Vikan


Vikan - 02.04.1992, Síða 66

Vikan - 02.04.1992, Síða 66
66 VIKAN 7. TBL. 1992 Sannkallað úrvalslið leikkvenna. Jessica Tandy, Kathy Bates og Mary Stuart Masterson í myndinni Fried Green Tomatoes at the Whistle Shop Café. leika í myndinni Fried Green Tomatoes at the Whistle Shop Café. Myndin fjallar um gott fjölskyldusamband, vin- áttu, ást og morö. Hún gerist bæði í nútíð og fortíð í Alab- ama í Suðurríkjunum og er byggð á skáldsögu eftir Fann- ie Flagg. Kvikmyndagagnrýn- endur hafa lokið lofsorði á leik allra leikkvenna í myndinni. SIGURJÓN SIGHVATS- SONMEÐAÐRAMYND f FARTESKINU Sigurjón Sighvatsson hefur líka framleitt pólitísku myndina Ruby en Ruby var sá sem skaut Lee Harvey Oswald, banamann Johns F. Kennedy. Það verður gaman að skoöa þessa útgáfu og bera hana saman við JFK, mynd Olivers Stone. f myndinni Ruby leika Danny Aiello (Hudson Hawk) og Sherilyn Fenn (Wild at Heart og Twin Peaks-þættirn- ir). FJÓRAR ÁGÆTAR LEIK- KONUR OG GLÓÐAR- STEIKTIR TÓMATAR Kathy Bates (Misery), Jess- ica Tandy (Driving Miss Daisy), Mary Stuart Master- son og Mary-Louise Parker ▲ Sigurjón framleiðir lika kvik- myndina Ruby með Danny Aillo. ▲ Kvik- myndin sem Sigurjón Sighvats- son fram- leiðir: Close to Eden. Close to Eden heitir mynd sem Sigurjón Sighvatsson er búinn að framleiða meö samstarfsmanni sínum, Steve Colin. Fengu þeir til liðs við sig hina hjartahlýju Melanie Griffith og leikur hún hörku- kvendi í myndinni, rannsókn- arlögreglumann sem þarf að dulbúast til að rannsaka dular- fullt morðmál. Til þess að kom- ast að hinu sanna þarf hún að samlagast samfélagi gyðinga í New York-borg. Þar að auki kynnist hún rómantíkinni. FRAMHALD AF BLS. 54 SVAR: Winston Spencer Churchill fæddist i höllinni Blenheim, í nágrenni Oxford, þann 30. nóv- ember 1874. Hann lagði meðal annars stund á herfræði, útskrifaðist sem herforingi og tók þátt í stríði bæði á Indlandi og i Súdan. Hann var tekinn til fanga í búastríðinu en honum tókst að flýja úr fangabúðunum. Churchill var trúað fyrir mörgum ráðherraembættum á lit- ríkum ferli sínum en þekktastur varð hann fyrir störf sín sem forsætisráðherra á timum heimsstyrjaldarinnar síðari. Hann skrifaði margar athyglisverðar bækur og málaralist var helsta áhugamál hans. Árið 1953 hlaut hann nóbelsverðlaunin I bókmenntum. (Ripley) strönduð á fanganý- lendu (plánetu). í raun réttri er henni stungið í fangelsi vegna vanrækslu í starfi. Ekki líður á löngu þar til furðulegir atburðir gerast. Geimskrímslin eru aft- ur mætt til leiks. Fórnarlömbin eru aðallega fangaverðir og fangar. Ripley tekst ásamt hópi fanga á við skrímslin og notuð eru frumstæð og heima- tilbúin vopn eða jafnvel bara berir hnefarnir. ÞRIÐJA FRAMHALDIÐ UM NAKED GUN Þegar er búið að gera kvik- myndina Naked Gun 33% sem auðvitað hefur á að skipa Leslie Nielsen. Þeir eru fljótir að þessu í draumaverksmiðj- unni Hollywood. Handritahöf- undar fengu nefnilega svo mikið af hugmyndum að til eru handrit sem geta tryggt Naked Gun-ævintýri um aldurog ævi. LOKASÁLGREININGIN Kvikmyndin Final Analysis mun sennilega ekki gefa Hand That Rocks the Cradle neitt eftir. Myndin hefur á aö skipa úrvals leikaraliði. Má nefna Richard Gere (Pretty Woman), Kim Basinger (Too Hot to Handle), Uma Thurman (Henry and June) og Eric Ro- berts (Runaway Train). Þess má til gamans geta að kvik- mynd þessi er meðal annars framleidd af Richard Gere. Myndin fjallar um spillingu, græðgi, löngun og losta. Greint er frá sálfræðingi nokkr- um sem leikinn er af Richard Gere og hvernig hann notar sér samband tveggja systra. Leikstjóri er Phil Joanou sem leikstýrði meðal annars hljómleikamyndinni um hljóm- sveitina U2 og glæðamyndinni State of Grace. HARRISON FORD OG FÖÐURLANDSÁST Harrison Ford leikur í mynd- inni Patriot Games sem er framhald myndarinnar The Hunt for Red October (1990). Harrison Ford fer með hlutverk hernaðarsérfræðings- ins Jacks Ryan. Upphaflega átti Alec Baldwin að leika Jack Ryan eins og i fyrri myndinni en hann fór fram á svo háar greiðslur að Para- mount kvikmyndafyrirtækið ákvað að láta hann sigla sinn sjó. Myndin greinir frá því hvern- ig Jack Ryan lendir í klóm IRA hryðjuverkasamtakanna. Auk Harrisons Ford leika þarna Anne Archer (Fatal Attract- ion) og Patrick Bergin (Love Crimes, Robin Hood). LEÐURBLÖKUMAÐUR- INN SNÝR AFTUR Tim Burton er búinn að leik- stýra nýju ævintýri um Bat- man eða Leðurblökumann- inn. Framleiðendur segja að þessi mynd verði betri en sú fyrri og er þá mikið sagt. Auk þess verður baráttan harðari hjá Batman því hann þarf aö kljást við Kattarkonuna (Cat Woman) sem er leikin af hinni snoppufríðu Michelle Pfeiffer (Frankie and Johnny), Christ- opher Walken sem leikur glæpaforingja og síðast en ekki síst Mörgæsina (The Penguin) sem leikin er af Danny DeVito. Þá er ekki öll sagan sögð því í myndinni leikur líka Pee Wee Herman. Að þessu sinni ætla að- standendur myndarinnar Batman Returns að passa sig á að Michael Keaton, sem fer með hlutverk Batmans, verði ekki í skugganum eins og í fyrri myndinni þar sem Jack Nicholson hreinlega stal senunni. f lokin er rétt að benda á að þessar kvikmyndir verða eink- um sýndar í Háskólabíói, Sam-bíóunum, Regnbogan- um og Laugarásbíói. í næstu Viku verða tíndar til fleiri kvikmyndir því af nógu er að taka. □
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.