Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 50

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 50
OSTURINN VIKAN PÓSTURINN HÁALEITISBRAUT 1, 105 RVÍK Sendið póstinum biéf! Pósturinn mun reyna að svara öllum ykkar spurn- ingum, veita ráð og birtir einnig bréf þeirra sem vilja deilu reynslu sinni með öðrum eða þurfa af einhverjum orsökum að létta á hjarta sínu. Hér birt- ast bréf sem póstinum hafa borist á undanförnum vikum. - Og eitt sem fengið er að láni. . . Á ég að segja „já“ til að ná honum aftur? ■ Ég hitti strák á balli og okknr leið mjög vel saman fyrstu vik- urnar. Þá vildi hann að við fær- um að sofa saman og þegar ég vildi það ekki þá fór hann að vera leiðinlegur við mig og sagði mér að lokum upp. Ég er 20 ára og er farið að flnnast að ég sé kannski að verða of gömul til að vera ennþá hrein mey. Ef við færum að vera saman aftur þá myndi ég líklega láta þetta eftir honum því ég sakna hans og er mjög hrifin af honum. Ég hringdi til lians einu sinni og hann var ekkert leiðin- legur við mig en nefndi ekkert að við skyldum byrja að vera saman aftur. Mér líður mjög illa. Hvernig get ég náð honum aftur? SVAR Hvað væri svona gott við að ná honum aftur? Þið virðist bæði hafa mjög óljósar hug- myndir um það hvernig sam- band á að vera. Honum flnnst að þið ættuð að sofa saman og flnnst réttlætanlegt að reyna að þvinga þig til þess. Þú lítur á kynlífið sem eitthvað sem beri að forðast í lengstu lög og síðan að slá til að lokum. Það er ekki aldurinn sem skiptir mestu máli í þessu sambandi heldur er það hvernig þér líður með hinum aðilanum sem ákvarðar hvenær þú ert tilbúin til að byrja kj'nlíf. Ef þú færir að vera með þess- um manni afitur þá væri ástin á milli ykkar ekkert heitari þó þú létir eftir honum og án efa yrði þetta slæmt samband. Auðvitað saknarðu hans, en það er vegna þess að enginn hefúr komið í staðinn og þú hefur ekki um annað að hugsa en hann. Taktu þér nú tak og farðu með vinkon- um þínum út eitthvert kvöldið og skemmtu þér ærlega og áður en þú veist af tilheyrir þessi maður fortíðinni til. Pabbi er svo vondur við okkur ■ Ég er tvítug og hef verið hrædd við pabba allt mitt líf — hann er svo skapbráður og vondur við mömmu. Þau eru annað hvort alltaf að rífast eða talast ekki við. Hann er orðinn latur, feitur og er alltaf skítugur — og ég hata hann. Ég get ekki talað við hann um þetta því þrátt fyrir þetta þá hefur hann verið örlátur við okkur í sam- bandi við peninga. Hvað á ég að gera áður en ég verö brjáluð? SVAR Öll fjölskyldan virðist vera óhamingjusöm, eftir því sem þú segir. Það gæti verið að þér tæk- ist að laga ástandið með því að tala af hreinskilni við pabba þinn. Hvers vegna ekki að reyna? Kannski er peningaleiðin sú eina sem hann kann til að sýna ykkur að honum þykir vænt um ykkur — sumir karl- Ég bað um trúnað en þið sögðuð blöðunum frá því sem ég sagði! Hér er bréf sem birtist í Los Angeles Times í september síð- astliðnum. Bréflð er skrifað eftir 12 ára stelpu sem varð fyrir því að pabbi hennar misnotaði hana kynferðislega. Hér segir hún frá því hvernig henni líður eftir allt sem á undan er gengið og af því þetta bréf gæti eins vel hafa komið frá ís- lensku barni sem lent hefur í sams konar sálarraunum þá flnnst okkur full ástæða til að birta það — það gæti kannski hug- hreyst einhvern að finna að hann eða hún eru ekki ein. Vonandi vekur það einnig þá sem annast börn sem