Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 63

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 63
Synthia Sikes varð að sleppa takinu á Corbin Bernsen þegar hann féll fyrir bresku leikkonunni Amöndu Pays, sem sést með honum á vinstri siðu opnunnar. langt og leikarinn José Ferrer sem fékk óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverkið í myndinni Cyr- ano de Bergerac árið 1950. Síðan hafa margar myndir verið gerðar um þennan Berg- erac, meðal annars með Steve Martin og Gerard Dep- artieu. José Ferrer varð sem sé virtur leikari í mörgum kvik- myndum og síðar leikstjóri. Nú er röðin hins vegar komin að Jimmy Smits. Hann var fyrsti maðurinn í ættinni sinni sem fór í háskóla. Þar lagði hann stund á fagrar listir. Síðan fór hann að leika, meðal annars Shakespeare, en foreldrar hans voru lítt hrifnir. „Hvaða gagn er í að leika í leikritum þar sem fólk talar skringilega?" sögðu þeir. „Þú ættir frekar að reyna að fá hlutverk í sjónvarpsauglýs- ingu.“ En þolinmæði Smits borgaði sig. Hann fékk hlut- verk í þáttunum Miami Vice sem félagi Dons Johnson og er nú fastur leikari í Lagakrók- um. Með því hlutverki vill hann sýna fram á að Púrtóríkanar eru ekki bara villingar og dóp- istar. Hann kemur vel fyrir og fær mikið af aðdáendabréfum en samt er hann ekki alveg búinn að venja sig við lifnaðar- hætti sjónvarpsstjarna. Hann býr að vísu f lúxusvillu í Los Angeles en virðist ekki alveg hafa náð tökum á því. „Endurskoðandinn minn er alltaf að segja mér að ég þurfi að kaupa húsgögn f íbúðina," segir hann. „Kannski geri ég það einhvern tíma en ég sakna kunningja minna í New York." Annars ætti hann að geta keypt sér eitthvað af hús- gögnum, maðurinn. Hann fær sem svarar hálfri fimmtu millj- ón króna fyrir hvern þátt sem hann leikur í. f LEIT AÐ PERSÓNULEIKA Af og til í kvikmyndasögunni hafa komið fram menn sem hafa brugðið sér í allra kvik- inda líki, svo sem Lon Chaney sem kallaður var maðurinn með þúsund andlitin og Char- les Laughton sem fór jafnlétt með að leika harðsvíraðan löggujaxl og rolulegan músík- ant, Hinrik konung áttunda, Rembrandt eða hvað sem var. Sir Alec Guinness hefur líka brugðið sér í ólíklegustu hlut- verk en hann hefur verið kall- aður andlitslausi maðurinn vegna þess að hann getur mótað þetta sviplausa andlit sitt að vild. Þeim leikurum sem sérhæfa sig í að breyta sér verulega hefur fækkað í kvikmyndum og sjónvarpi. Einn slíkur hefur þó vakið á sér athygli í Banda- ríkjunum nýlega; Larry Drake sem leikur þroskahefta gæða- blóðið Benny í Lagakrókum. Hann er ekki allur þar sem hann er séður. Hann segist ekkert vera líkur persónunni sem hann leikur en hann er samt mun ólíkari sjálfum sér í Frh. á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.