Vikan


Vikan - 02.04.1992, Qupperneq 62

Vikan - 02.04.1992, Qupperneq 62
Rúrí hefur búið ytra i þrettán ár. Hún ræður íslenskar krossgátur daglega til að halda móður- málinu við. eins seldar til tíu til fimmtán heilsulinda vítt og breitt um Bandaríkin. Upp á síðkastið hefur verið brjálað að gera hjá mér. Ég er búin að vera að ráða í ýmis störf, mig vantar góðan hárskera, ég vildi að ég hefði hann Dúdda hérna.“ Og hvað kosta svo herleg- sem hefur mikið af peningum handa á milli. Viö erum vel staðsett, ( miðborg sýslunnar, við hlið listamiðstöðvarinnar og í hringiðu viðskiptalífsins. Hér í bænum er annars hvorki „downtown" eða fátækrahverfi. Hér er enginn heimilislaus og maður rekur upp stór augu ef T Hér eru Rúrí og blaða- maður Vikunn- ar að skoða húsnæði heilsu- lindarinnar. Síðan myndin var tekin hefur margt breyst. Híbýlin og stöðin hafa vakið svo mikla athygli vestra að blöð á borð við Harpers Basa- ar, sem er mjög frægt tímarit innan Bandaríkj- anna. heitin? Einstaklingar munu borga 3.000 dala (180.000 ísl. kr.) stofngjald og síðan 145 dali (8.700 ísl. kr.) á mánuði eftir það. Svo geta menn líka gerst stofnfélagar en það kostar 10.000 dali (u.þ.b. 600.000 ísl. kr.) en móti kemur að menn þurfa þá ekki að greiða nein mánaðargjöld." TRÚI EKKI Á JÖFN TÆKIFÆRI Hvaða fólk verður í viðskipta- vinahópnum ykkar? „Hér í Orange-sýslu er geysi- lega mikið af forstjórum, lög- fræðingum og læknum, fólki maður rekst á eitthvert hör- undsdökkt fólk. Það er svolítið um Mexíkana en þeir eru aliir garðyrkjumenn." Er blökkufólk þá litið horn- auga sem nágrannar? „Ég hef nú ekki trú á því. Hins vegar var tengdafaðir minn mikið á móti þessu og var alveg viss um að fyrr eða síðar myndi ein af þessum svörtu fót- boltastjörnum kaupa sér hús hérna við strandlengjuna og taldi að við það yrði allt ómögu- legt. Ég er nú á annarri skoðun. Annars er ég ákaflega ótrúuð á það sem Ameríkanar kalla „equal opportunities" eða jöfn tækifæri fólks. Þetta er ekki til hérna. Ef þú ert fæddur fátækur eru allar líkur á að þú komir aldrei til með að kynnast neinu öðru. Þeir sem eru fæddir til auðs eiga alla möguleikana hérna." Nú varst þú tæplega með fullar hendur fjár er þú komst hingað „Nei, en ég er íslendingur! Við frekjumst alltaf áfram, við erum ægilega vel sett með það. Ég held að við gerum okkur ekki grein fyrir hvað ísland gef- ur okkur mikið. Við erum svo miklir einstaklingar, öll með skoðun á öllu. íslendingar eru upp til hópa svo kotrosknir- ég skildi aldrei almennilega hvaö við var átt með því fyrr en ég flutti hingað út og sá hina hlið- ina á peningnum. Það er þetta ástæðulausa mont yfir engu. íslendingar þurfa bara að læra að brosa. Núna þegar ég kem heim og brosi framan í alla þá bregöur mörgum í brún. Maður lærir aö vera meira op- inn hérna, íslendingar eru hins vegar oft klaufalegir í samskipt- um við annað fólk. Þó kunna ís- lendingar sig alls staðar ef þeir reyna það.