lent hafa í svipuðu til umhugsunar — og síðast en ekki síst blaðamennina sem fjalla um þessi viðkvæmu mál: Hugsa þeir nokkurn tíma um hvaða áhrif það hefur á börnin að birta al- þjóð viðkvæm einkamál þeirra? ■ Égbaðykkurumhjálpogþið sögðust mynduð hjálpa mér ef ég segði ykkur frá því sem pabbi hefði gert við mig. Það var mjög erfltt fyrir mig að segja frá þessu öllu, en þið sögðuð mér að treysta ykkur — síðan létuð þið mig endurtaka þetta fyrir fjórtán manns sem ég þekkti ekki neitt. Ég bað um að þetta færi leynt en þið senduð tvo lögreglu- rnenn á lögreglubíl til að sækja mig í skólann - fyrir framan alla - sent sögðu að þeir ætluðu að fara með mig á stöðina í yflr- heyrslu, eins og að það væri ég sem væri sökudólgurinn. Ég bað ykkur að trúa mér og þið sögðuð að þið gerðuð það — en síðan settuð þið mig í lyga- mæii og fórú með mig í réttinn þar sem lögfræðingar reyndu að láta mig líta út eins og lygara. Ég get ekkert að því gért þó ég muni ekki hvaða dag eða klukk- an hvað eða útskýrt hvers vegna ég gat ekki sagt mömmu frá þessu. Spurningar ykkar rugl- uðu mig og af því mér fipaðist þá fór ykkur að gruna mig um að segja ekki satt. Ég bað vkkur um hjálp og þið senduð til mín lækni með köld stáláhöld og kaldar hendur... al- veg eins og pabbi, sem sagði að þetta væri ekkert sárt; alveg eins og pabbi sem sagði mér að gráta menn eru bara þannig gerðir. Annað sem þú getur gert er að flytja að heiman — en gerðu það samt ekki fýrr en þú hefúr ftind- ið annan stað til að búa á og hef- ur efni á því að sjá um þig sjálf. Mér finnst ég svo ómöguleg ■ Ég sit hérna á rúminu mínu og græt um leið og ég skrifa þetta bréf. Ég er 25 ára og er í góðri stöðu og á fallegt heimili, en af og til hellist þunglyndi yfir mig og ég dreg ntig inn í skcl. Þetta gerist alltaf þegar ég hef verið um tíma hjá systur minni. Hún er mikið út á við og rnjög vinsæl. í samanburði við hana flnnst mér ég svo ófúllkomin. Þetta er hræðileg tilflnning og stundum fínnst mér ég ekki geta lifað með þessu og ætla hrein- lega að gefast upp. Hvað á ég að gera? SVAR Flestir finna fyrir þunglyndi af og til og skilja hvað þú átt við. Þú veist að þú kemst alltaf yfir þessa tilfinningu og hafðu það fastlega í huga þegar þér líður verst. Best væri fyrir þig að tala við einhvern um þetta og jafn- vel að þú leitir til sálfræðings þegar þér líður mjög illa. Alla vega ekki byrgja vanlíðanina inni. Mundu svo að systir þín er ekki fúllkomin, hún er bara öðruvísi en þú. Feiminn og einmana ■ Konan mín fór frá mér með börnin okkar tvö fýrir nokkru, en Vikan kemur enn til okkar inn um bréfalúguna svo mér datt í hug að skrifa og spyrja hvort þið gætuð hjálpað ntér að flnna einhverja sem gæti fært mér gleði aftur. Ég er of feiminn til að fara á dansstaði eða bari. SVAR Því miður höfurn við ekki að- stöðu til að hjálpa fólki sem er að leita sér að félaga, en í smá- auglýsingadálki DV birtast oft auglýsingar frá fólki sem er í sarns konar aðstöðu og þú. Einn- ig gætirðu gerst meðlimur í ein- hverjum félagsskap þar sem fólk hittist reglulega, t.d. einhverju ferðafélaganna haflrðu gaman af útiveru. Kannski tekst þér að yfirbuga feimnina ef jiú hugsar um alla hina sem eru á sarna báti; maðurinn eða konan sem þú talaðir við síðast hafa kannski verið enn feimnari en þú og jafnvel ftindist þú eiga sérlega auðvelt með að tala við aðra. 50 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.