hjónin var sú ákvörðun
tekin að hafast ekki að í nokkra daga og sjá
hverju fram yndi. Kannski voru þetta bara
einhverjir duttlungar sem hyrfú ;tf sjálfú sér.
En þetta voru engir duttlungar. I.urancy
hélt áfram að umgangast fjölskyldu sína eins
og ókunnugt fólk og sárbiðja þau um að
leyfa sér að fara heim. Hvers vegna var verið
að stía henni frá fjölskyldu sinni sem hún
hafði ekki séð í mörg ár?
42 VIKAN