“ KÝS GARDÍNUR FRAM YFIR HAFIÐ Þú minntist áðan á tengdaföð- ur. Mér tókst að draga þá álykt- un af því að þú værir gift. „Maðurinn minn heitir Jim Kaneen. Hann rekur litla báta- höfn, við erum búin að vera gift í ellefu ár síðan í febrúar. Hann er svona ekta bátamaður. Þeg- ar við förum í vinnuna á morgn- ana er eins og við komum sitt úr hvorum heiminum, ég öll máluð og uppstríluð en hann í stutt- buxum, strigaskóm og stutt- ermabol." Siglir þú mikið? „Nei, mér finnst ekkert varið í það. Við eigum lítinn bát niðri á höfn en ég er ekkert hrifin af þessu. Tengdamóðir mín býr á sjónum, með sína eigin bryggju. Ég skil ekkert í henni að hafa ekki gardínur. Þó sjór- inn sé ósköp fallegur þá myndi ég kjósa gardínur frekar." Þú talar ennþá íslenskuna með prýði. Hvað gerirðu til að þjálfa þig? „Ég ræð íslenskar krossgát- ur á hverju kvöldi! Svo ætti ég nú að tala almennilega ís- lensku, ég var nú orðin þrjátíu og fimm ára þegar ég flutti út. Þetta er öðruvísi ef maður er mjög ungur þegar maður kem- ur hingað. Heimilið hjá mér er líka mjög íslenskt, meira að segja hundurinn minn heitir Kola. Svo er ég auðvitað ennþá íslenskur ríkisborgari." L.A. EKKISTAÐUR FYRIR BÖRN Áttu börn? Já, ég á eina dóttur, hún er gift í Grikklandi. Ég er búin að veratvisvar í Grikklandi síðasta árið. Hún var að eignast fjórða barnið. Það var lítil stelpa í þetta sinnið og hún var skírð Guðrún og er kölluð Rúrí eins og ég. Ég var hjá dóttur minni þegar hún átti barnið, til að sjá til þess að rétt nafn yrði fyrir val- inu.“ Er ekki Grikkland stórkost- legt? „Jú, þetta er voðalega ólíkt (slandi og ólíkt því sem hér er. Þetta eru eins og þrír ólíkir heimar. Ég gæti vel hugsað mér að búa þar. Áður en ég fór til Grikklands lagöi ég allt kapp á aö dóttir mín, tengdasonur og börnin flyttust hingað. Eftir að hafa séð hvernig þau búa í Grikklandi, þrátt fyrir að það sé fátæklegt í litla þorpinu þeirra, sé ég að það er miklu ákjósan- legra að búa þar. Frjálsræðið, sem börnin hafa, er eins og við höfum heima. Þau fara á hjól- unum sínum út um allt, taka stundum með sér nesti, labba um allt, þekkja alla, tala við alla. Hér er þetta ekki hægt. Hér eru börn keyrð út um allt vegna sífelldrar hættu á aö þeim verði gert eitthvað til miska. Það þekkist ekki að fara upp fyrir Elliðaár að kveikja eld og grilla sér pylsu! Börn hér þekkja ekki þetta frjálsræði. Ég myndi ekki vilja vera með börn hérna. L.A. er í raun ekkert sérstaklega á- kjósanlegur staður til að búa á. Sá sem á nóga peninga vill miklu frekar búa einhvers staðar annars staðar. Og sá sem á enga peninga ætti alls ekki að búa í Los Angeles." Að þessum orðum töluöum kom samstarfskona Rúríar inn í viðtalið og minnti Rúrí á fund sem þegar var hafinn, fulltrúi Yves Sain Laurent frá New York var þegar kominn og var farinn að gerast óþolinmóður. „Það er svo mikið um aö vera hérna að litli heilinn í mér ræður ekki við þetta. Það eru endalausir fundir og þetta eru svo miklir peningar sem um er að ræða og ég er óvön að taka svona miklar ákvarðanir." Svo var kraftaverkakonan Guðrún M. Kaneen horfin á vit mannsins frá Yves Sain Laurent og blaðamaður og Ijósmyndari á vit fátíðrar og velkominnar rigningar sem kætti lund íbúa Suður-Kali- forníu nokkra dýrmæta daga í janúar 1992. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.