Vikan


Vikan - 02.04.1992, Qupperneq 72

Vikan - 02.04.1992, Qupperneq 72
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: BINNI Fólk sækir í skólanum tveggja kvölda námskeið, þar sem fylgst er með gerð fjögurra til fimm rétta hvort kvöld. KARLMENN HAFA ÁHUGA Á AUSTURLENSKRI MATARGERÐ - ekki síður en Ahrifa erlendrar matar- geröarlistar gætir viða hérlendis. Austur- 'lenskir og ítalskir matsölustað- ir eru á hverju götuhorni og landinn kann vel að meta það sem upp á er boðið. Margir láta sér ekki nægja að borða erlendættaða rétti einungis á veitingahúsum, þeir vilja sjálfir gera tilraunir heima fyrir. Áður en það er gert getur komið sér vel að fá ofurlitla leiðbeiningu um hvernig réttirnir eru mat- reiddir og vilji menn fá nasa- sjón af austurlenskri matar- gerð geta þeir brugðið sér í nýjan kvöldskóla, Matreiðslu- skóla Nings. Þótt skólinn sé nýr af nálinni er skólastjórinn og kennarinn búinn að dveljast hér lengi. - Ég kom hingað fyrir átján árum, segir Ning De Jesus og þegar við spyrjum hann hvers lenskur hann sé svarar hann hlæjandi: - íslenskur, ég hugsa á íslensku og mig dreymir á íslensku. En við lát- um ekki blekkjast því yfirbragð hans gefur annað til kynna og hann verður að viöurkenna að hann sé ekki hreinræktaöur ís- lendingur enda er hann upp- runninn á Filippseyjum. konurnar ÍSLENSKT HRÁEFNI - AUSTURLENSKIR RÉniR Ning er snjall matreiðslumaður og hefur víða unnið við veit- ingarekstur síðan hann kom til íslands, meðal annars á veit- ingastaðnum Mandarínanum. Sjálfur opnaði hann Veitinga- og vöruhús Nings við Suður- landsbraut í apríl í fyrra. Þar eru seldir austurlenskir réttir auk þess sem þar má fá flest það hráefni austurlenskt, sem til þarf í réttina, vilji menn reyna að elda þá sjálfir. Og svo setti Ning á fót matreiðslu- skóla í október síðastliðnum. Fólk sækir í skólanum tveggja kvölda námskeið, þar sem fylgst er með gerð fjög- urra til fimm rétta hvort kvöld. Á örskotsstund töfrar Ning fram dýrindis rétti, hvern af öörum, úr íslensku kjöti, kjúkl- ingum og fiski en krydd og grænmeti, sem notað er með, gerir nemendunum auðvelt að ímynda sér að þeir séu allt annars staðar en á annarri hæð í húsi við Suðurlands- brautina. Dauf birta, lágvær austurlensk tónlist, kínverskir blævængir og veggtjöld með kínversku letri auka á stemmninguna. Ning segir að sjötíu prósent þeirra rétta sem hann matreið- ir séu kínverskir aö uppruna en hin þrjátíu prósentin eru með fjölbreyttu austurlensku ívafi. Allir eru réttirnir að sjálf- sögðu matreiddir á kínversk- um wok-pönnum - þunnum, íhvolfum járnpönnum sem minna á djúpar skálar. Ning notar auðvitað gas við mat- reiðsluna því að hans sögn er skjótur og hár hiti, sem hægt er að stjórna fyrirhafnarlaust, þaö sem gerir austurlenska eldamennsku skemmtilega. Mikið er lagt upp úr að snögg- steikja mat og er ástæðan sögð sú að fyrir mörg hundruð árum hafi menn þurft að spara eldsneyti í Austurlöndum. Maturinn er líka gufusoðinn eða látinn krauma við hægan hita svo aðferðirnar eru fjöl- breytilegar. Eitt er athyglisvert, matartil- búningurinn gengur nokkuð hratt fyrir sig og því er bráð- nauðsynlegt að vera búinn að undirbúa allt vel áður en hafist er handa. Það þýðir ekkert að eiga eftir að skera niður kjöt eða grænmeti eða leita að 72 VIKAN 7. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.