Vikan


Vikan - 10.03.1988, Page 60

Vikan - 10.03.1988, Page 60
HEILABROT Morgunstund gefúr gull í mund u JL JLcrra C. Brewer, bygg- ingaverktaki, sextíu og eins árs, japlaði um daginn morgunverð sinn á Cal-Neva-Club í bænum Reno í Nevada og á leiðinni út fleygði hann að venju einum bandarískum dal í spilakassa og... nei, framhaldið kemur ekki fyrr en síðast í þessari grein, en Brewer þessi hafði sett dolfar í spifakassa daglega í mörg, mörg ár, enda búsettur á víðfrægu spilasvæði. í Reno vita allir hvað spilakassi er. Pað vit- um við svo sem líka norður hér. Við spilum í hvers konar happ- drætti í hverri viku, kaupum lukkumiða, veðjum á úrslitin í enska fótboltanum, spilum í lottói og styðjum skáta, fatlaða og útreisandi skólanema hvað eftir annað. Og fáum aldrei vinning. Eða hvað? Að minnsta kosti hef ég aldrei, aldrei, nei aldrei fengið eina skitna krónu úr öll- um þeim sæg happdrætta og getrauna sem ég hef ausið fé í. Og fjandans lottóið er víst á góðri Ieið með að stinga millj- ónum í vasa annars hvers spila- fífls á landi hér — en ekki mína! Ég segi það satt: Ef ég fæ ekki milljón og það svotil strax hætti ég að spila í lottói og happ- drætti! Talandi um peninga: Það væri hægt að kaupa mat handa hverj- um einasta kjafti á allri jörðinni í heilt ár fyrir það fé sem eytt er í vopn og vopnabúnað á hálfs- mánaðarfresti um jarðkringluna alla. Það væri líka hægt að sjá helmingi jarðarbúa fyrir tæru og góðu drykkjarvatni fyrir þá upp- hæð sem jarðarbúar eyða í vopn og vopnabúnað þriðja hvern dag. Það væri líka hægt að sjá 160 „Aldrei, aldrei, nei aldrei fengið eina skitna krónu úr öllum þeim sœg happ- drœtta... £ c milljónum börnum í þróunar- löndum fyrir góðri skólagöngu fyrir það fé sem varið er til að byggja einn kjarnorkukafbát. Hér á jörðu eiga Bandaríkja- menn og Sovétmenn kjarnorku- sprengjur sem eru svo öflugar að þær eru 5000 sinnum öflugri en allar sprengjur seinni heims- styrjaldarinnar til samans. Og þá er kominn tími til að segja frá honum Brewster í Reno. Hann setti dollar í boxið eins og venjulega og góndi svo vantrúaður á upplýst glerið á kassanum þar sem upphæðin sem hann vann birtist: Fjórar sjöur sem merkir samanlagt 6,8 milljónir dollara (ríflega 272 milljónir kr.) — stærsti vinning- ur sem nokkru sinni hefur feng- ist úr spilakassa. Morgunstund gefúr gull í mund — eða þannig. p , 60 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.