Vikan


Vikan - 30.04.1992, Qupperneq 8

Vikan - 30.04.1992, Qupperneq 8
Sá sem stjórnaði þessum aðgerðum úr Seðla- bankanum var aðstoðarbankastjóri, sem jafn- framt var þá í stjórn Flugleiða. Það er fyrir- komulag sem ekki er vitað til að tíðkist fyrir norðan Sahara. Það er kunnara en frá þurti að segja að ferðaskrifstofan Sunna var stórveldi á íslenska ferðamarkaðinum um langt ára- bil og atti kappi við hitt stórveldið, Útsýn. Hvorug ferðaskrifstofan er nú til í upp- runalegri mynd, en hitt vita líklega fáir, að Sunna er til á pappírnum og gæti opnað skrifstofu strax á morgun, að sögn Guðna. Þetta kemur mér á óvart því að hvernig sem á því stóð hélt ég alltaf að Sunna hefði orðið gjaldþrota. Guðni þvertekur fyrir það og segist skila skatt- skýrslu fyrir Sunnu á hverju ári. Tveir sterkir og áberandi persónuleikar voru í forystu beggja ferðaskrifstofanna, keppinautarnir Guðni í Sunnu og Ingólfur Guðbrandsson í Útsýn. Báðir eru nú komnir í aðra vist en eru þó „alltaf í bolt- anum”. Það er erfitt að slíta sig frá þess- um bransa, það viðurkennir Guðni Þórð- arson fúslega. - Þetta er skæð baktería, segir hann brosandi og blaðamaður tekur heilshugar undir það, enda smitaður eftir nasasjón af faginu við fararstjórn og fleira. En hver voru tildrög þess að ferðabransinn greip Guðna svo föstum tökum. Hvernig hófst ævintýrið? - Þetta var nú tilviljun. Ég var blaða- maður á þessum tíma, árið 1957, og það atvikaðist þannig að starfsmannafélög bankanna í Reykjavík og nágrenni báðu mig um að skipuleggja fyrir sig París- arferð. Ég hafði verið þarna við nám og dvalið í landinu og talaði frönsku. Þess vegna tók ég þetta að mér með mikilli ánægju. Ég hringdi í Örn Johnson, forstjóra Flugfélags íslands, og leigði af honum DC-4 Skymaster-flugvél. Þessar vélar voru ekki stórar, tóku að mig minnir 65 farþega. Nú, vélin fórtil Parísar fullskipuð bankamönnum og vinum þeirra og vandamönnum. Þetta var um páskana, vélin beið þarna yfir páskahátíðina og fólkið skemmti sér Ijómandi vel. Síðan vatt þetta þannig upp á sig að Örn Johnson bað mig um að skipuleggja fleiri ferðir og áður en ég vissi af var ég farinn að taka mér frí frá blaðamennsk- unni og sinna þessum aukastörfum sem urðu svo á stuttum tíma aðalstörf mín, án þess að það væri neitt fyrirfram ákveðið. Við hvoruga bakteríuna hef ég losnað síðan, þó að blaðamennsku hafi ég ekki stundað frá þessum tíma, svo að nokkru nemi. Þó hef ég skrifað bók og flutt útvarpsfyrirlestra um framandi lönd og þjóðir. FYRSTA MALLORCAFLUGIÐ 1958 Eftir þetta efndi ég til samvinnu við vin minn Simon Spies, danska ferðafrömuð- inn fræga. Þá var ég búinn að stofna Sunnu og hann leyfði okkur að ganga inn í hótelsamninga sína á Mallorca. Spies kom hingað og var gestur minn tvisvar eða þrisvar sinnum. Við flugum fyrst til Mallorca í gegnum Kaupmannahöfn og svo beint héðan, fyrst um páska. Fyrsta Mallorcaflugið frá íslandi var 1958. Þá hafði íslensk flugvél ekki lent þar fyrr. Þá var nú öðruvísi um að litast á Mallorca en nú er. T.d. voru bara þrjú hótel á Arenal-ströndinni, eitt í Palma Nova og eitt í Magaluf. Þá var í tísku að hafa öll hótelin inni í Palma og þannig hafði túrisminn á Mallorca reyndar verið í 150 ár eða frá því á dögum Jónasar Hall- grímssonar. Þá var Mallorca einmitt mjög fræg vetrarparadís fyrir ríka fólkið í Evrópu og margt frægt fólk eyddi þarna köldustu vetrarmánuðunum, m.a. hefðar- fólk frá París, Berlín og Pétursborg. Tón- skáldið Chopin var einn þeirra og átti af- drifaríka vetrardvöl í klausturbænum Valldemosa. - Segðu mér frá kynnum þínum af Spies. - Já, Spies var mjög hress náungi... - Var hann orðinn svona kvensamur á þessum tima? - Það var nú sýndarmennska, segir Guðni og hlær. - Ég man t.d. að hann kom hingað með einar fjórar dömur, sem Frh. á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.