Vikan


Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 60

Vikan - 02.04.1992, Blaðsíða 60
o co co Z o ct: Q_ __I Q£ Rúri ásamt samstarfs- manni sínum. „Við ætlum að verða besta heilsulindin i heiminum og það ætti að takast þar sem við höfum pen- ingana til þess.“ klasann hérna í bænum og fjöl- margt annað. Hann og hans fjölskylda eru miklir auðkýfingar en ég kynntist þeim fyrir fáein- um árum í veislu sem ég var í vegna starfsins sem ég var þá í. Ég var að vinna fyrir stórt snyrtivörufyrirtæki sem þau áttu viöskipti við. Þau buöu mér síð- an starf hérna og það kom nokkuð flatt upp á mig þar eð ég vissi ekki að þau væru svona rík.“ ÚR SUNDLAUG í ÓPERU - ÚR ÓPERU TIL TÓKÍÓ Lýstu nú fyrir okkur hvað fólk gerir í svona heilsulindum? „Það er rétt að undirstrika að þetta er ekki það sama og heilsuræktar- eöa líkamsrækt- arstöð. Þar er mikill munur á. Við verðum með einkaklúbb þar sem meölimafjöldinn verður takmarkaður við 1000-1200 GUÐRÚN M. KANEEN FLUTTI TIL BANDARÍKJANNA FYRIR ÞRETTÁN ÁRUM. HÚN ER NÚ FRAMKWEMDASTJÓRI HJÁ FYRIRT/EKI SEM ER BÚIÐ AÐ SETJA Á STOFN GLíSILEGUSTU HEILSULIND HEIMSINS egar rignir í Los Angeles þá rignir í stórum stíl. i rauninni er það í takt við allt annað í þeirri ágætu borg, þar er allt í stærri kantinum. Það var einmitt í fátíðri og vel- kominni rigningu í Los Angeles sem blaðamaður Vikunnar og Ijósmyndari sama blaðs heim- • sóttu hana Rúrí, stórhuga konu sem hefur náð að hasla sér völl sem þátttakandi í höröum slag bandarísks viðskiptalífs. Fyrir fimmtán árum var hún gift Her- luf Clausen í Reykjavík. Tveim- ur árum síðar var hún komin til Ameríku til að freista gæfunnar og nú er hún hamingjusamlega gift þar, býr skammt fyrir utan Los Angeles, er nýlega tekin við framkvæmdastjórastöðu hjá fyrirtæki sem fæst viö geysilega spennandi hluti og umgengst daglega fólk sem er nógu ríkt til að leysa fjárlagahalla íslenska ríkisins mörg ár í röð. Hún átti um tíma við áfengisvandamál að stríða en vann sig upp úr því, var í hópi fyrstu (slending- anna sem fóru á Freeport. Vik- an heimsótti hana í Costa Mesa sem er úthverfi eða út- borg Los Angeles, athvarf ríkra viðskiptamanna sem hafa tals- vert hærri meðaltekjur en stjörnurnar í Hollywood en láta fara minna fyrir sér. FER ALDREI í SÓLBAÐ Það er eins og hálfs tíma spölur frá Los Angeles til Costa Mesa. Á leiðinni mátti sjá taisverðan mun á bílaflotanum, sífellt fleiri Bensar og Kadilakkar fóru að sjást og sífellt minna og minna af Mexíkönum. Eftir að hafa farið nákvæmlega eftir leiðbein- ingunum, sem Rúrí lét okkur hafa, fundum við háhýsið þar sem skrifstofan hennar var til húsa, bráðabirgðahúsnæði sem búið er að leysa af hólmi. Vörðurinn í risastórum, marm- araklæddum forsalnum leit okk- ur hornauga. Við vorum ekkí í hefðbundnum viðskiptafötum og gallabuxurnar okkar ekki af nógu fínni tegund fyrir hann. Engu að síður hleypti hann okkur í gegn og áður en varði vorum við komnir upp á fjórt- ándu hæð og lagleg stúlka, rit- ari Rúríar, vísaði okkur inn á skrifstofu framkvæmdastjórans. Það virðist vera einhvers konar staðall að þegar tveir eða fleiri íslendingar hittast, hvar í veröldinni sem þeir eru nú, þá byrja þeir að tala um veðrið. Aldrei þessu vant hafði rignt í nokkra daga í Suður-Kaliforníu og eðlilega barst talið að ótíð- inni og nöturlega flöskuglærum húðlit blaðamannsins sem ekki leit út fyrir að fengi neina sól. „Sólbað? Farðu nú ekki að eyða tímanum hérna í sólbað. Þú getur farið inn á sólbaðs- stofu og unnið vikuverk á hálf- tíma! Það er nú aldeilis nóg annað að gera hérna en að liggja í sólbaði. Hérna er eins og hálf tíma bílferð niður til Mexíkó, klukkutíma bílferð upp í fjöll þar sem hægt er að fara á skíði og tveir tímar upp í Palm Springs þar sem er heitt allt árið um kring." Hvað er Palm Springs? „Veistu það ekki, drengur? Palm Springs er bær inni í eyði- mörk þar sem mjög mikið af fólki kemur í frí, vel að merkja ríkt fólk. Þar er allt fullt af golf- völlum, tennisvöllum og alls konar heilsulindir þar sem ríka fólkið dvelur sértil heilsubótar." Fyrirtækið, sem þú vinnur hjá, er heilsulind. Segðu okkur frá því. „Það er verið að leggja loka- hönd á verkið þessa stundina og stefnt er að því að opna í byrjun febrúar. (Viðtalið var tek- ið um miðjan janúar.) Það er sennilega best að lýsa stór- hugnum, sem hér liggur að baki, með því að segja sem er. Við ætlum að verða besta heilsulindin í heiminum, og það ætti að takast þar sem við höf- um peningana til þess. Upphaf- legur kostnaður var áætlaður sjö milljónir dala (420.000.000 ísl. kr.) en við erum komin vel yfir það! Enda er ekki hægt að lýsa því hvað staðurinn verður fallegur þegar hann verður til- búinn. Eigandinn heitir Seger- strom, er af sænskum ættum og á meðal annars verslunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.