Vikan


Vikan - 02.04.1992, Side 18

Vikan - 02.04.1992, Side 18
◄ ísfirðingarnir Pálína Jensdóttir og maður hennar, Þorkell Jóhannesson, höfðu heppnina með sér siðast þegar Vikan og Flugleiðir brugðu á leik. Þau hjónin þáðu helgarferð með Flugleiðum til Reykjavíkur, glstu á Hótel Loftleiðum í góðu yfirlæti og fengu til umráða nýja Toyota bifreið frá Bílaleigu Flugleiða. Nú er önnur borgarrispa í boði fyrir heppinn lesanda af landsbyggð- inni - og Akureyrarhelgi fyrir einhvern af suðvesturhorni landsins ... LJÓSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON LESENDAGETRAUN VIKUNNAR OG FLUGLEIÐA | HELGARFERÐ FYRIR TVOINNANLANDS FLUG, HÓTEL, BÍLL OG KVÖLDVERÐUR Nú býöur Vikan les- endum sínum að taka þátt í léttum leik, auk þess sem þeir eru beönir um aö vera til ráðgjafar um það hvernig Vikan á að vera að efni til. Á bakhlið seðilsins er nefnilega að finna skoð- anakönnun þar sem lesendur eru beðnir um að merkja við þá efnisþætti sem þeir vilja helst hafa í blaðinu. Leikurinn, sem um er að ræða, er fólginn í því að les- endum býðst að glíma við lauflétta þraut. Annars vegar er lögð fram spurning sem lesendum á landsbyggðinni er ætlað að svara og síðan önn- ur sem lesendur af Reykjavík- ursvæðinu glíma við. Fyrir fyrrtalda hópinn er í boði helg- arferð fyrir tvo til Reykjavíkur en fyrir hinn hópinn, Reykvík- inga og nágranna þeirra, sams konar ferð til Akureyrar og hefur helgin 23.-24. maí orðið fyrir valinu. Ef lesendur svara meðfylgj- andi spurningum rétt, fylla út skoðanakönnunina á bakhlið seðilsins og setja hann í póst fyrir 16. apríl gætu þeir lent í lukkupottinum. Hinn heppni af landsbyggð- inni flýgur til höfuðborgarinnar við annan mann með einni af nýju Fokker 50 vélum Flug- leiða, gistir á Hótel Loftleiðum eða Hótel Esju þar sem boðið verður upp á kvöldverð. Að auki verður bílaleigubíll til reiðu meðan á Reykjavíkur- dvölinni stendur, bíll frá Flug- leiðum-Hertz. Heppinn lesandi af höfuð- borgarsvæðinu á í vændum helgarferð til Akureyrar fyrir tvo þar sem gist verður á Hótel Norðurlandi, snæddur kvöldverður á einu af betri veitingahúsum bæjarins, auk þess sem bílaleigubíll verður til ráðstöfunar á meðan staldr- að er við nyrðra. En til þess að eiga möguleika eru lesendur á suðvesturhorninu beðnir um að svara laufléttri spurningu. Eins og fyrr segir hefur verið ákveðið hvaða helgi verð- launaferðarinnar skuli notið. Geti vinningshafi ekki komist viðkomandi helgi eða þá næstu á eftir drögum við að nýju úr réttum lausnum og gef- um öðrum kost á góðri helgar- rispu. Það er ekki eftir neinu að bíða; upp með pennann og svaraðu spurningunum og lesendakönnuninni og drífðu seðilinn í póst. Pálina og Þorkell þáðu kvöldverð á Hótel íslandi og nutu að honum loknum glæsilegrar sýningar þar. 18 VIKAN 7. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.