Vikan


Vikan - 04.05.1991, Page 63

Vikan - 04.05.1991, Page 63
Synthia Sikes varð að sleppa takinu á Corbin Bernsen þegar hann féll fyrir bresku leikkonunni Amöndu Pays, sem sést með honum á vinstri siðu opnunnar. langt og leikarinn José Ferrer sem fékk óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverkið í myndinni Cyr- ano de Bergerac árið 1950. Síðan hafa margar myndir verið gerðar um þennan Berg- erac, meðal annars með Steve Martin og Gerard Dep- artieu. José Ferrer varð sem sé virtur leikari í mörgum kvik- myndum og síðar leikstjóri. Nú er röðin hins vegar komin að Jimmy Smits. Hann var fyrsti maðurinn í ættinni sinni sem fór í háskóla. Þar lagði hann stund á fagrar listir. Síðan fór hann að leika, meðal annars Shakespeare, en foreldrar hans voru lítt hrifnir. „Hvaða gagn er í að leika í leikritum þar sem fólk talar skringilega?" sögðu þeir. „Þú ættir frekar að reyna að fá hlutverk í sjónvarpsauglýs- ingu.“ En þolinmæði Smits borgaði sig. Hann fékk hlut- verk í þáttunum Miami Vice sem félagi Dons Johnson og er nú fastur leikari í Lagakrók- um. Með því hlutverki vill hann sýna fram á að Púrtóríkanar eru ekki bara villingar og dóp- istar. Hann kemur vel fyrir og fær mikið af aðdáendabréfum en samt er hann ekki alveg búinn að venja sig við lifnaðar- hætti sjónvarpsstjarna. Hann býr að vísu f lúxusvillu í Los Angeles en virðist ekki alveg hafa náð tökum á því. „Endurskoðandinn minn er alltaf að segja mér að ég þurfi að kaupa húsgögn f íbúðina," segir hann. „Kannski geri ég það einhvern tíma en ég sakna kunningja minna í New York." Annars ætti hann að geta keypt sér eitthvað af hús- gögnum, maðurinn. Hann fær sem svarar hálfri fimmtu millj- ón króna fyrir hvern þátt sem hann leikur í. f LEIT AÐ PERSÓNULEIKA Af og til í kvikmyndasögunni hafa komið fram menn sem hafa brugðið sér í allra kvik- inda líki, svo sem Lon Chaney sem kallaður var maðurinn með þúsund andlitin og Char- les Laughton sem fór jafnlétt með að leika harðsvíraðan löggujaxl og rolulegan músík- ant, Hinrik konung áttunda, Rembrandt eða hvað sem var. Sir Alec Guinness hefur líka brugðið sér í ólíklegustu hlut- verk en hann hefur verið kall- aður andlitslausi maðurinn vegna þess að hann getur mótað þetta sviplausa andlit sitt að vild. Þeim leikurum sem sérhæfa sig í að breyta sér verulega hefur fækkað í kvikmyndum og sjónvarpi. Einn slíkur hefur þó vakið á sér athygli í Banda- ríkjunum nýlega; Larry Drake sem leikur þroskahefta gæða- blóðið Benny í Lagakrókum. Hann er ekki allur þar sem hann er séður. Hann segist ekkert vera líkur persónunni sem hann leikur en hann er samt mun ólíkari sjálfum sér í Frh. á næstu opnu

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.